Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1973, Blaðsíða 7

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1973, Blaðsíða 7
þar sem það nær ekki upp á yfirborð líkamans. Þetta er þó sjaldgæft. Spina bifida cystica er al- varlegri sjúkdómur. Hér er ekki aðeins um vansköpun á hryggj- arliðabogum að ræða, heldur einnig á mænu og mænuhimn- um. Á því svæði hryggjarins, þar sem liðbogar hafa ekki runnið saman, liggur mænan eða leifar hennar ásamt himn- um úti á yfirborði líkamans og er oftast ekki einu sinni hulin af húðinni. Við tölum um men- ingocele, ef sekkur sá, er mynd- ast á baki sjúklings er eingöngu gerður úr mænuhimnum, en MYND 2 og 3. Sjúklingur með spina bifida og myelomeningocele. I þessu tilfelli er um að rseða algjöra lömun neðan við þriðju lumbal-rætur. Flexor- og adductor-vöðvar um mjaðmir og rétti- vöðvar (quadriceps) um hné eru starfandi, allir aðrir vöðvar í gang- limum lamaðir. Þetta veldur hinni sérkennilegu stöðu á fótleggjum, þar sem alls ekki er unnt að rétta úr mjöðmum né beygja í hnjám. Sjúkl- ingur var úr báðum mjaðmarliðum. Myelomeningocele var lolcað strax eftir fæðingu, þá gerð „shunt“-aðgerð vegna hydrocephalus, því næst sina- lengingar um mjaðmir og sjúklingur færður í mjaðmarliði, síðar gerð osteotomia á pelvis og iliopsoas transplantation og loks þvagleiðarar færðir fram á kvið. Sjúklingur gengur nú í lágum spelkum með stuðningi. myelomeningocele, ef bæði mæn- an og himnur hennar taka þátt í myndun sekksins. Af þessum ofannefndu afbrigðum eru my- elomeningocele langalgengust. Sharrard komst að raun um við athugun á 608 sjúklingum með spina bifida, að 86,5% höfðu opin myelomeningocele, 8.4% meningocele og 5.1% lokuð my- elomeningocele. Þótt ótal rannsóknir hafi ver- ið gerðar og bent hafi verið á mörg atriði, er gætu átt þátt í vansköpun þessari, er skemmst frá því að segja, að raunveruleg orsök sjúkdómsins er óþekkt. Margir aðilar hafa kannað tíðni sjúkdómsins, og eru niðurstöð- ur nokkuð misjafnar eða frá 1 á 1000 fæðingar upp í 3—4 á 1000 fæðingar. Þeir, sem unnið hafa á barna- deildum sjúkrahúsa um lengri tíma, hafa ekki komizt hjá því að verða varir við þá miklu aukningu, er virðist hafa orðið á sjúklingum með myelomen- ingocele. Menn hafa því velt því nokkuð fyrir sér, hvort hér sé raunverulega um aukna tíðni sjúkdómsins að ræða. Hitt er þó líklegra, að hin mikla framför, sem orðið hefur í meðferð þess- ara sjúklinga, geri það að verk- um, að þeirra verði frekar vart á sjúkrahúsum. Við skulum nú athuga þessa fullyrðingu dálít- ið nánar. Fram til ársins 1963 ríkti lít- ill ágreiningur um meðferð sjúklinga með myelomeningo- cele. Sterilar umbúðir voru sett- ar yfir sekkinn á baki sjúkl- ings og antibiotica-meðferð beitt, ef vart varð bakteríusýk- ingar. Þar sem hér er raunveru- lega um opið fleiður að ræða, er erfitt að koma í veg fyrir bakteríusýkingu í sekknum. Oft vildu himnur sekksins springa og mænuvökvi renna út. Menin- gitis (heilahimnubólga) var því fyrsta hættan, sem beið sjúkl- inga þessara. Hydrocephalus kemur fram hjá megninu af TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.