Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1973, Side 27
Ur Reglugerð um réttindi og skyldur
starfsmanna Reykj avíkurborgar
X. kafli.
Um félagsskap starfsmanna.
45. gr.
Með reglum þessum viðurkennir borgarstjórn
Reykjavíkur Starfsmannafélag Reykjavíkur-
borgar, Lögreglufélag Reykjavíkur og Hjúkr-
unarfélag Islands sem viðræðuaðila um mál-
efni, er varða starfsmenn borgarinnar og samn-
ingsaðilja samkv. rg. nr. 159/1962.
46. gr.
Öllum starfsmönnum borgarinnar og fyrir-
tækja hennar, sem háðir eru ákvæðum reglu-
gerðar þessarar, er skylt að vera í Starfsmanna-
félagi Reykjavíkurborgar, Lögreglufélagi
Reykjavíkur eða Hjúkrunarfélagi Islands, eft-
ir því sem við á. Þó skulu viðkomandi félög leysa
trúnaðarmenn borgarinnar í launamálum und-
an öllum félagsskyldum eftir ósk borgarstjóra.
XI. kafli.
Ýmis ákvæði.
47. gr.
Nú andast fastráðinn starfsmaður, og skulu
þá maka hans, börnum innan 16 ára aldurs eða
öðrum, er hann hafði á framfæri, greidd föst
laun starfsmannsins í þrjá mánuði.
48. gr.
Þegar einhver hluti launa er greiddur í fríðu,
svo sem jarðarafnotum, húsnæði, ljósi, hita, fæði
og öðru, skulu þessi hlunnindi metin ái'lega af
skattstjóranum í því umdæmi, sem starfsmað-
ur er búsettur í, og matsverðið dregið frá heild-
arlaununum.
Ákvörðun skattstjóra má skjóta til ríkis-
skattanefndar, sem fellir fullnaðarúrskurð í
málinu.
49. gr.
Konur, er veita heimili forstöðu, eiga rétt til
þess að vinna tvo þriðju hluta ákveðins vinnu-
tíma gegn samsvarandi frádrætti í launum, enda
megi slíkt verða að skaðlausu. Samsvarandi
ívilnun má veita öðrum, ef sérstaklega stendur á.
50. gr.
Starfsmanni, sem áður hefur unnið liluta úr
starfi, en flyzt síðar í fullt starf, skal ákveð-
inn starfsaldur þannig, að fyrri starfstími hans
verði umreiknaður í heil starfsár eða mánuði.
51. gr.
Ef starfsmaður er settur til að gegna hærra
launaðri stöðu samfleytt í 4 mánuði eða leng-
ur fær hann laun samkvæmt þeirri stöðu allan
þann tíma.
Ákvæði 48—51 eru samhljóða ákvæðum í Lög
og reglur er varða ríkisstarfsmenn.
Ur Lög og reglur er varða ríkisstarfsmenn
Ur V. kafla.
Um launagreiðslur og hlunnindi.
21. gr.
Nú er starfsmaður leystur frá starfa vegna
vanheilsu eða slysa, sem honum verður ekki með
skynsamlegu mati gefin sök á, og ber þá að
greiða honum þau föstu laun, er stöðu hans
íylgja, í þrjá mánuði.
Nú tekur maður, sem látið hefur af starfi
vegna vanheilsu, aftur við starfi í starfsgrein
sinni, og skal þá starfsaldur hans áður og eftir
lagður saman og veitir þá sama rétt og óslitin
þjónusta.
Um greiðslu til maka látins starfsmanns fer
eftir ákvæðum 1. mgr.
Til trúnaðarmanna* forstöðukvenna og formanna
svæða- og sérdeilda
Á félagsfundi í Hjúkrunarfélagi Islands, 31.
jan. 1973 var samþykkt að stofna styrktar-
sjóð fyrir Vestmannaeyjadeild HFl og hefja
fjársöfnun innan félagsins. Stjórn Hjúkrunar-
félags Islands biður trúnaðarmenn að standa
fyrir söfnuninni og skila söfnunarfé til skrif-
stofu félagsins, Þingholtsstræti 30, sem allra
fyrst.
Reykjavík, 1. febrúar 1973.
F. h. stjórnar Hjúkrunarfélags Islands
María Pétursdóttir.