Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1973, Blaðsíða 38
Ritnefnd: Björk Granz, Fanney Friðbjörnsdóttir og Kristín Sigurðardóttir
RADDIR HJÚKRUNARNEMA
NÁMSDVÖL HJÚKR UNARNEMA
Á AKUREYRI '
Á NÁMSTÍMANUM ev okkur gefinn kostur á að fara til Akureyrar og vinna
þar í sambandi við námið. Skólinn getur skyldað nema til að fara til Ak-
ureyrar, ef þess gerist þörf. Stundum hefur reynzt erfitt að fá nógu
marga nema til dvalar þar, en áætluð tala er ca. 15 nemar.
Við vorum á Akureyri á síðastliðnu ári og teljum það tímabil hafa verið
mjög lærdómsríkt. Auk þess hefur það hollvænleg áhrif á alla að breyta
um umhverfi um stundarsakir.
Flestallir nemar búa í hjúkrunarnemabústaðnum, sem er lágreist stein-
hús, komið til ára sinna. Stendur það í brekku fyrir neðan sjúkrahúsið.
Innan veggja þessa húss eru 6 herbergi. Lítil hætta ætti að vera á ein-
manakennd, þar sem 2—4 nemar búa jafnan saman í herbergi. Á þessu
heimili okkar er hægt að kynnast alveg sérstökum félagsanda, sem að
sjálfsögðu skapast af þeim, sem þar dvelja hverju sinni. En í þessum
bústað er mörgu ábótavant og vart hægt að líkja honum saman við þá
heimavist, sem nemar eiga kost á að dvelja í við Eiríksgötu, því að ekki
eru nein bein fjárframlög til viðhalds þessu húsi.
Um námið er það að segja, að blánemar, sem koma þangað, vinna 3
mánuði á handlækningadeild og 3 á lyflækningadeild. Þó hefur líka komið
fyrir, að þeir hafi bara tekið aðra deildina þar. Allir blánemar sækja svo-
nefnt deildarnámskeið og fá deildartilsögn, sem á að samsvara þeirri
kennslu, sem blánemar fá hér í Reykjavík. Þeir skila ritgerðum af deikl-
unum og taka bóklegt og verklegt próf. Hjúkrunarnemar á 2. ári eru
annaðhvort á handlækninga- eða lyflækningadeild í 3 mánuði og e. t. v.
10 vikur á skurðstofu. Þeir nemar, sem dveljast þar yfir vetrarmánuðina,
hafa fengið þar fyrirtaks kennslu, svo góða, að þeim þykir sómi að. Erfið-
ara hefur verið um vik á vorin og sumrin vegna manneklu, þ. e. a. s. sum-
arfrí starfsfólks gera það að verkum, að erfiðara reynist að fá fólk til
kennslu. En 2. árs nemar hér í Reykjavík fá heldur engin deildamám-
skeið. 2. árs nemar skila líka ritgerðum af deildum. Á lyflækningadeild
eru stundum haldnir fundir, og eru þá tekin fyrir ákveðin sjúkdómstil-
felli og kynnt fyrir nemum og hjúkrunarkonum.
Á FSA er hjúkrunarkvennaskortur eins og annars staðar, og fá því 2.
árs nemar að spreyta sig talsvert. Þær taka vaktir hjúkrunarkvenna
undir verndarvæng deildarhj úkrunarkonu eða þeirrar hj úkrunarkonu, sem
á vakt er í það og það skiptið. Að vissu marki höfum við mjög gott af
þessu, því að þetta gerir okkur ákveðnari og óhræddari. En þetta er tals-
32 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS