Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1973, Blaðsíða 38

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1973, Blaðsíða 38
Ritnefnd: Björk Granz, Fanney Friðbjörnsdóttir og Kristín Sigurðardóttir RADDIR HJÚKRUNARNEMA NÁMSDVÖL HJÚKR UNARNEMA Á AKUREYRI ' Á NÁMSTÍMANUM ev okkur gefinn kostur á að fara til Akureyrar og vinna þar í sambandi við námið. Skólinn getur skyldað nema til að fara til Ak- ureyrar, ef þess gerist þörf. Stundum hefur reynzt erfitt að fá nógu marga nema til dvalar þar, en áætluð tala er ca. 15 nemar. Við vorum á Akureyri á síðastliðnu ári og teljum það tímabil hafa verið mjög lærdómsríkt. Auk þess hefur það hollvænleg áhrif á alla að breyta um umhverfi um stundarsakir. Flestallir nemar búa í hjúkrunarnemabústaðnum, sem er lágreist stein- hús, komið til ára sinna. Stendur það í brekku fyrir neðan sjúkrahúsið. Innan veggja þessa húss eru 6 herbergi. Lítil hætta ætti að vera á ein- manakennd, þar sem 2—4 nemar búa jafnan saman í herbergi. Á þessu heimili okkar er hægt að kynnast alveg sérstökum félagsanda, sem að sjálfsögðu skapast af þeim, sem þar dvelja hverju sinni. En í þessum bústað er mörgu ábótavant og vart hægt að líkja honum saman við þá heimavist, sem nemar eiga kost á að dvelja í við Eiríksgötu, því að ekki eru nein bein fjárframlög til viðhalds þessu húsi. Um námið er það að segja, að blánemar, sem koma þangað, vinna 3 mánuði á handlækningadeild og 3 á lyflækningadeild. Þó hefur líka komið fyrir, að þeir hafi bara tekið aðra deildina þar. Allir blánemar sækja svo- nefnt deildarnámskeið og fá deildartilsögn, sem á að samsvara þeirri kennslu, sem blánemar fá hér í Reykjavík. Þeir skila ritgerðum af deikl- unum og taka bóklegt og verklegt próf. Hjúkrunarnemar á 2. ári eru annaðhvort á handlækninga- eða lyflækningadeild í 3 mánuði og e. t. v. 10 vikur á skurðstofu. Þeir nemar, sem dveljast þar yfir vetrarmánuðina, hafa fengið þar fyrirtaks kennslu, svo góða, að þeim þykir sómi að. Erfið- ara hefur verið um vik á vorin og sumrin vegna manneklu, þ. e. a. s. sum- arfrí starfsfólks gera það að verkum, að erfiðara reynist að fá fólk til kennslu. En 2. árs nemar hér í Reykjavík fá heldur engin deildamám- skeið. 2. árs nemar skila líka ritgerðum af deildum. Á lyflækningadeild eru stundum haldnir fundir, og eru þá tekin fyrir ákveðin sjúkdómstil- felli og kynnt fyrir nemum og hjúkrunarkonum. Á FSA er hjúkrunarkvennaskortur eins og annars staðar, og fá því 2. árs nemar að spreyta sig talsvert. Þær taka vaktir hjúkrunarkvenna undir verndarvæng deildarhj úkrunarkonu eða þeirrar hj úkrunarkonu, sem á vakt er í það og það skiptið. Að vissu marki höfum við mjög gott af þessu, því að þetta gerir okkur ákveðnari og óhræddari. En þetta er tals- 32 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.