Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1973, Síða 5

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1973, Síða 5
Stjórnstöðvarnar í heilanum eru hins vegar heilar. Boð frá stjórnstöðvunum til vöðvanna um að dragast saman komast hins vegar ekki til skila, þar sem neðri hluti taugabrautanna er ónýtur. Skynboð frá líkam- anum berast hins vegar um aft- urhornafrumur mænunnar til heilans. Þar sem þessar frum- ur sýkjast ekki í mænusótt, hafa mænusóttarsjúklingar eðlilega tilfinningu, þótt lamaðir séu. Snúum okkur nú frekar að afleiðingum mænusóttar. Sú lömun, sem fram kemur á hinu bráða stigi sjúkdómsins, þarf ekki að verða varanleg, þar sem lamanir ganga oft til baka að verulegu leyti, eins og áður hef- ur verið minnzt á. Sú lömun, sem til staðar er, þegar eitt ár er liðið frá upphafi sjúk- dómsins, verður hins vegar í flestum tilfellum að teljast varanleg. Lamanir mænusóttar- sjúklinga geta verið mjög mis- miklar. Þær sjást í misjöfnum niæli í ganglimum, handleggjum og jafnvel bolvöðvum. Talið er þó, að lamanir í ganglimum séu um helmingi tíðari en lamanir í handleggjum. Segja má, að lömun mænusótt- arsjúklings sé aðeins fyrsta stig- ið í bæklun hans. Hinni ójöfnu vöðvastarfsemi, þar sem sumir vöðvar eru heilbrigðir, en aðrir nieira eða minna lamaðir, fylgir kreppa (contractur) í liðum. 1 fyrstu er kreppa þessi bundin við mjúkan vef, en síðan koma fram statískar skekkjur í bein- um og liðum. Sé um lamanir á bolvöðvum að ræða, geta til dæmis komið fram hryggskekkj- ur, sem geta orðið mjög miklar. Einkum koma skekkjur þessar fram hjá börnum, þar sem lík- uminn er enn í vexti og bein og liðir því í mótun. Annað vanda- mál, er fylgir lömuninni, sé hún veruleg, er óstöðugleiki í liða- niótum. Er það einkum samspii þessara tveggja þátta, þ. e. löm- unar og óstöðugleika í liðum, sem gerir sjúkling erfitt um vik að beita útlimum sér til gagns. Orthopaediska meðferð mænu- sóttarsjúklinga má flokka í þrjá aðalflokka: A) Physiothera- peutisk meðferð, þ. e. þjálfunar- meðferð, sem beinist að því að hindra kreppu um liði, æfa veikl- aða vöðva og kenna sjúklingi að beita þeim vöðvum, sem hann hefur, t. d. með svokölluðum „trick“-hreyfingum. B) Spelku- meðferð, en með spelkum er leitazt við að styrkja útlimi, sem eru máttlitlir og með óstöðugum liðum. C) Skurðaðgerðir. Eng- in tök eru á að gera skurðað- gerðum þessum skil hér, en segja má, að tvær tegundir að- gerða séu algengastar, annars vegar aðgerðir í liðum og þá oftast arthrodesis, þ. e. liður gerður að staurlið, og hins veg- ar vöðva- og sinatilfærslur gerð- ar í þeim tilgangi að koma á jafnvægi milli vöðvahópa, t. d. beygi- og réttivöðva, um ákveð- inn lið. Báðar þessar tegundir aðgerða miða að því að styrkja útlim, t. d. ganglim, og gera sjúklingi þannig kleift að ganga betur og ef til vill að losna við spelkur, sem hann hefði annars þurft að nota. Án efa hefur mænusótt fylgt mannkyninu frá því sögur hóf- ust. Það er þó fyrst á síðari hluta nítjándu aldar, sem vitað er um mænusóttarfaraldra. Mænusótt varð síðan ein alvar- legasta og algengasta orsök meiri háttar bæklunar hjá börn- um. Hin farsæla uppgötvun mænusóttarbóluefnis hefur hins vegar valdið því, að ný mænu- sóttartilfelli eru næsta fátíð, að minnsta kosti í hinum vestræna heimi. 1‘ari‘sÍN rrrobralis (Orrbral Palsy). Ekki þekki ég neitt íslenzkt nafn yfir sjúkdómsflokk þenn- an. Kurland hefur skilgiæint sjúkdóminn sem truflun á mót- orískri starfsemi heilans, sem fram komi á perinatal tímabil- inu, þ. e. frá getnaði að neonatal tímabilinu (einum mánuði eftir fæðingu), sé af óvissum eða óþekktum orsökum, en sé greind áður en barnið nær 2 ára aldri. Paresis cerebralis er „upper motor neurone“ sjúkdómur, andstætt því, sem áður var get- ið um mænusótt. Hér er skemmdin sem sé í hinum ýmsu mótorísku stöðvum heilans, en leiðslukerfið frá heila til vöðv- anna er heilt og órofið. öllum sjúklingum í hópi þessum er það sameiginlegt, að þeir hafa ekki fullt og óskorað vald yfir hreyf- ingum sínum. MYND 1. Sjúklingur með paresis cerebralis, spastíska diplegiu. Staða á fótleggj- um einkennandi, flexions-kreppa í mjöðmum og hnjám, equinus-staða í öklum. Sjúklingur mundi standa á sama hátt, þ. e. á tábergi. Þessi staða er stundum nefnd stölchstaða. TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 3

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.