Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1973, Blaðsíða 46
komið fram slíkt efni, sem
bundið er östrogenhormón
og virðist gefa góða raun,
aðallega notað við mjög ill-
kynja frumugerð og þar
sem meinvörp eru fyrir
hendi og einnig þegar önn-
ur ráð hafa eigi dugað.
í fáum orSum: Engin með-
ferð á stigi I og II, þegar
krabbameinsfrumurnar eru af
lítt illkynja gerð, en reglulega
fylgzt með sjúklingnum. Hor-
mónar eru gefnir á stigi II—IV,
er krabbameinsfrumurnar eru í
meðallagi og mjög illkynja. Oft
eru eistun jafnframt fjarlægð.
Þegar frumugerð er mjög ill-
kynja, þar sem hormónar hjálpa
ekki, er beitt hávoltageislun og
cytostatica. Ef sjúklingur losn-
ar ekki við þvag, er gerð trans-
urethral resection.
Horfur. Því hærra sem stigið
er og því illkynjaðri sem frum-
urnar eru, því verri eru horf-
urnar. 80% skánar í lengri eða
skemmri tíma við meðferð. 10%
á stigi II—IV lifa 5 ár án með-
ferðar.
Skv. reynslu og rannsóknum
í Lundi í Svíþjóð (G. Jonsson,
1971) lifa 39% (á stigi II—IV)
5 ár með estradurin (östradiol)
og 62% 5 ár með estradurin +
etivex (etinylöstradiol, hvort
tveggja kvenhormónar). 75 %
af fólki á sama aldri (án krabba-
meins) lifðu 5 ár. Að sjálfsögðu
eru þessar tölur mismunandi
eftir því, hvert landið, stofn-
unin, meðferðin og árið er.
Krossgáta krabbameinsins er
enn að mestu leyti óráðin, og
á meðan er reynt að lengja
þrautalaust líf þeirra, sem í hlut
eiga.
Framanrituð orð um helztu
sjúkdóma í blöðruhálskirtli eru
síður en svo tæmandi sannleik-
ur, en er eingöngu ætlað að vera
til yfirlits yfir helztu vandamál
kirtilsins. Fróðleiksfúsu hjúkr-
unarfólki ber því að leita einnig
á önnur mið til upplýsingar. □
Fyrirburðarfœðingar
Framh. af bls. 25.
14. Official statistics of Finland.
Publ. health and Med. care 1957.
15. Official statistics of Finland.
Publ. health and Med. care 1962.
16. Official statistics of Finland.
Publ. health and Med. care 1967.
17. Ellis, Richard W. B. & Mitchell,
Ross G.: Diseases in Infancy and
Childhood. E. & G. Livingstone
Ltd. London 1965, bls. 50.
18. Menkhaus, G.: Geburtshilfe und
Frauenklinik. 24: 775, 1964.
19. Ylppö, A.: Prematurity. Acta
pediatr. scand. 35: 160, 1947.
20. Mc Kewn, T. and Gibson, J. R.:
Observation on all births (23,
970) in Birmingham, 1947. IV.
„Premature birth“. Brit. med. J.,
2: 513, 1951.
21. Gruenwald, Peter: Chronic fetal
distress and placental insuffici-
ency. Biol. Neonat., 5: 215—265,
1963.
22. Engström, Lars og Sterky,
Göran: Standard-kurvor för vikt
och langd hos nyfödda barn. Lák-
artidningen, 63: 4922—26, 1966.
23. World Health Organisation:
Public health aspect of low birth
weight. Technical report series
no. 217, 1961.
24. Jónsson, Vilmundur: Heilbrigð-
isskýrslur (Public health in Ice-
land). Útdráttur úr ársskýrslum
ljósmæðra. Reykiavik 1950, bls.
182—183.
25. Biering, Gunnar: Dánar-tölur ný-
fæddra barna í Reykjavík.
Læknabiaðið 4. 1971.
□
Hjúkrun í Astralíu
Framh. af bls. 27.
þangað til þau eru fimm ára
gömul. Tala ungbarna, sem
deyja í vöggu, er há, en aðal-
sjúkdómar eldri bama eru bron-
chitis, anemia og innvortis orm-
ar. Eyrnaígerðir eru kvilli, sem
oft er látinn „lækna sig sjálfur",
og gengur mörgum frumbyggja-
bömum illa að fylgjast með
jafnöldrum sínum seinna meir,
þegar þau fara í skóla, vegna
lélegrar heyrnar. Vegna van-
trausts á hvítu fólki og trúar á
eigin ,,lækna“ hefur þar til síð-
ustu árin verið erfitt að fá for-
eldrana til að koma með börnin
sín til eftirlits á heilsuverndar-
stöðina. Siðir og hættir frum-
byggj a eru margra alda gamlir
og hafa sterkar rætur. Er eng-
inn smááfangi fyrir þetta fólk að
laga sig eftir tuttugustu öldinni.
Þegar á allt er litið, er hj úkr-
un í Ástralíu að miklu leyti eins
og annars staðar í heiminum, að
undanteknum vandamálum í
heilsuvernd vegna fólks af mis-
munandi þjóðerni, sem býr í
þessu stóra landi, og vegna
breytilegs veðurfars. Sjúklingar
og hjúkrunarkonur eru söm við
sig hvar sem er.
H j úkrunarkonur, sem vilja
koma til Ástralíu og vinna þar,
ættu að sækja um starfsréttindi
hjá fylkishjúkrunarráði (State
Nurses’ Board) í því fylki, sem
þær ætla að koma til, og munu
geta fengið upplýsingar því við-
víkjandi hjá hjúkrunarfélagi í
heimalandi sínu Ef þær hafa
samt sem áður ekki öll nauðsyn-
leg skírteini, áður en þær koma
hingað, verða þær að fara til
fylkishj úkrunarráðsins með
pappíra sína og upplýsingar um
fyrri störf og meðmæli frá fyrr-
verandi vinnuveitanda. Ef um-
sækjandi kemur frá landi, þar
sem enska er ekki móðurmál,
verður að taka próf í ensku,
munnlegt og skriflegt, og svara
nokkrum spumingum um hjúkr-
un.
Engin hjúki-unarkona má
starfa hér sem slik án leyfis frá
fylkishjúkrunarráðinu. Það er
þess vegna nauðsynlegt að
tryggja sér öll æskileg skírteini
fyrir fram til að forðast ónauð-
synlega og kannski langa bið eft-
ir starfsleyfi. Gjald fyrir slíkt
leyfi er nokkrir dollarar ($4.00
—$6.00).
□
40 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS