Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1973, Blaðsíða 23

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1973, Blaðsíða 23
sig. Smám saman eykst það magn af þvagi, sem ekki tæm- ist við þvaglát (residual þvag), og að lokum verður algjör stöðvun (total retention). Ber þá stundum við, að útþanin og yfirfull blaðran tæmir smágus- ur, án þess að sjúklingurinn geti við það ráðið (ischuria para- doxa), og þá gjarnan að nætur- lagi. Oftast eru fyrstu einkenni tíðari þvaglát að nóttu til, oft- ast síðari hluta nætur. Síðan kemur aukin þvaglátaþörf, þ. e. a. s. sterkari þörf og jafnvel verkur, sem koma skyndilega, og sjúklingur fær eigi vatni haldið. Með tímanum þarf sjúkl- ingurinn að standa og rembast til þess að fá úr sér þvagið og þá kannski slitrótta bunu eða einungis nokkra dropa. Bunan verður með tímanum mjó og slöpp. Eftirleki er ekki óalgeng- ur, stundum sem dropóttur leki skömmu eftir þvaglát eða nokk- urs konar síðari þvaglát og þá stundum meiri en þau fyrri. Blóð í þvagi (haematuri) er algengt fyrirbrigði og stafar af venustasa, sem verður við stækkunina. Algjör stöðvun verður oft, þegar mikið þvagmagn safnast fyrir í blöðru, svo sem við neyzlu áfengis, ef haldið er í sér lengi, einnig fyrir áhrif „of- kælingar“ og við neyzlu sumra lyfja, svo sem af ópíumættinni, tryptizols og skyldra efna. Aukaverkanir eða áhrif á aðra hluta kerfisins skal hér nefna, því að þau geta haft af- drifaríkar afleiðingar. Vegna tregðu á blöðrutæm- ingu verður einnig tregða á tæmingu nýrna, og þrýstingur- inn í blöðru eykur jafnframt þrýstinginn innan nýrnanna. Nýrnavefur og starfsemi nýrn- anna rýrnar, og endar það með .,þvageitrun“ (uræmia). Einnig er mikil hætta á sýklaheimsókn (infection) eins og alltaf, þegar þvag kemst ekki leiðar sinnar. Síðan kemur steinmyndun. End- ar þetta ljóslega með ósköpum, ef ekki er að gert. Þvagblaðran fær einnig sinn skammt. Við það að yfirvinna sívaxandi þrýsting í blöðrunni eflast og þykkna tæmingarvöðv- ar (detrusores) hennar. Slím- húðarklæðning blöðrunnar þrýstist út á rnilli vöðvaband- anna og myndar poka utan við blöðruna, og getur innihaldið sýkzt, og einnig safnast þar fyr- ir steinar og annar óþverri. Blöðrubólga er einn fylgi- kvillinn. Bólgur í sæðisblöðrum (vesi- culae seminalis) og eistalyppum (epididymis) sömuleiðis. Óþægilegar erectionir að næt- urþeli ekki ótíðar. Sjúkdómscjreining og einnig ákvörðun um meðferð byggist að miklu leyti á ofannefndum einkennum. Þreifing kirtilsins er mik- ilvæg og segir til um stærð (þó ekki að öllu leyti), en einnig hvort vöxtur er góðkynja. Með töppun fæst residualþvag. Því meira sem það er, því meiri er yfirleitt ástæða til aðgerðar. Blaðra, sem er þreifanleg eða bankanleg ofan lífbeins, segir og sitt. Röntgenmynd af blöðru og þvagrás (urethro-cystograf i) kemur oft upp um þrengingar í þvagrás, æxli í blöðru, intra- vesical vöxt prostata, en blöðru- speglun (cystoscopia) veitir svipaða vitneskju. Röntgenmynd af nýrum (uro- grafi) gefur til kynna ástand nýrna og hvort um tæmingar- hindrun er að ræða. Blóð- og þvagrannsóknir ýms- ar skulu fara fram. Ætíð skal rækta frá þvagi. Hvenær á þá að skera upp? Hér ræður mestu eins og alltaf almennt ástand sjúklinga, en þeir eru flestir vel við aldur. Ástand hjarta, blóðrásar og lungna er mikilvægt að meta af kostgæfni, áður en lagt er út í hlutfallslega stóra aðgerð. Ef ekkí er ástæða til að reikna með meðverkan sjúklings eftir að- gerð, er hún tilgangslítil. Sjúkl- ingur, sem hefur mikil óþæg- indi, án þess að sjúkdómurinn hafi valdið miklum spjöllum, verður að eiga kost á aðgerð. Sé orðið teljandi recidualþvag (meira en 100) og sérstaklega ef komnar eru sjúklegar breyt- ingar á blöðru og nýrum, er kominn tími til að hugsa til að- gerðar, jafnvel þó að sjúklingn- um finnist óþægindin óveruleg. Sama er að segja um endurtekn- ar infectionir og steinmyndun í blöðru svo og teljandi blæð- ingar. A'ðgerðir. I. Prostatectomia. Er þá skrældur út vöxturinn (adenomið). Farið er inn með skurði yfir lífbeini og síðan ann- aðhvort gegnum blöðru að fram- anverðu (transvesical prostat- ectomia) ellegar neðan við blöðru gegnum kirtilhýðið (re- tropubisk prostatectomia). II. Transurethral resection (T.U.R.). Er þá fært inn rör- laga tæki (resectoscop) og með rafmagnaðri vírlykkju er pros- tata spænd út í sívölum bútum. Þessi aðferð er mun áreynslu- minni fyrir sjúklinginn, en er sjaldnar brúkleg, ef prostata er mjög stækkuð. III. Hormónameðferð hefur verið reynd, en árangur sjaldan eða lengi árangursríkur. IV. Þvagleggur. Þegar sjúkl- ingur kemur með algjöra þvag- teppu, verður nær alltaf að setja upp þvaglegg. Ef þvagteppa er einangrað fyrirbrigði, er rétt að taka þvaglegginn að lokinni töppun, en sé um endurtekningu að ræða eða hafi sjúklingurinn veruleg einkenni um prostata- stækkun, þá skal þvagleggurinn vera kyrr (katheter á demeure), þar til nýru og blaðra hafa jafn- að sig eða blæðingar hættar, ef fyrir hendi eru. Ef sjúklingurinn er ekki tal- inn hæfur til aðgerðar, verður TÍMARIT IIJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.