Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1973, Blaðsíða 25

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1973, Blaðsíða 25
stórvandamálin koma fljótt í ljós: Karlmannlegt hlutleysi gagnvart konunni veldur mest- um áhyggjum. Skýra skal strax frá lífshættuleysi sjúkdómsins, og hafa ber fullan skilning á félagslegum vandkvæðum sjúkl- ings. Eiginkonum ber að sýna kröfulausan skilning á vandan- um, því að oft kemur það sjúkl- ingum úr sexual depression, sem þeir stundum ná sér annars aldrei úr. < :iiic(‘r iirosliilar. Krabbamein í blöðruhálskirtli er algengast krabbameina með- al karla í vestrænum löndum. Hér á landi er það þó í öðru sæti, 10%, en krabbamein í maga langalgengast, 30%. Við krufningu hefur fundizt krabba- mein í kirtlinum í 5% af körl- um um fimmtugt og 50—60%, þegar aldurinn er orðinn 80 ár. Meinið vex oftast út frá aftari hluta kirtilsins, og er betur, því að fyrsta greining fer oftast fram við þreifingu. Um orsakir er ekki vitað, þótt margar séu tilgáturnar. Vöxt- urinn mun þó að miklu leyti háður hormónaskiptum, enda er sú vissa notfærð, þegar til með- ferðar kemur. Náið samspil er hér á milli hormóna í heiladingl- inum, nýrnahettum, eistum og blöðruhálskirtli. Vextinum er gjarnan skipt í 4 stig, og er það í samræmi við greiningu, meðferð og horfur. I. (Latent). Krabbameinið finnst af „tilviljun", þ. e. við skoðun hjá meinafræðingum, og hefur þá kirtillinn ekki gefið uein einkenni og ekkert fundizt við venjulega skoðun. II. Afmarkaður vöxtur, sem finnst við þreifingu, en gefur engin einkenni, ekki dreifing og ekki hækkaðir súrir fosfatasar. III. Krabbameinið vaxið í gegnum hýðið (capsula), en hef- ur ekki borizt víðar. Súrir fos- fatasar ekki hækkaðir. IV. Dreifing út fyrir kirtil- inn og súrir fosfatasar hækk- aðir. Þegar greining kemur fram, er talið, að yfir 80% séu á III. og IV. stigi. Auk ofannefndrar stiggrein- ingar er einnig greind gerð frumunnar og útlit og þar með meinsins. Ef frumurnar líkjast að miklu leyti hinum eðlilegu frumum kirtilsins, er hún vel sérhæfð eða með öðrum orðum lítt illkynja. I öðru lagi, ef frumu- og vefjamynd meinsins er orðin verulega frábrugðin eðlilegum kirtilvef, er sagt, að fruman sé miðlungi sérhæfð eða miðlungi illkynja. I þriðja lagi, ef frumur meinsins og vefur eru mjög frábrugðin eða í engu lík eðlilegum kirtilvef, þá er tal- að um, að fruman sé lítt sérhæfð eða mjög illkynja. Þessi grein- ing hefur allmikil áhrif á horf- ur og meðferð sjúkdómsins. Dreifing (metastasar) verð- ur í fyrsta lagi beint út frá kirtlinum til umhverfisins og þá aðallega sæðisblöðru, upp undir þvagblöðru, kringum enda- þarm, en þó er sjaldgæft, að meinið vaxi í gegnum enda- þarmsvegginn. Meinið berst síðan með eitlabrautum og blóð- rás til fjarlægari staða. Eitla- brautirnar eru þær, sem liggja meðfram a. iliaca communis og aorta. Algengustu staðir fyrir meinvörp eru hryggurinn (lum- bal), ennfremur mjaðmargrind, kringum mjaðmarliði. Sjaldnar í mýkri vefjahluta, en þá helzt í lungu, lifur og heila. Sums staðar hefur verið sýnt fram á, að meinvörp eru fyrir hendi hjá þriðja hverjum sjúklingi, þeg- ar sjúkdómsgreining var gerð. Einkenni eru í stórum drátt- um söm og við hyperplasiu. Áberandi er mjög oft verkur framan við og aftur í endaþarm og niður í læri. Stundum leitar sjúklingur fyrst læknis vegna verkja frá meinvörpum og þá sérstaklega í mjóbakið. Blóð með þvagi er ekki eins algengt og við hyperplasiu. Greining er gerð fyrst og fremst með þreifingu gegnum endaþarm (rectal palpation). Kirtillinn er við krabbamein ósléttur, hnútóttur og mjög harður á svæðum. Stundum festur við umhverfið með hörð- um flákum. Sýni tekið (biopsi) frá mein- inu staðfestir greininguna. Það er ýmist tekið með grófri nál (Weeneman eða Vim-Silver- man), sem færð er inn í kirtil- inn fyrir framan endaþarm (perineal biopsi), eða með fínni nál (Franzén) gegnum enda- þarm (trans-rectalt). Súrir fosfatasar myndast í kirtlinitm, en einnig í mein- vörpum, og þegar um meinvörp er að ræða, eru þeir oftast hækk- aðir. Varast ber að þreifa kirt- ilinn skömmu áður en súrir fos- fatasar eru teknir, því að við það geta slík efni pressazt út í blóðið og því gert rannsókn- ina misvísandi. Röntgenrannsókn á þeim svæðum, þar sem meinvörp eru algengust, gefa að sjálfsögðu mikilvægar upplýsingar, bæði með tilliti til greiningar og með- ferðar. Meðferð er valin með hliðsjón af stigi sjúkdómsins og frurnu- gerð meinsins og að sjálfsögðu með tilliti til ástands sjúklings. Sú meðferð, sem til greina kemur, er: I. Engin á fyrsta stigi. Fylgj- ast verður reglubundið með sjúklingnum. II. Aðgerð á I. stigi, og er það sjálfgert vegna þess, að meinið finnst í kirtlinum fyrst eftir að búið er að taka hann. Á II. stigi í mjög fáum tilfellum og völdum, og er þá gerð svokölluð total prostatectomia. Þegar sjúkdómurinn veldur þvag- Framh. á bls. 39 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.