Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1973, Side 7
þar sem það nær ekki upp á
yfirborð líkamans. Þetta er þó
sjaldgæft.
Spina bifida cystica er al-
varlegri sjúkdómur. Hér er ekki
aðeins um vansköpun á hryggj-
arliðabogum að ræða, heldur
einnig á mænu og mænuhimn-
um. Á því svæði hryggjarins,
þar sem liðbogar hafa ekki
runnið saman, liggur mænan
eða leifar hennar ásamt himn-
um úti á yfirborði líkamans og
er oftast ekki einu sinni hulin
af húðinni. Við tölum um men-
ingocele, ef sekkur sá, er mynd-
ast á baki sjúklings er eingöngu
gerður úr mænuhimnum, en
MYND 2 og 3.
Sjúklingur með spina bifida og
myelomeningocele. I þessu tilfelli er
um að rseða algjöra lömun neðan við
þriðju lumbal-rætur. Flexor- og
adductor-vöðvar um mjaðmir og rétti-
vöðvar (quadriceps) um hné eru
starfandi, allir aðrir vöðvar í gang-
limum lamaðir. Þetta veldur hinni
sérkennilegu stöðu á fótleggjum, þar
sem alls ekki er unnt að rétta úr
mjöðmum né beygja í hnjám. Sjúkl-
ingur var úr báðum mjaðmarliðum.
Myelomeningocele var lolcað strax
eftir fæðingu, þá gerð „shunt“-aðgerð
vegna hydrocephalus, því næst sina-
lengingar um mjaðmir og sjúklingur
færður í mjaðmarliði, síðar gerð
osteotomia á pelvis og iliopsoas
transplantation og loks þvagleiðarar
færðir fram á kvið. Sjúklingur gengur
nú í lágum spelkum með stuðningi.
myelomeningocele, ef bæði mæn-
an og himnur hennar taka þátt
í myndun sekksins. Af þessum
ofannefndu afbrigðum eru my-
elomeningocele langalgengust.
Sharrard komst að raun um við
athugun á 608 sjúklingum með
spina bifida, að 86,5% höfðu
opin myelomeningocele, 8.4%
meningocele og 5.1% lokuð my-
elomeningocele.
Þótt ótal rannsóknir hafi ver-
ið gerðar og bent hafi verið á
mörg atriði, er gætu átt þátt í
vansköpun þessari, er skemmst
frá því að segja, að raunveruleg
orsök sjúkdómsins er óþekkt.
Margir aðilar hafa kannað tíðni
sjúkdómsins, og eru niðurstöð-
ur nokkuð misjafnar eða frá 1 á
1000 fæðingar upp í 3—4 á 1000
fæðingar.
Þeir, sem unnið hafa á barna-
deildum sjúkrahúsa um lengri
tíma, hafa ekki komizt hjá því
að verða varir við þá miklu
aukningu, er virðist hafa orðið
á sjúklingum með myelomen-
ingocele. Menn hafa því velt því
nokkuð fyrir sér, hvort hér sé
raunverulega um aukna tíðni
sjúkdómsins að ræða. Hitt er þó
líklegra, að hin mikla framför,
sem orðið hefur í meðferð þess-
ara sjúklinga, geri það að verk-
um, að þeirra verði frekar vart
á sjúkrahúsum. Við skulum nú
athuga þessa fullyrðingu dálít-
ið nánar.
Fram til ársins 1963 ríkti lít-
ill ágreiningur um meðferð
sjúklinga með myelomeningo-
cele. Sterilar umbúðir voru sett-
ar yfir sekkinn á baki sjúkl-
ings og antibiotica-meðferð
beitt, ef vart varð bakteríusýk-
ingar. Þar sem hér er raunveru-
lega um opið fleiður að ræða,
er erfitt að koma í veg fyrir
bakteríusýkingu í sekknum. Oft
vildu himnur sekksins springa
og mænuvökvi renna út. Menin-
gitis (heilahimnubólga) var því
fyrsta hættan, sem beið sjúkl-
inga þessara. Hydrocephalus
kemur fram hjá megninu af
TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 5