Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1973, Qupperneq 19

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1973, Qupperneq 19
Þorbjörg Magnúsdóttir. Þorbjörg Magnúsdóttir yfir- læknir við svæfinga- og gjör- gæzludeild Borgarspítalans. í HEILBRIGÐUM einstaklingi eru sölt og vatn í eðlilegu jafnvægi. Ef þetta jafnvægi raskast af einhverjum orsökum, verður að koma því í rétt horf aftur, ann- ars er líf og heilsa einstaklings- ins í veði. Það er talið, að vatnsmagn í líkama fullorðins manns sé um 60% af þyngd hans. I fitu er lítið sem ekkert vatn, og því feitari sem menn eru, því minna vatnsmagn í hlutfalli við þyngd. Konur, sem hafa mun meiri sub- cutan fitu en karlar, hafa því hlutfallslega minna vatnsmagn í líkama sínum, eða um það bil •50% af þyngd. f börnum og ung- börnum er líkamsvatnið allt upp í 75% af þyngdinni. Líkamsvatninu má skipta í þrennt eftir því, hvar í líkam- Rnum það er, intracellulert (frumuvatn), extracellulert, sem síðan skiptist í plasma (blóðvatn) og interstitial (vefjavatn). Heila- og mænu- vökvi, lymfa og meltingarvökv- ar tilheyra vefjavatni. Frumu- vatn er um 40% af líkams- þunga, vefjavatn um 15% og blóðvatn um 5%. Söltin í líkamsvatninu finn- ast í uppleystu formi sem smá- agnir, svokallaðar jónir, sem tengjast hver annarri eftir því, VATNS- OG SALTJAFNVÆGI LÍKAMANS hve mikla rafmagnshleðslu þær hafa á yfirborði sínu. Jónir með jákvæða hleðslu kallast kationir, þar sem þær dragast að elek- tróðu með neikvæða hleðslu (katóðu). Af þeim eru helztar natriumjón (Na+), kalíumjón (K+), kalcíumjón (Ca+ + ) og magnesíumjón (Mg+ + ). Jónir með neikvæða hleðslu kallast anionir og dragast að elektróðu með jákvæða hleðslu (anóðu). Þær eru klóríðjón (CÞ), bi- karbonatjón (HC03 + ), fosföt og eggjahvítuefni. Söltin eru mæld í grömmum (g), millimol (mmol) eða milli- eqvivalent (mEqv). Eitt gram- eqvivalent er það magn af efni í grömmum, sem jafngildir atóm- eða mólekúlþunga efnis- ins, deilt með gildi þess. T. d. er atómþungi natriums 23, gildi þess er 1 og því eqvivalentþungi 23. Eitt millieqvivalent (mEqv) er 1/1000 úr grameqvivalenti. Upplausn, sem inniheldur 1 mEqv/1, kailast lmN (milli- normal. Osmotískur þrýstingur er sá þrýstingur, sem orsakast af efni í upplausn, og er í beinu hlut- falli við fjölda smáagna í lausn- inni. Osmotísk verkun efnis kall- ast osmol eða milliosmol (mosm), sem er 1/1000 úr osm- ol. Eitt eqvivalent af eingildu efni, t. d. af Na+, hefur osmot- ískan þrýsting 1 osmol. Sé efn- ið tvígilt, eins og t. d. Ca++, þarf 2 Eqv. af því til að fá sama osmotíska þrýsting, 1 osmol. Söltin hafa mikla þýðingu við að halda uppi osmotískum þrýst- ingi í líkamsvökvunum. Þrýst- ingurinn er 294 mosm/1 plasma og sá sami í vefja- og frumu- vatni. Vatn flyzt fram og aftur, og ef osmosis hækkar á einum stað, þá flvzt vatn til þess stað- ar, þar til jafnvægi er komið á. 1 blóðvatni og vefjavatni er helzta kation Na+, 140 mEqv/1, en K+ er aðeins 4 mEqv/1. Helztu anionir eru Cl'", 101 mEqv/1 og HC03- með um 26 mEqv/1. f frumuvatni er K+ aðal-kation, 150 mEqv/1, og TAFLA I Samsetning plasma (ECF) og fmmuvökva (ICF). ECF Kationir (mEqv/1) Na+ 137—148 K+ 3.6—4.6 Ca + * 4.5—5.1 Mg + + 1.5—2.0 Anionir (mEqv/1) Cl~ 97—110 HC03- 22—26 Fosföt og súlföt 2—5 Prótein 15—19 Lífrænar anionir 3—6 ICF Kationir (mEqv/1) Na+ 10 K+ 150 Mg++ 40 Anionir (mEqv/1) HC03- 10 Fosföt og súlföt 150 Prótein 40 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 17

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.