Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1973, Side 42

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1973, Side 42
LYF KYNNT TOILAX (BISACODYL) Elín Hjartardóttir hjúkrunar- kona viS Landspítalann tók saman eftirfarandi grein um Toilax og studdist við leiðbein- ingabæklinginn um „Toilax- metoden“ frá lyfjafyrirtækinu Erco. ToiLAX-hreinsunarmeðferðin er ný, áhrifarík, hreinleg og auð- veld hreinsunarmeðferð, sem er sérstaklega ætluð til hreinsunar á sjúklingum, sem eiga að fara í röntgenrannsóknir. E fnasamsetning: Bisacodyl (bis (4-acetoxyphenyl) — 2 — pyridylmethan) er hvítt krist- allað duft, lyktar- og bragðlaust. Duftið er óuppleysanlegt bæði í vatni og lútarsöltum (alkal), en leysist aftur á móti upp í mín- eralsýrum og ýmsum lífrænum uppleysingaefnum. Eiginleilcar: Eftir margar lyfjafræðilegar rannsóknir hef- ur komið fram, að bisacodyl reynist vera mjög áhrifaríkt og auk þess algjörlega laust við eit- ur. Ein tafla inniheldur 5 mg bisacodyl og er húðuð með efni, sem magasýrurnar geta ekki leyst upp, og þar af leiðandi meltast Toilaxtöflurnar ekki í maganum. Hreinsandi árangur næst því ekki fyrr en töflurnar komast í beina snertingu við slímhimnu ristilsins. Toilaxtúpa inniheldur alls 10 mg bisacodyl og hefur bæði hreinsandi og smyrjandi áhrif. Ef Toilaxtöflurnar eru tekn- ar inn að kvöldi til, verka þær eftir ca. 8—10 tíma. En séu þær teknar inn á fast- andi maga að morgni til, verka þær eftir ca. 5 tíma. Toilaxtúpur: Áhrif koma venjulega fram eftir 5—15 mín. Toilaxhreinsunarmeðferðina má nota við hvers konar obsti- pation: Til að auðvelda hægðir hjá sjúklingum með hæmorrh- oida og anal fissurur, svo og fyr- ir og eftir uppskurði, fyrir rec- toscopi og proctoscopi og fyrir röntgenrannsóknir. Aukaverkanir eru sjaldgæfar, en þó hefur í einstaka tilfellum komið fram ógleði og maga- verkir. ERCO-lyfjafyrirtækið, sem framleiðir Toilax, mælir með eftirfarandi skömmtum: Obstipation: Byrjið meðferðina með 1 túpu af Toilax. Gefið síð- an 1—2 töflur Toilax að kvöldi til og 1 túpu Toilax að morgni í 4—5 daga. Gefið síðan ein- göngu Toilaxtúpu að morgni í 4—5 daga. Eftir röntgenrannsóknir: Til að fyrirbyggja, að bariumkontrast orsaki obstipation, má gefa sjúklingi 1 túpu af Toilax eftir röntgenrannsóknina. Obstipation hjá börnum: 0—3 ára: ýo Toilaxtúpa eftir þörfum. 3—6 ára: 1 Toilaxtúpa eftir þörfum. 6—12 ára: 1 tafla Toilax að kvöldi og 1 Toilaxtúpa að morgni. Athugið: Færið aðeins helming túpunnar inn i endaþarm á börnum. Fyrir rectoscopi og proctoscopi: 1 Toilaxtúpa í endaþarm 30— 60 mín. fyrir rannsóknina. Fyrir röntgenrannsóknir: Dag- inn fyrir ætlaða rannsókn fær sjúklingurinn samtals 4 töflur Toilax (gefnar eru 2 töflur kl. 8 eða 12 og svo 2 töflur kl. 18 eða 22), og að morgni rannsókn- ardags fær sjúklingurinn 1 túpu Tcilax í endaþarm. Klinískar rannsóknir gerðar í Röntgendeild Lasarettets í Lundi, Svíþjóö, á samtals 1221 sjúklingi. Röntgendeildin hafði á 10 mánuðum reynt Toilaxhreinsun- armeðferðina í sambandi við hreinsun á ristli fyrir röntgen- myndatökur. Sú aðferð, sem ver- ið var að leita að, átti að vera ódýr, auðveld, árangursrík og valda sjúklingnum sem minnst- 36 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.