Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1973, Page 21
tapast um 80 mEqv. á sólar-
hring. 1 gegnum glomeruli sí-
ast um 2400 mEqv af natríum
á sólarhring, en af því resorb-
erast um 99.5% aftur í tubuli,
svo að eftir stendur um 80 mEqv
á sólarhring. Skemmdir á tubuli
geta valdið miklu natríumtapi.
Sé skortur á natríum í líkaman-
um, geta heilbrigð nýru haldið
því eftir, og er þetta eitt af mik-
ilvægum verkefnum nýrnanna.
Hormón frá nýrnahettum, ald-
osteron, hefur áhrif á natríum
retention nýrnanna. Serum nat-
ríum hækkar við aukna fram-
leiðslu af aldosterini, sést t. d.
við sum æxli í nýrnahettum.
Natríumskortur.
Orsakir:
1) Ef natríum tapast í auknum
mæli:
a) við svita, í heitu loftslagi,
við háan líkamshita eða
við hyperhydrosis,
b) við uppsölu, tap á maga-
vökva um fistla eða gegn-
um magaslöngu,
c) með þvagi, t. d. við Addi-
sons-sjúkdóm eða við
krónískar nýrnabólgur, í
diuretískum fasa við akut
nýrnafeil (akut renal
failure) og við meðferð
með diuretika,
d) við diarrhoea af ýmsum
ástæðum.
2) Ef sjúklingur fær of lítið
natríum, t. d. vegna sjúk-
dóma í vélinda, eftir aðgerð-
ir eða í sambandi við með-
ferð á hjartasjúkdómi.
Einkenni um natríumskort
líkjast einkennum um vatns-
skort: mikill þorsti, slappleiki,
hypotension, sinnuleysi, sljó-
leiki, yfirlið og að lokum dauði,
ef 33—50% af vefjavatni tapast.
Natríumeitrun (Hypernat,-
>'æmia).
Orsakir:
1) Óhóflega mikið natríum tek-
ið inn, eða gefið i. v., sem
isotonískar eða hypertonísk-
ar saltupplausnir.
2) Sjúklingur getur ekki skilið
út natríum, t. d. við Cuch-
ings syndrom, langvarandi
cortison-lyfjagjafir, eða eft-
ir heilaskaða eða við æxli í
hypothalamus eða heila-
stofni.
Helztu einkenni eru bjúgur,
einkum í lungum, sljóleiki,
sinnuleysi og meðvitundarleysi.
Kalíum er mest að magni í
frumunum, eða um 150 mEqv/1,
en í plasma aðeins um 4—5
mEqv/1. 1 magavökva er um tíu
sinnum meira kalíum en í
plasma. Heildarkalíummagn lík-
amans er um 140 g, af því um
98% í frumunum. Breytingar á
kalíumjafnvægi hafa því mikil
áhrif á starfsemi frumanna.
Nýrun geta ekki haldið eftir
kalíum á sama hátt og natríum,
þegar um kalíumskort er að
ræða, en geta þó skilið út þvag
með lægra kalíuminnihaldi en
ella. Við kalíumskort lækkar
kalíumútskilnaður niður í 8
mEqv á sólarhring. Lágmarks-
kalíumþörf reiknast um 20—40
mEqv daglega, það samsvarar
1.5—3 g af KCl. Kalíumútskiln-
aður í þvagi eykst við það að
gefa lyf, eins og ACTH, corti-
son, PAS, Hg-diruetika, Diam-
ox, furosemid, thiazid og etak-
rinsýru.
Kalíum-skortur:
Orsakir:
1) Vegna sjúkdóma í vélinda,
svo sem cancer eða strikt-
urur, vegna meðvitundar-
leysis, eða eftir aðgerðir.
2) Tapast í auknum mæli með
þvagi, t. d. við króníska
nýrnasj úkdóma, við cortison-
lyfjameðferð, við diuretika
meðferð, við asprin-eitrun
o. fl.
3) Tapast með hægðum við
sjúkdóma, sem valda diarr-
hoea.
4) Tapast við uppsölu, aspira-
tion á maga- og garnainni-
haldi, með fistlum og ileos-
tomi.
Kalíumskortur veldur trufl-
unum á starfsemi tauga- og
vöðvavefs. Veldur atonia á slétt-
um vöðvum, þar af leiðandi
ógleði, uppköst og garnalömun,
einnig slappleika og hypotoni á
útlimavöðvum, en alvarlegust
eru áhrif þess á hjartavöðvann.
Við hypokalæmi sést á EKG
hraður púls, háir P-takkar,
lækkað S-T-bil, bifasískir eða
negatífir T-takkar. Hypokalæmi
eykur á eiturverkanir digitalis-
lyfja.
Kalíumeitrun (Hyperkalæmia),
Orsakir:
1) Kalíumútskilnaður með
þvagi minnkar:
a) oliguria eða anuria af
ýmsum sökum,
b) krónískir nýrnasjúkdóm-
ar,
c) Addisons-sjúkdómur.
2) Aukið niðurbrot á eggja-
hvítuefnum, svo sem eftir
slys og ýmsa sjúkdóma.
3) Of mikið gefið af kalíum.
Einkum hætta á því við
króníska nýrnasjúkdóma.
Einkenni eru áhugaleysi, rugl,
dofi í útlimum, hægur púls,
óreglulegur hjartsláttur og
hjai-tablokk. Á EKG sjást háir
og hvassir T-takkar, lengt P—
Q, arrythmiur og að lokum
hjartastopp.
Magnesium er 1.5—2.0 mEqv
/1 í plasma, en um 98% af heild-
armagni þess skiptist á milli
beina og frumuvatns. Magnes-
íum finnst í öllum mat, en mest
í grænmeti og kjöti. Dagleg þörf
er áætluð um 20 mEqv, en lág-
marksþörf aðeins um 1 mEqv á
dag.
Magnesiumskortur (Hypo-
magnesemi) er mjög sjaldgæf-
Framh. á bls. 39.
TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 19