Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1975, Blaðsíða 8

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1975, Blaðsíða 8
Það eru, yfirleitt hjartasjúklinga/mir sem valda mér mestum áhyggjum. 6 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS unni svo að sem best fari um hann. Síðan er ekið af stað til Egilsstaðaflugvallar og tekur ferðin venjulega 1 klst. Ef færð- in er ekki góð tekur ferðin lengri tíma en þá hefur bílstjór- inn talstöðvarsamband við flug- völlinn og lætur vita að ferð- inni seinki. Oftast er maður feginn að komast í loftið og vita að nú líður rúmlega klukku- stund þar til flugvélin lendir á Reykjavíkurflugvelli og sjúkra- bíll bíður tilbúinn, rúm á sjúkrahúsinu uppbúið og marg- ar öruggar hendur til þess að hlynna að hinum sjúka. En fyrir kemur, þegar komið er í menninguna og ætlunin að snyi-ta sig svolítið, að bæði tann- burstinn og hárgreiðan hafa gleymst heima, en litlu skiptir og haldið er heim með næstu flugvél. Heimahj úkrun er með skemmtilegri þáttum starfsins. Oftast eru sjúklingarnir gam- alt fólk sem vill helst vera sem lengst heima hjá sér og sínum. Þessir sjúklingar eru alltaf mjög þakklátir og ánægðir með alla þá hjúkrun sem þeim er veitt og ekki hvað síst ef tím- inn leyfir að stoppa smástund til þess að spjalla. Það virðist oft ekki vera minnsta hjúkr- unin. Erfitt virðist að fá lækna til þess að vera lengi í héruðum landsins. Sem dæmi má nefna að á tímabilinu frá ágúst til 15. desember 1973 voru 10 læknar og læknanemar starfandi á Eskifirði. Stundum líður dálít- ill tími milli þess sem læknar eru og verður þá heilsugæslu- hjúkrunarkonan að gera sitt besta. Hún er þá eini starfs- krafturinn við heilsugæslustöð- ina auk stúlku, stundum hjúkr- unarkonu, sem sér um lyfjaaf- greiðslu 3 klst. á dag. Heilsu- gæsluhjúkrunarkonan hefur þá ákveðna viðtalstíma og er tengi - liður milli fólksins og lækna í öðrum héruðum í gegnum síma. Landlæknir bendir á lækna til að ræða við og fá þjónustu hjá. Oftast eru þetta læknar í Nes- kaupstað og Egilsstöðum og eru þessir menn alltaf jafn við- ræðugóðir og hjálpfúsir ef með þarf. Ef slys eða eitthvað alvar- legt ber að höndum verðui heilsugæsluhjúkrunarkonan að ráða fram úr vandanum og koma sjúklingi á sjúkrahús, samkvæmt viðtali við lækni. Áð- ur en símaþjónustan tók að starfa allan sólarhringinn varð heilsugæsluhj úkrunarkonan stundum að taka sínar eigin ákvarðanir um sjúklinginn og fá hann fluttan með sjúkrabíl, snjóbíl, flugvél eða varðskipi eftir því sem best þótti hverju sinni. Þegar læknislaust er hef- ur heilsugæsluh j úkrunarkonan umsjón með lyfjasölu og er á staðnum meðan afgreiðsla fer fram. Að endingu vildi ég segja að heilsugæsluh j úkrunarkonan er nauðsynlegur starfskraftur og mætir alls staðar hlýhug og velvilja fólksins. □
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.