Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1975, Blaðsíða 37

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1975, Blaðsíða 37
iniiiiiiiiiMiimi 1 þessu 36 m2 herbergi er unnið úr u. þ. b. 30.000 sýnum árlega. Þama vinna 10—12 manns frá kl. 8 að morgni fram eftir degi, en til að fá sem best yfirlit yfir vinnuborð, áhöld og várulager var fátt starfsfólk haft með á myndinni. Sé þvegið með sápu verður að gæta þess að þvo hana vandlega af með dauðhreins- uðu vatni áður en sýni er tekið. Ef konur eru með út- ferð frá vagina eða tíða- blæðingar er best að stinga „tampoon“ upp í vagina áð- ur en þvagsýnið er tekið. Hjá karlmönnum og pilt- börnum nægir að þvo fremsta hluta penis áður en sýni er tekið. 2) MiSbunuþvag. Undirbúning- ur er sá sami og við að taka þvag beint en sjúklingi sagt að byrja að kasta þvagi áð- ur en hann tekur sýnið, þannig að fyrsta bunan komi ekki með í sýnið. Þessi að- ferð er betri en að taka sýni beint þar eð mengun frá femsta hluta þvagrásar verð- ur minni með þessu móti. 3) Þvagleggsþvag. Til undir- búnings er þvagrásarop og umhverfi þvegið með sótt- hreinsandi vökva og/eða dauðhreinsuðu vatni og síð- an lagður þvagleggur upp í blöðru. Með þessari aðgerð er lítil hætta á að sýnið mengist gróðri frá þvagrás og umhverfi, en töluverð hætta á að sá gróður berist upp í blöðruna og valdi sýk- ingu þar á eftir. Þessi að- ferð við töku þvagsýna hef- ur nú að mestu verið lögð niður en var algeng á tíma- bili fram undir miðjan síð- asta áratug er menn upp- götvuðu galla hennar. Sé sjúklingur með inniliggj- andi þvaglegg er sýni að sjálfsögðu tekið gegnum hann. Ef sýni er tekið úr þvagpoka sem leggurinn tæmist í má búast við að það gefi ranga hugmynd um bakteríumagn í blöðru vegna þess hve ört bakteríum fjölg- ar í slíkum pokum. 4) Pokaþvag. Hjá ungbörnum eru húð og slímhúð kring- um þvagrásarop þvegin vandlega með dauðhreinsuðu vatni og síðan límdur plast- poki á barnið sem tekur við bununni þegar hún kemur. Þessi aðferð hefur þann galla að sýnið blandast allt- af gróðri af húð og verður hann því ríkulegri sem pok- inn liggur lengur á barninu eftir að þvagið er komið í hann. Bakteríufjöldi í þvagi getur tvöfaldast á 20 mín. fresti við 28°—37°. Þarf því að aðgæta pokann með stuttu millibili þegar slík sýni eru tekin. Pokan skal síðan tæma í dauðhreinsað ílát með því að klippa af annað neðra horn hans. TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.