Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1975, Blaðsíða 26

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1975, Blaðsíða 26
Yfirlýsing stjórnar B.S.R.B. í tilefni af alþjóðlegu kvennaári Bsrb vill stuðla að því á alþjóðlega kvennaár- inu að efla skilning og viðurkenningu félaga sinna og allra landsmanna á fjölþættu vanda- máli og hvetja til baráttu fyrir nýjum viðhorf- um og breytingum sem tryggja fullkomið jafn- rétti karla og kvenna á öllum sviðum þjóðfélags- ins. Kvennaárið er baráttuár fyrir sköpun jafnr- ar aðstöðu beggja kynja og til að vinna að end- urskoðun aldagamalla hugmynda um verkaskipt- ingu eftir kynjum, þar sem m. a. verði lögð aukin áhersla á hlutverk föður í uppeldi og heim- ilishaldi, og að þjóðfélagið skapi aðstöðu til virkrar þátttöku beggja foreldra í atvinnu- og félagsmálum. Á sviði atvinnulífs og menntunar verði ekki látið sitja við jafnréttisyfirlýsingar og laga- ákvæði ein saman um jöfn laun, heldur leitast við að breyta ríkjandi misréttishefð í námsvali og starfsskiptingu á vinnustað, og haga ber starfi og skóla og annarra uppeldisstofnana svo, að báðum foreldrum verði auðveldað að sinna uppeldishlutverki sínu samhliða atvinnu sinni. Viðurkenna ber gildi sívaxandi hlutdeildar kvenna í atvinnulífi og þjóðfélaginu, bæði vegna aukinnar verðmætasköpunar svo og vegna þess, að raunveruleg jafnréttisaðstaða kynjanna m. a. með fullum pólitískum og lagalegum réttind- um kvenna mun leiða til bættra sambúðarhátta milli einstaklinga, hópa og þjóða. Við viljum af heilum hug taka undir kjörorð Sameinuðu þjóðanna á alþjóðlega kvennaárinu JAFNRÉTTI — FRAMÞRÓUN — FRIÐUR Einstökum verkefnum verða ekki gerð tæm- andi skil í ávarpi þessu, en við viljum beina athygli að nokkrum atriðum. — Námi í skólum sé hagað á sama veg hjá pilt- um og stúlkum. — Unglingar af báðum kynjum fái að kynnast öllum greinum atvinnulífsins. — Karlar og konur hafi ætíð jafnan rétt og beri einnig jafnar skyldur sem einstakling- ar, foreldrar og þjóðfélagsþegnar. — Leitast verði við að tryggja jafna aðild beggja kynja í ákvörðunum og stefnumótun innan fjölskyldunnar og á vettvangi hér- aðsmála, landsmála og alþjóðlegra samskipta. — í atvinnulífinu fari fram endurmat á fyrir- vinnuhugtakinu og afnumin verði mismun- un starfsskiptingar eftir kynj um og sá launa- mismunur kynja sem nú ríkir. — Félagsleg aðstaða og réttindi séu ætíð mið- uð við báða foreldra. Gildi þetta um heim- ilisaðstoð vegna veikinda barna, leyfi á full- um launum fyrir foreldra vegna barnsburð- ar konu og heimilisstarfa í því sambandi, vistun á dagheimilum, leikskólum og skóla- dagheimilum o. fl. — Foreldrar í föstu starfi skuli eiga þess kost að vinna hluta úr starfi tímabundið eða fá leyfi frá störfum í allt að tvö ár vegna ungra barna sinna. — Veigamikið atriði, sem ásamt öðrum stuðl- ar að jafnari þjóðfélagsaðstöðu í fram- kvæmd, er að skapaðir séu á aðgengilegan hátt möguleikar til endurhæfingar í störf- um, viðbótarmenntunar og starfsþjálfunar á sem flestum sviðum atvinnulífsins. AÐALFUNDUR HFÍ FulltrÚar svæðisdeilda á aðalfund Hjúkrunar- félags Islands 1975, samkv. félagaskrá 1. jan. 1975: Reyk j avíkursvæði 875 félagar 18 fulltrúar Vesturlandssvæði 32 — 1 fulltrúi Vestfj arðasvæði 33 — 1 fulltrúi Norðurlandssvæði 28 — (deild óst.) Akureyrarsvæði 90 — 2 fulltrúar Austurlandssvæði 20 — 1 fulltrúi Suðurlandsdeild 27 — 1 fulltrúi Vestmannaeyjadeild 17 — 1 fulltrúi Suðurnesjadeild 17 — 1 fulltrúi Rétt til setu á aðalfundi með atkvæðisrétti hafa auk kjörinna fulltrúa: Stjórn HFl, for- menn eða varaformenn allra svæðis- og sér- greinadeilda innan HFÍ, 1 fulltrúi trúnaðar- ráðs og ritstjóri Tímarits HFÍ. Með aðalfundartilkynningu mun stjórn HFl senda stjórnum svæðisdeildanna tilkynningu um það, hve marga fulltrúa hvert svæði eigi að kjósa á aðalfund. Stjórn hverrar svæðisdeildar lætur fara fram kosningu fulltrúa og vai'afull- trúa. Kjörtímabil er 4 ár. Frá skrifstofu HFl. 24 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSL.4NDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.