Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1975, Page 26

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1975, Page 26
Yfirlýsing stjórnar B.S.R.B. í tilefni af alþjóðlegu kvennaári Bsrb vill stuðla að því á alþjóðlega kvennaár- inu að efla skilning og viðurkenningu félaga sinna og allra landsmanna á fjölþættu vanda- máli og hvetja til baráttu fyrir nýjum viðhorf- um og breytingum sem tryggja fullkomið jafn- rétti karla og kvenna á öllum sviðum þjóðfélags- ins. Kvennaárið er baráttuár fyrir sköpun jafnr- ar aðstöðu beggja kynja og til að vinna að end- urskoðun aldagamalla hugmynda um verkaskipt- ingu eftir kynjum, þar sem m. a. verði lögð aukin áhersla á hlutverk föður í uppeldi og heim- ilishaldi, og að þjóðfélagið skapi aðstöðu til virkrar þátttöku beggja foreldra í atvinnu- og félagsmálum. Á sviði atvinnulífs og menntunar verði ekki látið sitja við jafnréttisyfirlýsingar og laga- ákvæði ein saman um jöfn laun, heldur leitast við að breyta ríkjandi misréttishefð í námsvali og starfsskiptingu á vinnustað, og haga ber starfi og skóla og annarra uppeldisstofnana svo, að báðum foreldrum verði auðveldað að sinna uppeldishlutverki sínu samhliða atvinnu sinni. Viðurkenna ber gildi sívaxandi hlutdeildar kvenna í atvinnulífi og þjóðfélaginu, bæði vegna aukinnar verðmætasköpunar svo og vegna þess, að raunveruleg jafnréttisaðstaða kynjanna m. a. með fullum pólitískum og lagalegum réttind- um kvenna mun leiða til bættra sambúðarhátta milli einstaklinga, hópa og þjóða. Við viljum af heilum hug taka undir kjörorð Sameinuðu þjóðanna á alþjóðlega kvennaárinu JAFNRÉTTI — FRAMÞRÓUN — FRIÐUR Einstökum verkefnum verða ekki gerð tæm- andi skil í ávarpi þessu, en við viljum beina athygli að nokkrum atriðum. — Námi í skólum sé hagað á sama veg hjá pilt- um og stúlkum. — Unglingar af báðum kynjum fái að kynnast öllum greinum atvinnulífsins. — Karlar og konur hafi ætíð jafnan rétt og beri einnig jafnar skyldur sem einstakling- ar, foreldrar og þjóðfélagsþegnar. — Leitast verði við að tryggja jafna aðild beggja kynja í ákvörðunum og stefnumótun innan fjölskyldunnar og á vettvangi hér- aðsmála, landsmála og alþjóðlegra samskipta. — í atvinnulífinu fari fram endurmat á fyrir- vinnuhugtakinu og afnumin verði mismun- un starfsskiptingar eftir kynj um og sá launa- mismunur kynja sem nú ríkir. — Félagsleg aðstaða og réttindi séu ætíð mið- uð við báða foreldra. Gildi þetta um heim- ilisaðstoð vegna veikinda barna, leyfi á full- um launum fyrir foreldra vegna barnsburð- ar konu og heimilisstarfa í því sambandi, vistun á dagheimilum, leikskólum og skóla- dagheimilum o. fl. — Foreldrar í föstu starfi skuli eiga þess kost að vinna hluta úr starfi tímabundið eða fá leyfi frá störfum í allt að tvö ár vegna ungra barna sinna. — Veigamikið atriði, sem ásamt öðrum stuðl- ar að jafnari þjóðfélagsaðstöðu í fram- kvæmd, er að skapaðir séu á aðgengilegan hátt möguleikar til endurhæfingar í störf- um, viðbótarmenntunar og starfsþjálfunar á sem flestum sviðum atvinnulífsins. AÐALFUNDUR HFÍ FulltrÚar svæðisdeilda á aðalfund Hjúkrunar- félags Islands 1975, samkv. félagaskrá 1. jan. 1975: Reyk j avíkursvæði 875 félagar 18 fulltrúar Vesturlandssvæði 32 — 1 fulltrúi Vestfj arðasvæði 33 — 1 fulltrúi Norðurlandssvæði 28 — (deild óst.) Akureyrarsvæði 90 — 2 fulltrúar Austurlandssvæði 20 — 1 fulltrúi Suðurlandsdeild 27 — 1 fulltrúi Vestmannaeyjadeild 17 — 1 fulltrúi Suðurnesjadeild 17 — 1 fulltrúi Rétt til setu á aðalfundi með atkvæðisrétti hafa auk kjörinna fulltrúa: Stjórn HFl, for- menn eða varaformenn allra svæðis- og sér- greinadeilda innan HFÍ, 1 fulltrúi trúnaðar- ráðs og ritstjóri Tímarits HFÍ. Með aðalfundartilkynningu mun stjórn HFl senda stjórnum svæðisdeildanna tilkynningu um það, hve marga fulltrúa hvert svæði eigi að kjósa á aðalfund. Stjórn hverrar svæðisdeildar lætur fara fram kosningu fulltrúa og vai'afull- trúa. Kjörtímabil er 4 ár. Frá skrifstofu HFl. 24 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSL.4NDS

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.