Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1975, Blaðsíða 43

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1975, Blaðsíða 43
Stjórnarkjör HFÍ Björg Ólafsdóttir. Sigríður Einvarðsd. María Gísladóttir. Helga Snæbjömsd. Samkvæmt félagslögum á að kjósa tvo stjórnarmeðlimi á næsta aðalfundi en Magdalena J. Búadóttir og Margrét Jó- hannsdóttir ganga úr stjórn. Til stjórnarkjörs hafa verið tilnefndar Björg Ólafsdóttir og Sigríður Einvarðsdóttir. Samkvæmt félagslögum (14. gr.) teljast þær réttkjörnar til næstu fjögurra ára, án at- kvæðagreiðslu, þar eð fleiri voru ekki tilnefndir. 1 varastjórn María Gísla- dóttir, en hún gaf kost á sér til endurkjörs, og Helga Snæ- björnsdóttir. Þær teljast einnig réttkjörnir varamenn til næstu fjögurra ára án atkvæðagreiðslu þar sem fleiri tilnefningar bár- ust heldur ekki um varastjórn. Helga var tilnefnd í stað Guð- rúnar Marteinsson sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Aðalfundur félagsins verður haldinn laugardaginn 10. maí n.k. Nánar auglýst síðar. Lög lljúkrunarfélags Íslands. 14. gr. Fjórum mánuðum fyrir að- alfund skipar stjórn félagsins 3 félaga í nefndanefnd (upp- stillingarnefnd og 3 félaga í kjörstjórn. Nefndanefnd (uppstillingarnefnd) tekur við tilnefningu um stjórn- endur og sér um undirbúning stjórnarkosningar. Berist fleiri tilnefningar um stjórnendur en kjósa á hverju sinni, skal fara fram skrifleg leynileg kosning. Kjörstjórn skal þá senda at- kvæðaseðla öllum félögum utan Reykjavíkur, Seltjarnarness, Kópavogs, Garðahrepps og Hafnarfjarðar, um leið og aðal- fundur er boðaður. Gætir kjör- stjórn þess, að svo sé frá þeim gengið, að full leynd verði með kosningunni. Félagar, sem seðla hafa fengið, endursenda þá til kjörstjórnar, áður en kjörfundi lýkur, en hann skal halda degi fyrir aðalfund. Skal kjörfundur standa yfir minnst 10 klst. og vera boðaður um leið og aðal- fundur. Skulu minnst 2 aðilar, sem sæti eiga í kjörstjórn, vera á kjörfundi, meðan kosning stendur yfir. Séu eigi fleiri tilnefndir í fé- lagsstjóra en kjósa á,teljast þeir rétt kjörnir til næstu fjögurra ára, án atkvæðagreiðslu. Kjöri stjórnenda skal lýst á aðalfundi. Stjórnin ræður starfsmenn og ritstjóra og ákveður þeim laun. Heimilt er félagsstjórn að skipa nefndir, er hafi með hönd- um ákveðin verkefni. TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.