Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1975, Blaðsíða 33

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1975, Blaðsíða 33
Nýi hjúkrunarskólinn brautskráir fyrstu nemendur sína Nemendur skólans, 21 ljósmóð- ir, luku prófi í hjúkrunarfræð- um. Brautskráningin fór fram við hátíðlega athöfn í Borgar- spítalanum 23. nóvember 1974. Skólastjórinn, María Péturs- dóttir, sagði m. a. í ræðu sinni: ,,Við komum hér saman í dag til að brautskrá fyrstu hjúkr- unarkonurnar frá Nýja hjúkr- unarskólanum og samfagna þeim. ... Þessar ljósmæð- ur sýndu lofsverðan áhuga þeg- ar þær sóttu um að fá skipulagt; fyrir sig sérstakt hjúkrunar- nám sem væri í samræmi við gildandi kröfur um hjúkrunar- menntun þó að námstími yrði styttur með tilliti til undirstöðu- náms þeirra. Til stuðnings málstaðnum áttu ljósmæðurnar góða máls- svara þar sem voru forráðamenn Ljósmæðraskóla Islands, skóla- stjórinn Pétur Jakobsson og yf- irlj ósmóðirin Kristín Tómas- dóttir, að ógleymdum læknun- um, þeim dr. Gunnlaugi Snæ- dal, Gunnari Biering og Jóm Hannessyni, sem af velvilja og skilningi sóttu þetta mál nokk- uð fast. Af hálfu Hjúkrunar- skóla íslands var skólastjórinn, Þorbjörg Jónsdóttir, í farar- broddi þeirra er vildu sem best greiða götu umsækjenda. Góðar undirtektir heilbrigðis- og tryggingarmálaráðuneytisins voru gleðiefni, en það láir okk- ur víst enginn þótt við teljum að málið hafi verið auðsóttara, vegna þess að hjúkrunarstéttin átti þar þá þegar sinn ágæta fulltrúa, Ingibjörgu R. Magn- úsdóttur, sem nú er deildarstjóri í ráðuneytinu. Hún var formað- ur undirbúningsnefndar, lagði María Pétursdóttir, skólastjóri. mikla vinnu í allt undirbúnings- starfið, gerði góðan samanburð á námsefni í þessum tveimur fyrrnefndu skólum og hóf skipulagsvinnu. Nokkur tími þarf oft að líða til þess að glögg yfirsýn fáist yfir gildi stefnubreytinga, en von- andi og vafalaust eiga þessir framangreindu stuðnings- og hvatamenn eftir að sjá mikil- vægi þessarar tilraunar í hjúkr- unarmenntunarmálum og nokk- ur stéttarsamruni yrði heil- brigðisþjónustunni tvímæla- laust fengur, ekki hvað síst í strjálbýli. Þegar þessi hópur tekur svo saman höndum við þær hjúkrunarkonur sem lokið hafa námi við Ljósmæðraskóla íslands og ljósmæður með hjúkrunarpróf frá Hjúkrunar— skóla íslands um að stofna sér- deild í Hjúkrunai’fél. íslands, er sennilegt, ef einhver dugur verður í þeirri deild, að hún láti ekki afskiptalaus í framtíðinni námstilhögun, hlutskipti og hlut- verkaskipan þessara tveggja náskyldu starfshópa. . . . Ljósmæður hófu hjúkrunar- nám þ. 8. október 1972 og hef- ur Reykjavíkurborg látið í té húsnæði í Grensásdeild eða end- urhæfingardeild Borgarspítal- ans allan þann tíma sem hjúkr- unarnám þessara ljósmæðra hefur staðið yfir. Kunnum við forráðamönnum bestu þakkir fyrir að hafa alltaf reynt að leysa vanda okkar á sem hag- kvæmastan hátt. Það var rúmt um okkur til að byrja með, einar í húsinu með smiðunum, þótt kennslu- húsnæðið væri ekki beinlínis í samræmi við nýjustu kröfur enda varla von þar eð bygging- arframkvæmdir voru skammt á veg komnar. Ljósmæðrahópur- inn hafði bestu hæfileika til að aðlagast hita- og kuldasveiflum í húsinu og möglunarlaust var leitað að einstigum á myrkum vetrarmorgnum til þess að kom- ast yfir fen og skurði. En það gleður okkur mjög, þegar við nú skiljum, að steyptar gang- brautir og sléttir vellir liggja að húsinu og starfslið og sjúkl- ingar njóta útsýnisfegurðar frá notalegum og litfögrum vistar- verum. Smám saman fjölgaði sam- býlismönnunum og er ljúft að minnast þess að engan skugga hefur borið á sambýlið og hef- ur yfirhjúkrunarkonan, yfir- læknirinn og allt starfsfólkið ávallt verið reiðubúið til að reyna samkomulagsmöguleika og báðir aðilar orðið þá að þrengja að sér til að vel færi.“ I ræðulok þakkaði skólastjóri Fravih. á bls. 36. TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.