Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1975, Blaðsíða 19

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1975, Blaðsíða 19
sclerotiskan Parkinsonismus. Mælingar á Dopamini í blóði og HVA í mænuvökva benda til þess að þyldu hinir eldri og þeir arteriosclerotisku sama skammt af lyfinu og þeir yngri gera myndi árangurinn af meðferð- inni vera nokkuð sá sami hjá öllum þessum hópum.4 Einstaka Parkinson sjúklingar sýna und- arlega svörun við L-Dopa. Þeir vakna á hverjum morgni með öll sín Parkinson einkenni sem væru þeir alveg ómeðhöndlaðir, taka síðan sitt L-Dopa og ein- kenni hverfa á V2—1 klst. eins og dögg fyrir sólu og er svo meðan áhrif inntökunnar duga eða u. þ. b. 6 klst. Þessir sjúkl- ingar taka því 500 mg af L- Dopa á 4—6 tíma fresti og hald- ast þannig góðir allan daginn. Rannsóknir á mænuvökva sýna mikið af HVA 4 klst. eftir lyfja- gjöf en nær ekkert 8 klst. eftir lyfjagjöf. Þetta er nefnt on-off fyrirbrigði.5 Venjan er hins vegar sú að ekki sést lækkun á HVA í mænuvökva fyrr en li/> —2 sólarhringum eftir að lyfja- gjöf er hætt og eru þá sjúkling- ar u. þ. b. að fá einkenni sín að nýju. Reynt hefur verið að auka þol gegn lyfinu og þar með hærri hámarksskammt með því að gefa það í smærri skömmtum hverju sinni og auka það hæg- ar. Það hefur sýnt sig að þessi aðferð dugar ekki. Aukaverk- anirnar koma áfram við jafn- stóran heildarskammt og aukið þol fæst ekki með þessu móti.2 Tæplega er fullreynt hvort L-Dopa hefur áhrif eða ekki, fyrr en það hefur verið tekið í a. m. k. 3 eða jafnvel 6 mán- uði. Hins vegar má hafa það til marks að ef enginn árangur er augljós í upphafi, þegar há- marksskammti er náð, þá er ósennilegt að sjúklingurinn fái verulegan bata af lyfinu, þótt því sé haldið áfram í 3—6 mán- uði og jafnvel reynt í heilt ár. Þá er og lítill munur á þeim bata sem kominn er eftir sex mánuði og þeim, sem greindur verður eftir eins árs notkun.3 Enn er ekki ljóst hvort L- Dopa getur stöðvað framvindu Parkinson sjúkdómsins. Raunar sýnist hið gagnstæða vera uppi á teningnum, en vísbending er þó um það að ef hægt er að gefa lyfið í nægjanlegu magni (sem er nokkuð óviss stærð) geti það verulega tafið fram- vindu sjúkdómsins. En enn sýna athuganir að sjúkdómurinn vinnur á meðferðinni, ef svo má að orði komast.3 Þunglyndi er svo algengt ein- kenni í Parkinson sjúkdómi að það virðist næstum vera hluti af sjúkdómnum. L-Dopa er ekki ráðlegt gegn þunglyndi almennt séð, en þetta gildir ekki þegar þunglyndið er hluti af Parkin- son sjúkdómnum. Raunar lag- ast slíkt þunglyndi í upphafi eins og önnur einkenni Parkin- sons sjúkdómsins við L-Dopa meðferð. En hins vegar er það svo að ein þeirra auka- verkana sem koma fram seint af L-Dopa notkun, jafnvel eftir ára notkun, er einmitt þung- lyndi og er talið líklegt að það stafi af því að efnið 5-hydroxy- tryijtamine nái ekki að mynd- ast í heilum þessara sjúklinga, en efni þetta verður til með decarboxylation á 5-hydroxy- tryptophan, en við L-Dopa notk- un er hugsanlegt að allur decar- boxylasinn, sem til staðar er, fari í ummyndun L-Dopa í Dopamine.7' 8 Hið nýjasta sem fram hefur komið í sambandi við meðferð á Parkinson sj úkdómi er lyf sem hér gengur undir heitinu Mado- par. Lyf þetta inniheldur L- Dopa ásamt efni sem hindrar verkun decarboxylasa. Er 1 hluti þessa efnis (l-DL-seryl-2- 2, 3, 4-trihydroxy-benzyl)-hyd- razine) á móti 4 hlutum L-Dopa. 1 þessu er mikill ávinningur. Þetta lyf metaboliserast ekki utan heilans vegna decarboxyl- asa hindrunarinnar og þar með er að miklu leyti komið í veg fyrir ýmsar aukaverkanir sem eru af periferri orsök jafnframt því sem margfalt minna þarf þá um leið að gefa af L-Dopa til að ná samu magni í heila og við gjöf L-Dopa eins sér. Auka- verkanirnar, sem hverfa, eru fyrst og fremst postural hypo- tension, almennur slappleiki og hypotonia og velgja og upp- köst að einhverju leyti. Jafn- framt má vænta heldur minni hjai’taóþæginda. Þetta lyf ætti því að reynast vel yngri sjúkl- ingum og ekki síður auka á batamöguleika þeirra sem eldri eru en 65 ára og oft ná ekki æskilegum hámarksskammti ein- mitt vegna periferra aukaverk- ana og þá einkum postural hypo- tensionar. Þegar Madopar kem- ur að blood-brain barrier grein- ist lyfið í sína tvo hluta; decar- boxylasa hindrarinn kemst ekki í gegn en það gerir hins vegar L-Dopa og metaboliserast síðan í heila með venjulegum hætti. Þetta þýðir hins vegar jafn- framt að aukaverkanir af cent- ral uppruna eru áfram til vand- ræða. Það eru einkum ósjálf- ráðar hreyfingar og síðan geð- rænar truflanir sérlega hjá þeim með arteriosclerotiskan Park- insonismus og er því L-Dopa í þessu nýja formi ekki mikil bót fyrir þá. Madopar er ennþá tiltölulega ungt lyf. Árangur af því sýn- ist þó góður eftir þeim niður- stöðum sem fyrir liggja og í heild er hann betri en af L-Dopa einu sér. Líklegt er að Madopar leysi L-Dopa af hólmi þótt ekki sé ástæða til að breyta hjá sjúklingum sem þola L-Dopa í æskilegu magni. Er niðurstað- an sú að lyfið hafi kröftug áhrif, þolist vel og sé hættulítið. 1000 mg af Madopar gefa svipaðan árangur kliniskt og sýna svip- aðar breytingar á HVA í mænu- vökva og 5000 mg af L-Dopa TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.