Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1975, Blaðsíða 31

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1975, Blaðsíða 31
Þörfin á framhaldsnámi í sérgreinum hjúkrunar Stjóm Hjúkrunarfélags Islands sendi mennta- málaráóuneytinu eftirfarandi bréf, dags. 6. desember 1974. STJÓRN Hjúkrunarfélags fslands hefur að und- anförnu rætt þörfina á framhaldsnámi hér á landi í sérgreinum hjúkrunar og hverjar leiðir myndu færar í því efni. Menntamálaráðuneytið hefur sýnt þessum þætti menntunarmála hj úkrunarstéttarinnar góðan hug, sbr. bréf dags. 30. nóv. 1973, til stjórnar HFÍ, og lét gera könnun á áhuga hjúkr- unarkvenna á framhaldsnámi. Að athuguðu máli vill stjórnin koma fáein- um athugasemdum á framfæri varðandi það bréf. 1 því segir, að ráðuneytið hafi í hyggju „að efna til námskeiðs eða námskeiða fyrir hjúkr- unarfólk, þar sem því gæfist kostur á nokk- urri framhaldsmenntun“. Þarna er ekki alveg ljóst hvað við er átt, þar eð orðið „námskeið“ gefur í skyn að um stutt og takmarkað nám sé að ræða. „Framhalds- menntun“ er hinsvegar, a. m. k. innan hjúkr- unarstéttarinnar, kallað það nám í sérgrein hjúkrunar sem tekur allt að einu ári eða lengri tíma, það er metið til launahækkunar og fæst löglega viðurkennt sem sérnám, a. m. k. í flest- um nágrannalöndum okkar. (Fylgir hér ljósrit af bréfi Hjúkrunarfélags fslands til heilbrigðis- málaráðherra varðandi setningu reglugerða um sérfræðileyfi í hjúkrun). í bréfi menntamálaráðuneytisins segir enn- fremur, að „engin tök séu á því að skipuleggja námskeið, nema vitað sé fyrirfram hversu margt hjúkrunarfólk geti tekið eða óski eftir að taka þátt í þeim og í hve langan tíma í einu. Þá þyrftu og að vera fyrir hendi upplýsingar um í hvaða hjúkrunargreinum væri helst óskað eftir nám- skeiðum.“ Stjórn Hjúkrunarfélags íslands fagnar því að ráðuneytið vill koma til móts við óskir stétt- arinnar og gerði ráðstafanir til þess að um- beðnar upplýsingar fengjust. E. t. v. mætti þó taka til nánari athugunar það atriði, hvort ástæða sé til þess að taka ein- göngu mið af niðurstöðum könnunar sem þess- arar. Má t. d. benda á það að menntamálayfir- völd sáu ekki þörf á að kanna, meðal stúdenta, hversu margir gætu stundað eða óskuðu eftir hjúkrunarnámi við Háskóla íslands. Stofnun hjúkrunarnámsbrautar við Háskóla fslands var stefnumótun yfirvalda í samræmi við kröfur og þróun heilbrigðisþjónustu í nútíma þjóðfélagi. Stefnan var góðu heilli mörkuð í samráði við Hjúkrunarfélag íslands og er ekki að efa að hún á eftir að verða til farsældar. Stjórn Hjúkrunarfélags fslands hefur áður lýst þeirri stefnu sinni að öll hj úkrunarmennt- un eigi að færast inn í háskóla og mun hún vinna að því í framtíðinni en jafnframt ber félaginu siðferðileg skylda til þess að sinna þeim vanda hjúkrunarmála sem mest kallar að á lí'ðandi stund og telur að hann verði að leysa eins og best verður á kosið miðað við aðstæður. Jafnvel þótt reynt væri að loka augunum fyr- ir óánægju hjúkrunarkvenna með skarðan hlut í menntunarmálum, þá er ekki hægt — og væri raunar óafsakanlegt — að líta fram hjá því, hver áhrif sá menntunarskortur hefur á heil- brigðisþjónustuna í heild. Þróun skipulagninga og reksturs heilbrigðis- þjónustu kallar stöðugt á aukna sérgreiningu og sérhæfingu starfsfólks. Leiðir af því betri hagræðingu og aukið öryggi þeirra er þjónust- unnar þarfnast. Hjúkrunarkonur hafa lítil tök á að fylgjast með í þessari þróun og verður það að teljast illa farið að þær eiga ekki kost á nauðsynlegri menntun til þess að geta fyllilega gegnt því mik- ilvæga hlutverki sem þeim ber skylda til að rækja. Stefna í menntunarmálum hlýtur stöðugt að þróast í samræmi við þarfir og kröfur á hverj- um tíma og þar eiga menntunarmál hjúkrunar- stéttarinnar ekki að vera undanskilin. Eins og ráðuneytinu mun kunnugt, þá tak- markast framhaldsnám í hjúkrun hér á landi við aðeins þrjár sérgreinar, þ. e. skurðstofu-, röntgen- og svæfingahjúkrun, og er það nám á vegum sjúkrahúsa. Stjórn Hjúkrunarfélags Islands hefur nýlega borist ljósrit af bréfi Ingibjargar R. Magnús- dóttur deildarstjóra í heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu til Stefáns Ólafs Jónssonar deildarstjóra í menntamálaráðuneytinu. Bréf þetta, dags. 10. okt. 1974, fjallar um tillögur um hlutverk Nýja hjúkrunarskólans. Stjórnin er í öllum aðalatriðum sammála efni bréfsins en telur þó að tillaga nr. 2, þ. e. um nám í sér- Framh. á bls. 36. TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.