Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1975, Blaðsíða 39

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1975, Blaðsíða 39
með ákveðnu sýklalyfjamagni í hverri, raðað með nokkru milli- bili á ætið í skálinni. Skálin er síðan höfð í hitaskáp í sólar- hring eða lengur ef með þarf. Sé viðkomandi baktería ónæm fyrir ákveðnu sýklalyfi nær gróðurinn alveg upp að skíf- unni með því lyfi í, en þoli hún lyfið ekki er auður hringur í kringum skífuna, misstór eftir því hve næmi fyrir viðkomandi lyfi er mikið. Er næmið gefið upp í tölum eftir stærð þessa hrings. Næmi 0 þýðir ekkert næmi, 1 lítið, 2 allgott og 3 gott. Til að spai'a tíma má sá þvagi beint til næmisprófs, en þá að- greinast tegundir ekki, heldur er næmisprófið á samblandi af þeim bakteríum sem í þvaginu kunna að vera (s.k. primert próf). Eins og fyrr segir má nota plötusáningu (t. d. uricult, dipslide) til bakteríutalningar. Eru þær nú orðið notaðar all- víða og oftast er talningin gerð á staðnum. Sé talning há eru plöturnar oft sendar til sýkla- deildar Rannsóknarstofu Há- skólans til tegundagreiningar og næmisprófs. Ef aðeins ein tegund baktería er á plöntunni er vandalaust að gera næmis- próf. Sé hins vegar blandaður gróður á henni er oftast ókleift að aðgreina tegundir, a. m. k. ef gróður er mjög þéttur. Er þá oft gefið til kynna í svarinu að gróður sé blandaður og ósk- að eftir þvagsýni frá viðkom- andi sjúklingi til úrvinnslu á venjulegan hátt. Hplslu sýkliito|£undir í ItvagKvnum. Meira en 70% sýkinga í þvag- vegum orsakast af sýklum af coliflokknum (E coli, paracol- on). Tæplega 20% eru af völd- um annarra gramneikvæðra sýkla, proteus, ærobakter (Klebsiella) og pyocyaneus. Þvagvegasýking af völdum streptokokka og staphylokokka er fremur sjaldgæf, um eða inn- an við 5%. Hins vegar er al- gengt að þessir sýklar mengi þvagsýni. Corynebakteríur vaxa alloft úr þvagi en eru sennilega langoftast mengun frá húð og slímhúð umhverfis þvagrás. Sveppir ræktast nokkuð oft úr þvagi, einkum hjá fólki sem er á sýklalyfjum. Er það vegna þess að sýklalyf breyta oft bakt- eríugróðri líkamans, bæði skað- legum og óskaðlegum, og gefa sveppum aukna fótfestu. Eink- um ná þeir sér fljótt niðri á slím- Plötusánivg. Þéttasti gróðurinn (10~’) sýnir 100 þúsundi bakteriur í ml þvags. • ? * * * • * m* * húð vulva og vagina, og getur því þvagsýni frá konum meng- ast þessum gróðri, en einnig geta þeir náð að vaxa í sjálfum þvagvegunum. Túlkim ú niAurNlitúum buklrríu- grriniugnr. Talning á bakteríum í þvag- sýni er ekki álitin gefa til kynna sýkingu í þvagvegum ef hún er lág, þ. e. a. s. minna en 10 þús/ ml, nema um ástunguþvag sé að ræða þar sem hvað lítill vöxt- ur sem er þýðir sýkingu. Sé talning 10—100 þús/ml er álita- mál hvort um mengun þvagsýn- is sé að ræða eða sýkingu í þvag- vegum. Sé talning yfir 100 þús /ml er hún yfirleitt talin gefa til kynna sýkingu í þvagvegum. Ýmislegt ber þó að athuga við túlkun þessarar tölu, t. d. hvort sýni hafi geymst lengi ókælt áður en sáð var til ræktunar og hvort úr sýninu vaxa fleiri en ein tegund sýkla. Sýking í þvagvegum hjá fólki með rennslishindrun, t. d. vegna stækkaðs blöðruhálskirtils, lam- aðrar blöðru eða steinmyndun- ar, er oft blönduð, þ. e. fleiri en eina tegund sýkla er þar að finna. Þurfi sjúklingur að liggja með þvaglegg, berst sýking fljótlega upp í blöðru og verð- ur þá líka oft um fleiri en eina tegund sýkla að ræða. Annars er sýking í þvagvegum langoft- ast af einni bakteríutegund. Komi því fram við bakteríu- greiningu á þvagsýni frá fólki sem ekki er með rennslishindr- un eða inniliggjandi þvaglegg, tvær eða fleiri tegundir bakt- ería, er langlíklegast að þvag- sýnið hafi mengast að einhverju leyti við töku og komist í það gróður frá þvagi’ás, slímhúð eða húð umhverfis. Þar sem taln- ing aðgreinir ekki tegundir gef- ur hún í þessum tilvikum ranga mynd af bakteríumagni í þvag- vegum. Ber að taka tillit til þess við túlkun talningar og með- höndlun sjúklings. □ TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.