Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1975, Blaðsíða 35

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1975, Blaðsíða 35
Guðlaug Teitsdóttir Elisabeth With hjúkrunarkona hjúkrunarkona Fædd 10. júní 190U Dáin 8. nóvember 197h Fædd 1U. ágúst 1892 Dáin 12. september 197k Þann 15. nóvember var jarð- sungin frá Fossvogskirkju, Guðlaug Teitsdóttir hjúkrunar- kona, að viðstöddu fjölmenní. Guðlaug var fædd í Reykjavík, dóttir hjónanna Málfríðar Jó- hannsdóttur og Teits Erlends- sonar, sem lengi bjuggu á Stóru-Drageyri í Skorradal í Borgarfirði Börn þeirra hjóna voru 5, þrjár systur sem allar urðu hjúkrunarkonur en þær eru auk Guðlaugar, ísafold og Jóhanna, og tveir bræður, en annar þeirra er látinn. Ég sem þessar línur rita var svo lán- söm að kyrmast Guðlaugu þeg- ar leiðir okkar lágu saman um rúmlega tveggja ára skeið við hjúkrunarnám á árunum 1933 —1935. Á þessum árum kynnt- ist ég Guðlaugu mjög náið og við urðum vinkonur og sú vin- átta hélst æ síðan og bar aldrei skugga á. Það var gott að eiga Guðlaugu að vin, hún var trygg- lynd og átti mikla hjartahlýju til að miðla öðrum þegar með þurfti og á reyndi. Guðlaug var heilsteyptur persónuleiki, með fágaða skapgerð og mátti ekki vamm sitt vita í neinu. Að loknu hjúkrunarnámi giftist Guðlaug Sveini Jónssyni, trésmíðameist- ara, sem var einn af stofnend- um trésmíðaverksmiðjunnar Völundar hér í Reykjavík og allir gamlir Reykvíkingar kann- ast við. Sveinn var þá ekkju- maður. Ég kom oft á heimili þeirra Guðlaugar og Sveins að Tjarnargötu 16, Reykjavík. Þar var allt fágað og mótað list- rænum anda. Ég held að ég geti fullyrt að Sveinn Jónsson taldi það vera mikla gæfu á lífs- braut sinni að hafa fengið Guð- laugu sem tryggan vin og lífs- förunaut síðasta áfanga æviár- anna. Eftir 12 ára sambúð missti Guðlaug mann sinn og fór þá að vinna sem hjúkrunarkona á sjúkrahúsum. Þá vann hún einnig að öðrum störfum um nokkurra ára skeið, en frá 1963 vann hún óslitið til æviloka á Landspítalanum þar sem hún lést eftir stutta legu. Með Guð- laugu Teitsdóttur er til moldar hnigin merkiskona; kona sem átti stóra fórnarlund og góðvild. Oftast kemur það á óvart þeg- ar maður heyrir andlát góðs vin- ar og svo fór nú fyrir mér þeg- ar mér var sagt að Guðlaug vin- kona mín væri látin. Fundura okkar hafði borið saman ekki fyrir löngu og hún ráðgert að heimsækja mig. Við sem eftir stöndum á ströndinni fáum aldrei að finna traustvekjandi handtak hennar. Hún er horfin á eilífðarbraut til guðs síns. Systkinum Guð- laugar og fjölskyldu votta ég innilega samúð mína. Hvíl þú í ró og heilögum friði Guðlaug mín og hafðu þökk fyrir trausta og trygga vináttu. Geirþrúður J. Ásgeirsdóttir Kúld. Frá Danmörku bárust þær fregnir að Elísabeth With væri látin, 82 ára að aldri. Elisabeth With var kjörin formaður Dansk Sygeplejerád 1935 og gegndi því starfi til ársins 1941. Þá voru tímar mik- illa breytinga og endurskipu- lagningar innan félagsins og utan. Elisabeth With hafði mennt- un, hug og þor til að takast á við vandamálin. Auk þess hafði hún margra ára reynslu af sjálfstæðu starfi m. a. í Eng- landi, Indlandi og heima- hjúkrun í Kaupmannahöfn. Frá formannstíð Elisabethar má m. a. nefna tvö mikilvæg atriði: Farið var af stað með nám- skeið fyrir hjúkrunarkonur í Rödkilde lýðháskóla og í Árós- arháskólanum voru hafin nám- skeið þar sem hjúkrunarkonur fengu sérmenntun í heilsugæslu og kennsluhjúkrun. Á árunum 1936—1948 vann Elisabeth With við nefndar- störf á vegum Samvinnu hjúkr- unarkvenna á Norðurlöndum. Hún iét af formannsstarfi í Dansk Sygeplejerád 1941 en var kjörin í stjórn félagsins 1944— 1946. Á árunum 1942—1952 var Elisabeth With forstöðukona hvíldar- og hressingarheimilis Kaupmannah.borgar „Næsse- slottet“ í Holte. Fyrir störf sín hlaut Elisabeth With opinbera Framh. á bls. 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.