Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1975, Blaðsíða 42

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1975, Blaðsíða 42
sjúklingum í A- og B-hópnum myndi líða betur en í C-hópn- um. Af 10 sjúklingum í A-hópn- um leið 9 betur. Eftir að þeim hafði verið hagrætt sögðu flest- ir að það hefði hjálpað. ,,Ég finn að það tekur nú þegar ekki eins mikið í“. „Mér datt ekki í hug að þetta myndi hjálpa, en það verkar“. Þeim eina sem ekki leið betur, varð að orði: „Þetta lagast ekki hvernig sem ég sný mér“. Sú tilgáta, að fleirum í B- hópnum, en þeir voru fullviss- aðir um að fleira yrði gert ef þetta hjálpaði ekki, myndi líða betur en í A-hópnum, reyndist ekki rétt. Aðeins 7 af 10 leið betur. Fullvissan um að meira yrði gert, ef verkurinn lagaðist ekki, virtist ekki hjálpa. Það getur verið að þessi fullvissa um að meira yrði gert hafi kom- ið í veg fyrir að fullum árangri yrði náð með hughrifum. At- hugasemdir sjúklinga eins og þessar: „Allt í lagi, en komdu aftur“ og „ég held samt að ég þurfi að fá sprautu“, virðast fela í sér að fullvissan um að meira yrði gert hafi valdið þvi að sumir efuðust um að það hefði nokkur áhrif að láta hag- ræða sér. E. t. v. fannst þeim að hj úkrunarkonan efaðist um að það drægi úr verkjum að hagræða sjúklingnum. 1 C-hópnum leið, eins og spáð var, færri sjúklingum betur eða aðeins einum. Eftirfarandi at- hugasemdir komu m. a. fram: „Get ég ekki fengið sprautu?“. „Eg finn meira til ef ég hreyfi mig“. Það er athyglisvert að eina sjúklingnum sem leið bet- ur varð að orði: „Já, það er til þess að ekki strekkist eins á“ Það virðist sem hann hafi full- vissað sjálfan sig. Tíminn eftir skurðaðgerðina og aldur virtust ekki skipta jafn miklu máli, þegar reynt var að lina verki, eins og aðferðin sem beitt var. 24 klst. eftir aðgerð leið sumum sjúklingum betur en öðrum leið ekkert betur 86 klst. eftir aðgerð. Sjúklingum, jafnt 20 sem 60 ára, leið sumum bet- ur en öðrum á sama aldri ekki. Ennfremur virtist engin sérstök staða best til að lina verkina. Það fundust engin tengsl milli upphaflegs sársaukastaðar, teg- undar skurðaðgerðar og hversu oft var reynt að lina verki sjúkl- inga. MdurslaAn. I þessari rannsókn voru hug- hrif aðalatriðið við að draga úr sársauka. Niðurstöður benda tii þess að áhrif verkjadeyfandi lyfja og einfaldra aðferða til þægindaauka s. s. að laga kodda, gera æfingar og anda djúpt til að draga úr sársauka, verði meiri, ef beitt er hughrifum. E. t. v. gætu hughrif ásamt að- hlynningu og útskýringum gert sérhverja aðferð árangursrík- ari. Til að sanna áhrif þeirrar að- ferðar sem beitt er til að draga úr sársauka er nauðsynlegt að meta árangurinn. Einungis þá mun hjúkrunin byggjast á því sem sjúklingurinn þarfnast, en ekki á því sem venj ulega er gert. □ Itrautskráning. Framh. af bls. 27. einnig samkennurum sínum og skólanefnd, árnaði hjúkrunar- konunum ungu allra heilla í framtíðarstarfi og sagðist vona að tekist hafi að glæða hjá þeim löngun til þess að halda áfram þekkingarleit, sveigjanleika í skoðunum og mati og löngun til að leggja sitt af mörkum til endurbóta og framfara. Söngsveitin Hljómeyki söng nokkur lög við fögnuð áheyr- enda. Þórarinn Guðnason lækn- ir flutti erindi og María Björns- dóttir kvaddi skólann fyrir hönd nemenda. Kynnir var Anna Sigríður Indriðadóttir. □ ■•öríin ú framlialilsinrnnl■■■■. Framh. af bls. 25. greinum hjúkrunar, sé það mál sem fyrst og fremst þarfnist afgreiðslu. Stjórn Hjúkrunarfélags Is- land fer því fram á það við háttvirt menntamálaráðuneyti - áður en hún tekur afstöðu til annarra möguleika - að það skýri eins fljótt og tök eru á hvaða viðhorf það hefur til þess- ara mála og hvenær unnt yrði að stofna framhaldsskóla í hjúkrunarfræðum, sé slíkt vilji ráðuneytisins. Verði óskað frekari viðræðna af hálfu ráðuneytisins um efni þessa bréfs þá mun stjórnin fagna því. Með virðingu f. h. stjórn Hjúkrunarfélags íslands Ingibjörg Helgadóttir formaður. I.i‘ii>ri‘tt ing. I 4. tölubl. 1974 var greint frá norrænu þingi er fjallaði um vanda- mál varðandi menntun heilbrigðis- stétta og skipan heilbrigðisþjónust- unnar á Norðurlöndum. Guðný Anna Arnþórsdóttir, nemandi við hjúkrun- arnámsbraut Háskóla íslands, flutti eitt af framsöguerindunum en ekki Ragnheiður Haraldsdóttir eins og fram kom í frásögninni frá þinginu. Tímarit HFl biður velvirðingar á þessum mistökum. Minning Elisnbelli Wilh. Framh. af bls. 29. viðurkenningu danskra yfir- valda. Elisabeth With var heiðurs- félagi HFÍ. Hjúkrunarfélag íslands send- ir Dansk Sygeplejerád samúð- arkveðjur. □ 36 TÍMARIT HJÚIÍRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.