Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1975, Qupperneq 37

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1975, Qupperneq 37
iniiiiiiiiiMiimi 1 þessu 36 m2 herbergi er unnið úr u. þ. b. 30.000 sýnum árlega. Þama vinna 10—12 manns frá kl. 8 að morgni fram eftir degi, en til að fá sem best yfirlit yfir vinnuborð, áhöld og várulager var fátt starfsfólk haft með á myndinni. Sé þvegið með sápu verður að gæta þess að þvo hana vandlega af með dauðhreins- uðu vatni áður en sýni er tekið. Ef konur eru með út- ferð frá vagina eða tíða- blæðingar er best að stinga „tampoon“ upp í vagina áð- ur en þvagsýnið er tekið. Hjá karlmönnum og pilt- börnum nægir að þvo fremsta hluta penis áður en sýni er tekið. 2) MiSbunuþvag. Undirbúning- ur er sá sami og við að taka þvag beint en sjúklingi sagt að byrja að kasta þvagi áð- ur en hann tekur sýnið, þannig að fyrsta bunan komi ekki með í sýnið. Þessi að- ferð er betri en að taka sýni beint þar eð mengun frá femsta hluta þvagrásar verð- ur minni með þessu móti. 3) Þvagleggsþvag. Til undir- búnings er þvagrásarop og umhverfi þvegið með sótt- hreinsandi vökva og/eða dauðhreinsuðu vatni og síð- an lagður þvagleggur upp í blöðru. Með þessari aðgerð er lítil hætta á að sýnið mengist gróðri frá þvagrás og umhverfi, en töluverð hætta á að sá gróður berist upp í blöðruna og valdi sýk- ingu þar á eftir. Þessi að- ferð við töku þvagsýna hef- ur nú að mestu verið lögð niður en var algeng á tíma- bili fram undir miðjan síð- asta áratug er menn upp- götvuðu galla hennar. Sé sjúklingur með inniliggj- andi þvaglegg er sýni að sjálfsögðu tekið gegnum hann. Ef sýni er tekið úr þvagpoka sem leggurinn tæmist í má búast við að það gefi ranga hugmynd um bakteríumagn í blöðru vegna þess hve ört bakteríum fjölg- ar í slíkum pokum. 4) Pokaþvag. Hjá ungbörnum eru húð og slímhúð kring- um þvagrásarop þvegin vandlega með dauðhreinsuðu vatni og síðan límdur plast- poki á barnið sem tekur við bununni þegar hún kemur. Þessi aðferð hefur þann galla að sýnið blandast allt- af gróðri af húð og verður hann því ríkulegri sem pok- inn liggur lengur á barninu eftir að þvagið er komið í hann. Bakteríufjöldi í þvagi getur tvöfaldast á 20 mín. fresti við 28°—37°. Þarf því að aðgæta pokann með stuttu millibili þegar slík sýni eru tekin. Pokan skal síðan tæma í dauðhreinsað ílát með því að klippa af annað neðra horn hans. TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 31

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.