Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Blaðsíða 34
Guðmundur Jónmundsson, læknir:
Sykursýki í börnum og
(Diabetes mellitus juvenilis).
Nokkur orð um eftirlit
Fyrir fáeinum árum starfaði
greinarhöfundur við eftirlit syk-
ursýkissjúkra barna og ungl-
inga á göngudeild sjúkrahússins
í Umeá, Svíþjóð. Héruðin kring-
um þessa borg eru tiltölulega
strjálbýl, og enda þótt mörg
barnanna þyrftu að ferðast
langar vegalengdir, var samt
álitið réttast að allir sykursýkis-
sjúklingarnir kæmu til eftirlits
á einn og sama staðinn.
Þar sem aðstæður voru mjög
sambærilegar því sem við höf-
um hér á Islandi, datt mér í hug
að einhver kynni að hafa gagn
eða gaman af stuttu yfirliti um
þessa starfsemi.
Á þessu eina ári (1971) var
fylgst reglulega með rúmlega 60
sykursjúkum börnum og ungl-
ingum.
Ef litið er á hvenær börnin
veikjast af þessum sjúkdómi,
kemur fram eins og hjá öðrum,
að flest veikjast á 6—8 ára aldri
og á kynþroskaskeiðinu, (mynd
1). Mynd 2 sýnir raunverulega
aldurinn hjá þessum börnum. Á
henni sést að flest eru þau eldri
en 11 ára. Starfið við þetta eftir-
lit gaf þannig allnáið samband
við unglinginn og vandamál
hans — ekki eingöngu þau er
snertu sjúkdóminn sérstaklega.
Við sjáum sykursýkissjúkl-
ingana á því æviskeiði sem þeir
eru svo að segja lausir við auka-
kvilla frá æðakerfinu. Frá og
með kynþroskaaldri eru þeir í
reglulegu eftirliti hjá augnlækni
a. m. k. einu sinni á ári. Hjá
örfáum þeirra höfðu komið í
ljós augnbreytingar í mynd smá-
æðagúla (microaneurysma). Sá
yngsti var 15 ára en hinir 18—
19 ára. Enginn þessara liðlega
60 sjúklinga hafði að staðaldri
eggjahvítu í þvagi. Fyrir syk-
ursýkissjúklinginn eru æðakvill-
arnir dekksti skugginn sem
hvílir yfir framtíð þeirra, en
sem betur fer er þetta óraun-
hæft og fjarlægt á unglingsár-
unum. Mikilvægt er að geta veitt
sjúklingnum eins fullkomið eft-
irlit og nákvæma meðferð og
mögulegt er, því að reynslan
hefur sýnt að það er besta vörn-
in gegn fylgikvillum sjúkdóms-
ins. Reynt er að innræta sjúkl-
ingunum sjálfum þetta sjónar-
mið og einnig að viðhalda þess-
ari vitneskju með stöðugum
upplýsingum og fræðslu.
Upplýsingar og aftur upplýs-
ingar um allt sem viðkemur syk-
ursýkinni er án efa mikilvæg-
asta skilyrðið til að meðferðin
gangi vel. Strax í byrjun með-
ferðarinnar er lögð áhersla á
þetta og síðan er haldið áfram
með stöðugar upplýsingar í
heimsóknum á göngudeildina.
Þar er um nokkurs konar hóp-
vinnu að ræða og hefur læknir-
inn sér til aðstoðar næringar-
fræðing (dietist) og í sumum
tilfellum félagsráðgjafa. Jafn-
framt eru notaðir ýmsir bækl-
ingar og má sérstaklega nefna
og mæla með þessum þremur:
„Information till diabetiker"
gefinn út af lyfjafyrirtækinu
Vitrum, „Diabetes i uppváxtár-
en“ gefinn út af Svenska dia-
unglingum
betesförbundet og „Kost for dia-
betiker“ eftir Ulla Sahlén.
Rauði þráðurinn í þessu starfi
er að útskýra á einfaldan og
rökfastan hátt samspilið milli
insúlíns, mataræðis og líkam-
legrar hreyfingar.
Þegar talað er um gott eftir-
lit og góða meðferS á sj úkdómn-
um er venjulega rniðað við eft-
irfarandi:
1. Sjúklingi „líður vel“, þ. e. a.
s. er einkennalaus af sínum
sjúkdómi og getur starfað og
leikið sér eins og aðrir frískir
jafnaldrar.
2. Líkamlegur og andlegur
þroski er eðlilegur. (Ath.
hæðar- og þyngdaraukn-
ingu). (Árangur í skóla).
3. Þvagmagn er eðlilegt.
4. Þvagsykur er minni en 10—
20 g á sólarhring.
5. Engar sýrur (aceton) eru
mælanlegar í þvagi.
6. Blóðsykur er eins eðlilegur
og mögulegt er en má hækka
dálítið eftir máltíðir.
Þegar insúlínþörfin eykst
kemur að því að margir ungl-
inganna fá tvær insúlínsspraut-
ur daglega. Fyrst er minnst á
þetta þegar dagsskammturinn
er að nálgast 30 einingar og oft-
ast er því mótmælt kröftuglega
fyrst í stað. Þessar mótmæla-
öldur lægir þó í flestum tilfell-
um þegar reyndin sýnir hin
góðu áhrif af breytingunni. Oft
verður það tilfallandi umferð-
arpest eða sýking, sem krefst
aukins insúlíns, sem gefur til-
62 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS