Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Blaðsíða 36

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Blaðsíða 36
að leyfa sykursýkissjúku barni að sleppa við leikfimi. Þarf stundum einnig’ að veita upp- lýsingar í þessu tilviki. Það er mikilvægt að sýna fram á sam- spilið milli matar og hreyfing- ar; það er mun auðveldara að muna eftir því að fá sér auka brauðsneið fyrir sundkeppnina eða skautasprettinn en að neita sér um eina rjómatertusneið á illviðrissunnudegi. Lækniseftiriit okkar væri ekki upp á marga fiska, ef sjúkling- arnir fylgdust ekki sjálfir með sykri og sýru í þvagi þann tíma sem líður milli heimsóknanna á göngudeildina. Æskilegt er að unglingarnir athugi a. m. k. einu sinni í viku næturþvagið og helst líka þrjár prufur yfir daginn. Ekki er nauðsynlegt að mæla þvagmagnið. Frá því sjúklingurinn er u. þ. b. 15 ára gamall getur hann yfirleitt séð um þetta allt sjálf- ur. Mælt er með því að nota „Clinitest“ (töflur) til að at- huga þvagsykurinn og „Ketos- tix“ (strimla) fyrir sýrurnar (aceton). Allar niðurstöður eru síðan færðar í sérstaka bók sem sýnd er lækni í heimsóknunum á göngudeildina. 1 þessa bók eru einnig skráðar aðrar athuga- semdir sem varða sjúkdóminn, svo sem hungurtilfinning eða aðrar sveiflur og er bókin oft tilefni ýmissa spurninga og um- ræðna í heimsóknunum. Auk hinnar eiginlegu aðlög- unar sjúklingsins að þessum sj úkdómi verður hann að breyta ýmsum venjum sínum og ganga í gegnum félagslega aðlögun sem ekki er síður mikilvæg. Við vit- um að félagsleg vandamál, hvort sem þau eru sjúklingsins sjálfs eða fjölskyldu hans, hafa einn- ig í för með sér aukna erfið- leika við meðferð og eftirlit. Þess vegna verður að reyna frá fyrstu tíð að kynnast vel for- eldrum eða forráðamönnum þessara barna og veita þeim fræðslu um sjúkdóminn og út- skýra vandamálin sem honum geta fylgt. Félagsráðgjafi er til aðstoðar við að leysa úr félags- legum vanda, en svíar eru það langt komnir með ýmiskonar félagslega hjálp til einstaklings- ins af hendi þess opinbera, að ýmsum þykir nóg um. Á göngudeild fyrir sykur- sjúka unglinga kynnist læknir- inn oftast þeim vandamálum sem öllum unglingum eru sam- eiginleg, en óneitanlega veldur sjúkdómurinn því að vandamál- in vaxa og verða oft óyfirstíg- anleg í þeirra augum. Unglinga- aldurinn einkennist af mikilli þörf fyrir að vera ekki „öðru- vísi“ í augum jafnaldra og þarf oft lítið til að erfiðleikarnir verði unglingnum um megn. Kröfurnar, sem sj úkdómurinn setur honum, valda því að hann verður á einhvern hátt ábyrg- ari í gerðum sínum en frískur jafnaldri. Eftir því sem manni fannst af kynnum við þessa sænsku unglinga, virtust þeir falla vel inn í allar aðstæður. Má vera að við nánari sálfræði- lega athugun hefðu komið í ljós fleiri vandamál. Einkanlega á þetta við um unglinginn sem er að slíta af sér misjafnlega sterka tilfinningalega fjötra við misjafnlega skilningsríka for- eldra. 1 Umeá var sá siður hafð- ur á að barnadeildin sá um eft- irlit með þessum unglingum fram að 17—18 ára aldri og stundum lengur ef um sein- þroskaða einstaklinga var að ræða. Hitt er allt eins hægt, eins og tíðkast hér á Reykjavíkur- svæðinu, að göngudeild fyrir f ullorðna sykursýkiss j úklinga tekur börnin að sér áður en þau komast á þetta „erfiða“ tíma- bil, þ. e. a. s. strax 11—13 ára gömul. Mikilvægt er að ungl- ingurinn geti leitað til eins eða sem fæstra aðila með vandamál sín, eftirlit og meðferð sjúk- dómsins og að gagnkvæmt traust ríki milli sjúklings og læknis. Snemma er farið að minnast á framtíðarstarfið og á valið ekki að ákvarðast af öðru en því, til hvers viðkomandi er helst fallinn og hver áhugamál- in eru rétt eins og hjá öllum öðrum. Að vísu þarf að hafa vissar takmarkanir í huga en þær eru ekki margar og varla er hægt að láta sér detta margt fleira í hug en t. d. atvinnuflug- maður, kafari eða geimfari. Sem aðalreglu má segja að æskilegra er að atvinnan samræmist sem reglubundnustum lífsvenjum. Þegar búið er að hamra á því við sykursýkisungling að hann geti litið á sig sem frískan, svo lengi sem hann sjái vel um með- ferð og eftirlit sjúkdóms síns, verður það talsvert mótsagna- kennt að ákveða skyndilega að viðkomandi sé ekki hæfur til hins eða þessa ævistarfs. Víða erlendis eru sérstakar búðir, þ. e. sumar- eða vetrar- leyfisheimili, þar sem ungling- ar eða börn með sykursýki geta dvalist um lengri eða skemmri tíma. Eru þær til mikils gagns og gamans fyrir þessa sjúkl- inga, svo framarlega sem stöð- um þessum er rétt stjórnað og að þeir séu nægilega búnir sér- menntuðu starfsfólki. Deila má um, hve langt skal gengið í að skilja sykursýkissjúklinga frá öðru fólki og finnst mér per- sónulega, að vel „innrættur“ sjúklingur ætti að geta dvalið í hverskonar búðum sem er, þó æskilegt sé og stundum nauð- synlegt, að einhver kunnugur sj úkdómnum sé til staðar og geti gripið inní ef eitthvað ber útaf. Hvað viðkemur siðfræðilegum athugasemdum er reynt að setja þær fram hreint og beint og án allrar kreddu eða með því að höfða til samvisku viðkomandi. Áhersla er lögð á óhollustu reyk- inga almennt og sérstaklega fyrir sykursýkissjúklinginn. Eins er hvatt til að forðast eins og hægt er neyslu áfengra Framh. á bls. 94. 64 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.