Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Blaðsíða 67

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Blaðsíða 67
Eftir 15 ára þjónustualdur lengist tíminn á sama hátt í 180 daga og 360. Starfsmaður sem verið hefur í þjónustu ríkisins í 20 ár eða leng- ur á rétt til fullra launa í 360 veikindadaga á 12 mánuðum en þá fellur launagreiðsla niður. Starfsmenn ríkisins er verið hafa skemur en 6 mánuði í starfi eiga rétt til fullra launa í 30 daga og hálfra launa í 30 daga. Til fullra launa teljast, auk fastra mánaðar- launa samkvæmt kjarasamningi, greiðsla fyrir yfirvinnu, vakta-, gæsluvakta- og þægindaálag, greiðslur fyrir eyður í vinnutíma og fyrir leið- réttingu verkefna, enda hafi vinnuframlag eða vinnutími verið ákveðið með stundaski'á til heils skólaárs eða skólaannar eða reglubundinni varð- skrá. Ákvæði þessarar málsgreinar taka einnig til annarrar reglubundinnar yfirvinnu sem stað- ið hefur í 12 almanaksmánuði eða lengur eða er ætlað að standa a. m. k. svo lengi. Þegar starfsmaður hefur verið fjarverandi vegna veikinda samfellt lengur en svarar til 1 viku vinnuskyldu hans skal hann auk launa, sem greidd verða samkvæmt 1.—3. mgr., fá greidda yfirvinnu, þannig, að fyrir hverja klukkustund í dagvinnu- eða vinnuskyldu veik- indatímans skal greiða 1/1000 þeirra yfirvinnu- stunda sem hann fékk greiddar síðasta 6 mán- aða uppgjörstímabil yfirvinnu eða síðustu 6 heilu almanaksmánuðina. Ef föst yfirvinna er ekki merkt á varðskrá skal gert ráð fyrir að þær dagvinnu- eða vinnuskyldustundir sem leiða til greiðslu yfirvinnu samkvæmt þessari máls- grein séu sama hlutfall veikindafjarvistanna eins og varðskrárinnar. Kennari skal í stað reglu þessarar fá greidda yfirvinnu fyrir hvern kennsludag hans á stundaskrá. Yfirvinnustunda- fjöldinn skal ákveðinn með því að finna viku- legt meðaltal yfirvinnu kennarans síðustu 6 heilu kennslumánuðina áður en veikindafjar- vistin hófst og deila í meðaltalið með vikuleg- um kennsludagafjölda samkvæmt stundaskrá hans. Ekki skal greitt samkvæmt þessari máls- grein fyrir þá daga sem kennsla fellur niður í skóla vegna almennra eða sérstakra frídaga. Ef starfsmaður er fjarverandi á 6 mánaða tíma- bilinu vegna orlofs skal telja að hann hafi sama meðaltal yfirvinnu orlofsdagana og hinn hluta tímabilsins. Sama gildir um kennara að því er tekur til almennra eða sérstakra frídaga skóla. Við útreikning yfirvinnustunda samkvæmt þess- ari málsgrein skal ekki telja með þær yfir- vinnustundir, sem greiddar hafa verið skv. 3. mgr. Verði starfsmaður óvinnufær af völdum slyss á vinnustað eða á leið til og frá vinnu greiðast laun skv. 1.—4. mgr. frá upphafi fjarvistanna. Þegar mánaðarlaunagreiðslur samkvæmt 1. eða 2. mgr. skerðast eða falla niður þá skulu á sama hátt skerðast eða falla niður greiðslur skv. 3., 4. og 5. mgr. 7. gr. — Nú hefur starfsmaður verið tvisvar sinnum frá störfum vegna veikinda með full- um launum þá dagatölu er hann skv. 6 gr. nýtur óskertra launa og skerðast þá um helming næstu 4 ár hlunnindi þau er hann á samkvæmt ákvæð- um 6. gr. um greiðslur í veikindaforföllum. 8. gr. — Starfsmaður, sem verið hefur veik- ur í einn mánuð eða lengur, má ekki hefja starf að nýju nema læknir votti að heilsa hans leyfi. Krefjast má vottorðs trúnaðarlæknis hlutað- eigandi stofnunar. 9. gr. — Ef starfsmaður í þjónustu ríkisins er frá starfi vegna veikinda svo mánuðum skipt- ir á hverju ári um 5 ára tímabil og ekki er ský- laust vottað samkvæmt ákvæðum 8. gr. að hann hafi fengið heilsubót, sem ætla megi varanlega, má veita starfsmanni lausn frá störfum vegna heilsubrests. Skal það að jafnaði gert nema al- veg sérstakar ástæður séu fyrir hendi, svo sem að fært sé að beita heimild 2. mgr. 25. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, til að leyfa starfsmanni að vinna % starfstíma gegn samsvarandi launafrádrætti. Með sama hætti er rétt að veita manni lausn frá starfi vegna heilsubrests ef hann hefur verið frá vinnu vegna veikinda tvöfaldan þann tíma er hann átti rétt til að halda launum í fjarveru sinni skv. 1. mgr. 6. gr. Þetta gildir þó eigi ef læknir vottar að líkur séu til fulls bata á næsta misseri enda sé starfsmanni þá veitt lausn að liðnu því misseri ef hann er þá enn óvinnufær. Ekki skulu framangreindar reglur um veik- indaforföll vera því til fyrirstöðu að starfs- manni verði veitt lausn frá störfum vegna van- heilsu ef hann æskir þess, ef hann er samkvæmt læknisvottorði orðinn varanlega ófær um að gegna starfi vegna vanheilsu. Fer þá um greiðslu launa samkvæmt 1. mgr. 21. gr. laga um rétt- indi og skyldur starfsmanna ríkisins. 10. gr. — Halda skal skrá yfir veikindadaga opinberra starfsmanna við hverja stofnun. Ef starfsmaður flyst milli starfa skal leggja sam- an veikindadaga hans í báðum störfum, eftir því sem við á. 11. gr. — Vegna barnsburðar skal kona eiga rétt á að vera fjarverandi með fullum launum í samtals 90 daga og skal um uppgjör fyrir yfir- vinnu farið eftir ákvæðum 6. gr. Séu lengri frá- tafir nauðsynlegar að dómi lækna skal meta þær eftir ákvæðum um veikindadaga, sbr. 6. gr. 12. gr. — Reglugerð þessi, sem sett er sam- kvæmt lögum nr. 38 14. apríl 1954, um réttindi TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.