Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Síða 72

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Síða 72
Fjáröflunar- og skemmtinefnd: Erla Helgadóttir Svala Jónsdóttir, Guðrún Eygló Guðmundsdóttir, Vilborg Helgadóttir, Stefanía Jóhannsdóttir, Steinunn Eiríksdóttir. Jólatrésnefnd: Ásgerður Tryggvadóttir, Maríanna Haraldsdóttir, Dóra Þorgilsdóttir, Elín Jónsdóttir. Sumarhúsnefnd Kvennabrekku: Ása Ásgrímsdóttir, Ingrún Ingólfsdóttir, Gerður Jóhannsdóttir, María Guðmundsdóttir, Guðrún Þór. Samþykktir: Stjórn Reykjavíkurdeildar HFl lagði eftirfarandi mál fyrir fundinn: 1. Vegna skorts á hjúkrunar- konum/mönnum með hjúkr- unarkennaramenntun eða aðra framhaldsmenntun, fer Reykjavíkurdeild HFÍ þess á leit við fulltrúafundinn að stofnaður verði sjóður til styrktar félagsmönnum sem fara í framhaldsnám. Lagt er til að tekjur sjóðsins verði 1 % af föstum launum starfs- manns er launagreiðandi ann- ist innheimtu á. Benda má á að núverandi styrkir til framhaldsmennt- unar eru lítilfjörlegir og að auki bundnir óraunhæfum kvöðum. Ákveðið var að taka mál þetta til frekari athugunar. 2. Fulltrúar Reykjavíkurdeild- ar HFl beina þeirri áskorun til stjórnar HFl að athugað verði gaumgæfilega hvaða kostir og ókostir kunni að vera samfara úrsögn úr BSRB og hvort samningsað- staða okkar, sem sérhæfðrar starfsstéttar, verði betri eft- ir úrsögn úr bandalaginu en að semja með stórum hópi fólks með ólíka hagsmuni eins og nú er. Einnig að upp- lýst verði hve mikið fé HFl greiði árlega til BSRB. Áskorun þessari var beint til stjórnar HFl er mun kanna málið. 3. Fulltrúar Reykjavíkurdeild- ar HFl vilja eindregið mæl- ast til að nú þegar verði kos- ið nýtt trúnaðarráð og unnið verði að því að trúnaðar- mannakerfið starfi sam- kvæmt reglugerð. Á fundinum kom fram að Trúnaðarráð HFl var kosið á fundi með trúnaðarmönn- um á skrifstofu HFl, 25. apr. sl. og er þess nánar getið á öðrum stað í blaðinu. 4. Vegna aukins rekstrarkostn- aðar fer stjórn deildarinnar fram á 7% af greiddum fél- agsgjöldum í stað 3% áður. Þessu til stuðnings má benda á að tekjur deildarinnar fyr- ir árið 1974 voru kr. 76.330,00 en áætlaður rekstrarkostn- aður fyrir árið 1975 mun verða: Auglýsingar kr. 50.000.00 Leiga f. fundarsali — 20.000.00 Bréfsefni - frímerki — 25.000.00 Fjölritun - ljóspr. — 10.000.00 Risna — 15.000.00 Kr. 120.000.00 Fundurinn samþykkti með til- liti til stærðar deildarinnar að hún skyldi hljóta 5% af greidd- um félagsgjöldum í stað 3% þar sem formaður deildarinnar Arn- dís Finnsson sýndi glögglega fram á að tekjur deildarinnar hrykkju ekki fyrir því allra nauðsynlegasta. Form. Reykja- víkurdeildar bar einnig fram eftirfarandi ályktun: Fulltrúar Reykjavíkurdeild- arinnar mótmæla því harðlega að aðrir en hjúkrunarkonur/ menn gegni sjálfstæðum hjúkr- unarstörfum. Mál þetta hefur verið í at- hugun hjá stjórn HFl að und- anförnu. Fundurinn samþykkti drög að bréfi til Deildar forstöðukvenna þar sem þess var vænst að for- stöðukonur beiti áhrifum sínum meðal forráðamanna stofnana gegn því að aðrir en hjúkrun- arkonur/menn stundi sjálfstæð h j úkrunarstörf. Árgjöld til UFl: (Tillaga um breytingar og leið- réttingu á samþ. aðalfundar 1974). Árgjald skal vera 15% af nóvemberlaunum næsta árs á undan og miðað við 18. launa- flokk 3. þrep. Hjúkrunarkonur í fullu eða hálfu starfi greiði fullt gjald, — í afleysingum og minna en 1/2 starfi greiði % af árgj. — ekki starfandi greiði % af árgjaldi, — við framhaldsnám án launa greiði ekki árgjald, — eldri en 60 ára og ekki starfandi, svo og hjúkrun- arnemar greiði kr. 800.00, — búsettar erlendis greiði kr. 1.200.00. Tölurnar séu hækkaðar eða lækkaðar þannig að þær hlaupi á hundraði. Tillögnr: Munaðarnesnefnd gerir að tillögu sinni að sumarhús félags- ins í Munaðarnesi verði fram- vegis, allt árið, einungis leigð félögum HFÍ. Fulltrúafundur HFl 10. maí 1975 fer þess á leit við stjórn félagsins að hún, vegna mjög aukinna starfa félagsins að kjarasamningum, samanber samningsréttarlög frá 14. apríl 1973, krefjist endurgreiðslu frá BSRB, er nemi 25% af iðgjöld- um félaga í HFÍ. Hjúkrunarkona fór þess á leit við stjórn HFl, að þegar safnað er undirskriftum undir mótmæli eða aðrar málaleitanir, riti þeir er undirskrifa heim- ilisföng sín á eftir nafni. Er þessu hér með komið á fram- færi við félaga HFl. 96 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.