Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Blaðsíða 32

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Blaðsíða 32
tilfellum séu konur í postmeno- pausunni. Sýnt hefur verið fram á hækk- aða tíðni osteoporosis hjá kon- um, sem hætta ungar að hafa á klæðum, eða eggjastokkarnir hafa verið fjarlægðir úr og þær ekki fengið östrogenmeðferð eftir á (Meema et. al. 1965). Þær sem fá östrogenmeðferð verða síður fyrir óþægindum og hætta að styttast. Sömu höfund- ar (Meema et al. 1968) og aðrir (Davis et. al. 1970) hafa sýnt fram á, að beinabúskapur þeirra postmenopausal-kvenna, sem fá östrogen er miklu betri en hinna, sem ómeðhöndlaðar eru. Galla- cher og Nordin (’72) álíta sann- að, að skortur á östrogenum ráði úrslitum um að koma af stað eða flýta fyrir postmenopausal- beintapi. Sömu höfundar telja einnig, að östrogen-efni minnki næmi beina fyrir parathyroid- hormónum. Vitað er, að hætta á hjarta- og æðasjúkdómum eykst með hækkandi aldri og, að karlmenn fá oftar þessa sj úkdóma en kon- ur. Mismunurinn milli kynjanna minnkar þó með hækkandi aldri og munur milli kynja er einnig minni meðal þeirra sem búa við léleg lífsskilyrði. Bandaríski læknirinn Tracy (1966) sýndi fram á, að fram að fimmtugu eru dauðsföll af völdum mb. cordis arterio-scle- roticus 6 sinnum algengari hjá körlum en konum. Eftir tíða- hvörfin minnkar munurinn smám saman og eftir, að náð er 85 ára aldri er dánartíðni úr þessum sjúkdómi jöfn hjá báð- um kynjum. Eftir tíðahvörf eykst blóðfita (þ. e. cholesterol, phospholipid- ar og triglyceridar) veru- lega. Jafnframt lækkar chol- esterol og phospholipidar hjá geltum konum, ef þeim er gefið östrogen. Þessi atriði og reynd- ar fleiri benda til þess, að östro- gen sé á einhvern hátt vörn gegn arterio-sclerotiskum sj úkdóm- um í hjarta og æðum. Ef unnt reynist að skýra þetta samband nánar verður e. t. v. hægt að finna ráð til að draga úr æða- kölkun. MeðferA'. Konur á breytingaskeiði þarfnast iðulega læknishjálpar. Að vísu verður að líta á breyt- ingaskeiðið, sem eðlilegt hrörn- unartímabil, en einkennin sem því eru samfara geta verið það mikil, að þau valdi verulegum óþægindum, sem svo hafa óæski- leg áhrif á líf þeirrar konu sem í hlut á. 1 þessu sambandi er mikilvægt að benda á, að oft nægir ekki að veita þessum sjúklingum venjulega læknis- fræðilega meðferð, heldur er nauðsynlegt, að gott samband og gagnkvæmt traust sé til stað- ar og læknir og sjúklingur geti skipst á skoðunum hindrunar- laust. Mikilvægt er, að sá lækn- ir sem í hlut á, viti sem mest um hagi sjúklingsins. Læknin- um ber að gefa sér nægan tíma til að útskýra hlutina; með því móti getur hann oft eytt kvíða og óþarfa áhyggjum sjúklings- ins. Oft er full ástæða til þess að ræða einnig við eiginmenn sjúklinganna, en því miður vinnst sjaldan tími til þess. Oft er unnt að hjálpa þessum sjúkl- ingum með því að leysa ýmsan félagslegan vanda, sem að þeim steðjar. Margar konur hafa of lítið fyrir stafni á þessu tíma- bili og hefðu gagn af að fá sér vinnu utan heimilisins. Það er því sjálfsagt að hafa um þetta samvinnu við félagsráðgjafa, þar sem þeir starfa. Miðaldra konur eru óhrædd- ari en áður við að ræða kyn- ferðisvandamál sín. Ef um er að ræða dyspareuni er unnt að gefa smyrsl til að draga úr sárs- aukanum. Einnig getur psyko- terapi gert gagn. Miðar hún þá að því að skýra út málið fyrir sjúklingnum og draga úr óþarfa áhyggjum. Margar konur, eink- um giftar, hafa samfarir fram yfir sjötugt. Oft er ekki bein- línis um að ræða kynferðislega þörf, heldur umhyggju og ástúð gagnvart eiginmanni. Það er engin ástæða til að örva konur til að taka þátt í atferli sem þær ráða ekki við, en stundum þurfa þær hjálp til þess að geta haldið áfram einhverju kynferðislífi. Þess ber þó að gæta, að karl- menn, sem teknir eru að reskj- ast, eiga iðulega einnig við kyn- ferðisleg vandamál að stríða. Oft næst ekki árangur með viðtölum eða félagslegum ráð- stöfunum og þá verður að grípa til lyfja. Þegar um einkenni frá ósjálfráða taugakerfinu er að ræða, fer meðferðin eftir því hve þau eru á háu stigi. Ef óþæg- indin eru væg, næst iðulega góð- ur árangur með róandi lyfjum. Gjarnan má gefa spasmolytica með. T. d. má nota Bellergal re- tard, 1 töflu kvölds og morgna. I þessurn töflum er ergotamin tartat 0,6 mg og phenemal 40 mg. Ef óþægindin láta ekki undan Bellergal eða eru á háu stigi, er rétt að gefa östrogenhormón, annað hvort í töfluformi eða sprautum. Östradiol valerianat, t. d. tabl. Progynova, er þá heppilegt lyf. Til að byrja með eru notuð 1—2 mg á dag, en ef það nægir ekki er skammturinn smáaukinn þangað til einkenn- in hverfa. Þá er skammturinn aftur minnkaður, þar til komið er að lægsta skammti, sem þarf til að sjúklingur verði einkenna- laus. Oftast nægjir 1 mg á dag. Sumir læknar hafa þann sið, að láta sjúkling taka lyfin aðeins V2 mánuð í senn og hvíla sig í vikutíma á milli. Einnig er unnt að gefa östradiol-valerianat í vöðva, t. d. Progynon-depot 10 mg í ml. Lyfið (1 ml.) er þá gefið á 3—6 vikna fresti og ákvarðast tímabilið milli spraut- anna af því hvenær einkennin koma aftur í Ijós. 60 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.