Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Blaðsíða 58

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Blaðsíða 58
Elín Eggerz Stefánsson, Eijúkrunarkona: Barátta fyrir I 2. tÖlubl. Tímarits Hjúkrunarfélags Islands ‘J974 birtist tillaga stjórnar HFl um hjúkrun- arnám, sem send var nefnd þeirri, er starfar á vegum merntamálaráðuneytisins að endur- skoðun á gildandi löggjöf um hjúkrunarnám. 1 tillögunni segir orðrétt: „Stefna ber að því að hjúkrunarnámið verði allt komið á háskóla- stig, svo fljótt sem unnt er, eða ekki seinna en við lok þessa áratugs.“ Einnig hvetur stjórnin til að undirbúningur þessa áfanga hefjist strax, því að hún telur að einungis með því a'ð sam- ræma hjúkrunargrunnnám allra þeirra er slíkt nám stunda hérlendis, fái öll hjúkninarstéttin notið sömu menntunarmöguleilca og réttinda í framtíðinni. Til viðbótar hinni mikilvægu stefnumótandi tillögu um framtíðarskipan grunnnámsins leggur stjórn HFl áherslu á, að hjúkrunarkonur, sem öðlast hafa leyfi til hjúkr- unarstarfa með hinu eldra fyrirkomulagi sem Hjúkrunarskóli Islands og Nýji hjúkrunarskól- inn starfa enn eftir, fái haldið þeim réttindum óskertum framleiðis, en fái einnig aukin tæki- færi til æðri menntunar frá því sem nú er. I sama tímai’iti, 4. tölubl. 1974 birtist svo áskorun og yfirlýsing frá hjúkrunarkonum stöddum á Blönduósi í ágúst það ár, þar sem látin er í ljós djúp óánægja með að grunnmennt- un i hjúkrun sé veitt eftir tveim eða fleiri menntunarleiðum, en stuðning við grunnnám á háskólastigi er þó engan að finna. I blaðinu stendur: „Tilkoma hjúkrunarnámsbrautar við Háskóla Islands er — fremur kaldranaleg ábend- ing um að okkar menntun standist ekki kröfur tímans.“ Ennfremur er athyglinni beint að því, hversu fyrirvaralaust tilkoma námsbrautarinn- ar hafi orðið og má e. t. v. geta sér þess til, að hefði slík nýbreytni orðið með þróun fremur en byltingu, þá hefðu móttökurnar trúlega get- að orðið vinsamlegri, að minnsta kosti er auð- velt að finna hliðstæð mannleg viðbrögð við skyndilegum breytingum á mörgum öðrum svið- um. Það er skynsamelg fullyrðing Blönduóss- kvennanna, að án kennslu og aðstoðar þeirra hjúkrunarkvenna og -manna sem nú starfa í landinu, sé ógerlegt að mennta fólk til hjúkrun- arstarfa hérlendis. En á sama tíma er nauð- menntun synlegt að benda á, að tiltækur kennslukraftur stéttarinnar og menntun luins nú er fjarri því að fullnægja brýnustu þörfum starfandi hjúkn'un- armenntastofnana okkar hvað þá meir. Með nýj- um tímum koma að vísu nýir menn, en mikilvægt er að draga úr erfiðleikum þeirra með framsýni fremur en að auka þá með skammsýni. Með þetta í huga er vissulega rétt að hvetja núverandi hjúkrunarkonur og -menn til að berj- ast fyrir rétti sínum til að öðlast eigi síðri menntamöguleika en nemendur háskólanáms- brautarinnar virðast hafa og þá skal þess minnst, að meðal þeirra sem nú stunda nám við námsbrautina eru nú þegar reyndar hjúkr- unarkonur útskrifaðar úr 3ja ára námi, sem bæta vilja við sig B. Sc. gráðu í hjúkrun. Bar- áttan fyrir aukinni menntun þarf að vera bæði skynsamleg, markviss og heiðarleg. Baráttu- mennirnir verða í senn að reyna að vera víð- sýnir og framsýnir. Að gefnu tilefni er m. a. vert að athuga vandlega, hvaða áhrif starf- 82 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.