Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Blaðsíða 66

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Blaðsíða 66
Lög og reglur er varða ríkisstarfsmenn: Ur hinu nýútkomna riti Starfs- mannafélags ríkisstofnana ItEGLCGEUn um orlof o)| voikimlaforföll starfsinanna rfkisins nr. 07/1054, 129/1905, 122/1907, 377/1974. I. Kafli. Urn orlof. 1. gr. — Starfsmenn ríkisins skulu árlega fá orlof í 21 virkan dag og einskis í missa af föst- um launum. Þeir starfsmenn sem hafa 10 ára starfsaldur skulu fá orlof í 24 virka daga. Starfs- mönnum, sem eiga að baki lengri starfsaldur en 15 ár, skal veita orlof allt að 27 virkum dögum. Starfsmenn, sem hafa skemmri starfsaldur en eitt ár, skulu fá orlof í 1 og % virkan dag fyrir hvern mánuð sem þeir hafa starfað hjá ríkinu. Orlofsárið telst frá 1. júní til 31. maí næsta ár á eftir. 2. gr. — Starfsmenn skulu að jafnaði taka or- lof á tímabilinu frá 1. júní til 15. september. Forstjóri hverrar starfsgreinar eða skrifstofu ákveður í samráði við starfsmenn í hvaða röð þeir taka orlof. 3. gr. — Nú tekur starfsmaður ekki orlof eitt- hvert ár og er honum þá rétt, með samþykki yfirmanns, að leggja saman orlof þess árs og hins næsta, til orlofstöku síðara árið. Nú tekur starfsmaður ekki orlof samkvæmt beiðni yfirmanns síns og ber honum þá auka- greiðsla fyrir starf sitt þann tíma. Annars er starfsmönnum óheimilt að taka vinnu í stað orlofs í starfsgrein sinni. Skylt er starfsmanni að taka orlof ef yfir- maður hans skipar svo. U. gr. — Þeir starfsmenn sem notið hafa lengra orlofs fyrir gildistöku reglugerðar þess- arar en ákveðið er í 1. gr. skulu halda því með- an þeir gegna því starfi enda veiti fjármála- ráðuneytið heimild til slíks um hvern einstak- an starfsmann. Haldast skulu og sérreglur um orlof starfsmanna í lögum og ráðningarsamn- ingum í tilteknum greinum eða tilteknum störf- um. 90 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS ---------- II. Kafli. Urn veikindaforföll. 5. gr. — Ef starfsmaður veikist og getur af þeim sökum eigi sótt vinnu skal hann þegar til- kynna það yfirboðara sínum sem ákveður hvort læknisvottorðs skuli krafist. Vottorð skal vera frá trúnaðarlækni hlutaðeigandi stofnunar ef þess er óskað. Krefjast má læknisvottorðs af starfsmanni i veikindum hvenær sem forstöðumanni stofnun- ar þörf þykir. Ef starfsmaður kemur ekki til starfa sökum veikinda meira en 10 vinnudaga samfleytt skal hann sanna veikindi sín með læknisvottorði. Ef um er að ræða endurteknar fjarvistir starfsmanns skal hann sanna veikindi sín með læknisvottorði þegar hann hefur verið forfallað- ur meira en 15 vinnudaga samtals á einu og sama almanaksári, en eftir það hvert sinn sem hann er fjarverandi á sama ári. Ef starfsmaður er veikur um langan tíma skal hann endurnýja læknisvottorð sitt þegar tveir mánuðir eru liðnir frá því er hann veikist, en síðan á þriggja mánaða fresti meðan hann á rétt á launum skv. 6. gr. þessarar reglugerðar. Frá þessu má þó veita undanþágu, eftir tillögu trúnaðarlæknis, ef hann telur auðsætt fyrir- fram að starfsmaður verði ekki fær um að hefja starfa innan tímamarka sem tiltekin eru hér að framan. Skylt er starfsmanni, sem er frá störfum vegna veikinda svo lengi að vottorðsskylda taki til hans, að ganga undir hverja þá venjulega og viðurkennda læknisrannsókn sem trúnaðarlækn- ir kann að telja nauðsynlega, til þess að skorið verði úr því hvort veikindaforföll séu lögmæt. 6. gr. — Starfsmaður skal halda fullum laun- um svo lengi sem veikindadagar hans verði eigi fleiri en 90 á 12 mánuðum. Ef þeir verða fleiri lækka launin um helming þann tíma sem um- fram er. Þegar starfsmaður hefur verið fjarver- andi í 180 daga á 12 mánuðum fellur launa- greiðsla niður. Fyrir starfsmenn sem verið hafa í þjónustu ríkisins í 10 ár lengist 90 daga tíma- bilið í 120 daga og 180 daga tímabilið í 240 daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.