Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Blaðsíða 68

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Blaðsíða 68
og skyldur starfsmanna ríkisins, öðlast gildi 1. júlí 1954, og falla þá jafnframt úr gildi eldri ákvæði, er brj óta kunna í bága við ákvæði henn- ar. LÖG um ttrlof nr. »7/1 »71. 1. gr. — Allir þeir sem starfa í þjónustu ann- arra gegn launum, hvort sem þau eru greidd í peningu meða öðrum verðmætum, eiga rétt á orlofi ásamt orlofsfé eða launum samkvæmt reglum þessara laga. 2. gr. — Lög þessi rýra ekki víðtækari eða hagkvæmari orlofsrétt samkvæmt öðrum lög- um, samningum eða venjum. Samningur um minni rétt til handa launþeg- um en lög þessi ákveða er ógildur. 3. gr. — Orlof skal vera 2 dagar fyrir hvern unninn mánuð á síðasta orlofsári og reiknast hálfur mánuður eða meira sem heill mánuður en skemmri tími telst ekki með. Það telst vinnu- tími samkvæmt þessari grein þótt maður sé frá vinnu vegna veikinda eða slysa meðan hann fær kaup greitt eða hann er í orlofi. Sunnudagar og aðrir helgidagar teljast ekki orlofsdagar. Orlofsárið er frá 1. maí til 30. apríl. U. gr. — Af orlofinu skal a. m. k. 21 orlofs- dagur veittur á tímabilinu frá 2. maí til 15. sept- ember. Ef orlof er skemmra en 21 dagur skal það vera veitt í einu lagi á þessu tímabili. Af- ganginn af orlofinu skal einnig veita í einu lagi en það má veita á öðrum tíma árs. 1 vinnu við landbúnað og síldveiðar má veita allt að helmingi orlofsins utan orlofstímabilsins. Aðilar geta með samkomulagi vikið frá regl- um þessarar greinar um skiptingu orlofs. Or- lofi skal þó alltaf lokið fyrir lok orlofsársins. 5. gr. — Atvinnurekandi ákveður í samráði við launþega hvenær orlof skuli veitt. Hann skal verða við óskum launþega um hvenær orlof skuli veitt, að svo miklu leyti sem unnt er vegna starf- seminnar. Atvinnurekandi skal að könnun á vilja launþega lokinni tilkynna, svo fljótt sem unnt er og í síðasta lagi mánuði fyrir byrjun orlofs, hvenær orlof skuli hefjast nema sérstak- ar ástæður hamli. 6. gr. — Geti starfsmaður ekki vegna veik- inda farið í orlof á þeim tíma sem vinnuveit- andi ákveður skv. 5. gr. skal hann sanna forföll sín með vottorði sjúkrasamlagslæknis síns eða héraðslæknis. Getur starfsmaður þá krafist or- lofs á öðrum tímum en ákveðið er í 4. gr. en þó ekki síðar en svo, að orlofi hans sé lokið fyrir 31. maí næstan á eftir. Geti starfsmaður ekki vegna veikinda farið í orlof fyrir þann tíma á hann rétt á að fá orlofsfé sitt greitt ef hann sannar veikindi sín á sama hátt og að ofan greinir. 7. gr. — Atvinnurekandi skal greiða í orlofs- fé 8l/s% af launum. Nú er kaup greitt með fæði, húsnæði eða öðr- um hlunnindum og greiðist þá orlofsfé af verð- mæti þess sem miðast við mat skattayfirvalda við síðustu ákvörðun tekjuskatts. Eigi skal reikna orlofsfé af gi'eiðslum sem ekki eru tekjuskattsskyldar hjá orlofsþega. Sama gildir um orlofslaun og orlofsfé. Krafa um greiðslu orlofsfjár er forgangskrafa í dánar- eða þrotabú atvinnurekanda til jafns við kröfur þær sem um ræðir í 83. gr. b. 5. lið skiptalaganna, nr. 3 12. apríl 1878. 8. gr. — Fastur starfsmaður fær laun í orlofi í stað orlofsfjár, auk þess eftir atvikum fæði, húsnæði og önnur hlunnindi eftir mati skv. 2. mgr. 7. gr. Nú skiptir fastur starfsmaður um starf ein- hvern tíma á orlofsárinu og ber þá að greiða honum orlofsfé í stað orlofslauna á því orlofs- ári öllu. Laun fyrir orlofsdaga skulu greidd næsta virkan dag áður en orlof hefst. 9. gr. — Nú liggur atvinnurekstur niðri, á meðan á orlofi stendur, vegna þess að starfs- fólkinu er veitt orlof samtímis og geta þá þeir launþegar sem ekki eiga rétt á fullu orlofi ekki krafist launa eða orlofsfjár fyrir þá daga sem á vantar. 10. gr. — Félagsmálaráðherra setur reglur um útreikning orlofsfjár launþega sem ekki taka laun beint frá atvinnurekanda sínum heldur fá greitt í þjónustugjaldi eða á annan hátt sem er frábrugðinn venjulegum greiðslumáta launa. 11. gr. — Orlofsfé skal greitt á þann hátt að tryggt sé að launþeginn fái það í hendur þegar hann tekur orlof. Félagsmálaráðherra setur reglugerð um þetta atriði í samráði við Alþýðu- samband Islands, Vinnuveitendasamband Is- lands og Vinnumálasamband samvinnufélag- anna. 12. gr. — Óheimilt er manni að vinna fyrir launum í starfsgrein sinni eða skyldum starfs- greinum meðan hann er í orlofi og má setja um þetta nánari ákvæði í reglugerð. 13. gr. — Framsal orlofsfjár og flutningur þess á milli orlofsára er óheimilt. Orlofsfé sem orlofsþegi hefur ekki tekið út innan árs frá lokum orlofsársins rennur í líf- eyrissjóð orlofsþega sem aukaiðgjald af hans hálfu til sjóðsins. Um réttindi sem slíkar ið- gjaldagreiðslur veita fer eftir reglum hlutaðeig- andi sjóðs. 14. gr. — Kröfur á hendur vinnuveitendum 92 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.