Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Blaðsíða 16
Við hefðum öll
viljað gera betur
Rætt við
Sigríði Bachmann hjúkrunarkonu
Eftirfarandi viStal birtist í
Morgunblaöinu 10. desember
197U og birtum viS það hér með
leyfi viðkomandi aðila.
Sigríöur Bachmann lauh hjúkr-
unamami í Bretlandi 1927 og
hóf síöan nám viö heilsuvemd-
arslcóla Alþjóöa Rauöa kross
félaga í Bretlandi í því skyni aö
hefja störf hjá Akureyrardeild
Rauöa lcross Islands en deildin
haföi veriö stofnuö fyrst deilda
RKl áriö 1925. Deildin réö strax
hjúkrunarkonu í þjónustu sína.
Sigríöur Bachmann varö síöan
forstööulcona Landspítalans.
Hún hefur hlotiö ýmsa viöur-
kenningu RKÍ, er heiöursfélagi,
hefur hlotiö heiöursmerki RKÍ
og Florence Nightingale-orÖuna
sem Alþjóöa Rauöi krossinn
veitir fyrir afburöastörf á sviöi
hjúkrunarmála.
Ég hóf störf hjá Akureyrar-
deildinni 1. jan. 1929. Starfið
var fólgið í heimilishjúkrun og
heilsuverndarstörfum. Formað-
ur Akureyrardeildarinnar var
Steingrímur Matthíasson, hér-
aðslæknir og sjúkrahúslæknir á
Akureyri. Hann var mikill af-
burðamaður, áhugamaður um
heilsuvernd og framfarir og lét
ekki sitja við orðin tóm. Hann
var forgöngumaður stofnunar
RKl ásamt Sveini Björnssyni.
Steingrímur hafði kynnst Rauða
kross starfi í Danmörku og
Bretlandi og kynnst ýmsum for-
ystumönnum alþjóðasambands-
ins sem þá hafði aðsetur í París.
Við starfræktum á Akureyri
berklavarnastöð ásamt Jónasi
Rafnar lækni. Steingrímur lagði
mikla áherslu á hjúkrun sjúkra
í heimahúsum. Erfitt var að
koma sjúklingum á spítala og
dýrt þannig að fjöldi manna var
í heimahúsum rúmliggjandi og
þurfti á aðhlynningu að halda.
Kristín Thoroddsen hafði verið
hjúkrunarkona RKÍ en réðst á
Laugarnesspítala þar til hún tók
við Landspítalanum. Það lá
beint við að ég tæki við henn-
ar starfi hjá RKl og notfærði
kunnáttu mína í heilsuverndar-
starfi og kennslu.
Um þessar mundir var starf
Rauða krossins til hjálpar ver-
tíðarmönnum í Sandgerði í full-
um gangi, segir Sigríður svo.
Mitt starf var fólgið í hjálpar-
starfi þar yfir vertíðina á
hverju ári. Starfið var fólgið í
ýmiss konar aðhlynningu við
sjómennina og við hinar verstu
aðstæður. Starfið var unnið
nánast í fjörunni, ég gekk þar
á milli manna, gerði allar smá-
aðgerðir í sjóbúðunum þar sem
rýmt var fyrir mér hverju sinni.
Sjúklingarnir lágu í rúmum sín-
um í sjóbúðunum við hin erf-
iðustu skilyrði. Mikill munur
var þegar sjúkraskýlið komst
upp í Sandgerði 1937, en það
var baráttumál RKl um langt
skeið. Það létti starfið og bætti
hag sjómannanna, enda glödd-
ust þeir mjög. Þeir áttu líka
skýlið ásamt RKÍ, þeir höfðu
sjálfir lagt fram fé til þess.
Auk starfanna í Sandgerði
starfaði ég að námskeiðum í
hjálp í viðlögum og heimahjúkr-
un um landið. Var ég hvert vor
og haust á ferðalögum og í 10
ára starfi hjá RKÍ tókst mér
að halda námskeið um Vestur-
land, Vestfirði, Norðurland og
Skaftafellssýslu. Þetta starf var
mjög skemmtilegt. Fólkið var
svo þakklátt fyrir að ég skyldi
44 TÍMARIT HJÚKRUNARPÉLAGS ÍSLANDS