Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Qupperneq 16

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Qupperneq 16
Við hefðum öll viljað gera betur Rætt við Sigríði Bachmann hjúkrunarkonu Eftirfarandi viStal birtist í Morgunblaöinu 10. desember 197U og birtum viS það hér með leyfi viðkomandi aðila. Sigríöur Bachmann lauh hjúkr- unamami í Bretlandi 1927 og hóf síöan nám viö heilsuvemd- arslcóla Alþjóöa Rauöa kross félaga í Bretlandi í því skyni aö hefja störf hjá Akureyrardeild Rauöa lcross Islands en deildin haföi veriö stofnuö fyrst deilda RKl áriö 1925. Deildin réö strax hjúkrunarkonu í þjónustu sína. Sigríöur Bachmann varö síöan forstööulcona Landspítalans. Hún hefur hlotiö ýmsa viöur- kenningu RKÍ, er heiöursfélagi, hefur hlotiö heiöursmerki RKÍ og Florence Nightingale-orÖuna sem Alþjóöa Rauöi krossinn veitir fyrir afburöastörf á sviöi hjúkrunarmála. Ég hóf störf hjá Akureyrar- deildinni 1. jan. 1929. Starfið var fólgið í heimilishjúkrun og heilsuverndarstörfum. Formað- ur Akureyrardeildarinnar var Steingrímur Matthíasson, hér- aðslæknir og sjúkrahúslæknir á Akureyri. Hann var mikill af- burðamaður, áhugamaður um heilsuvernd og framfarir og lét ekki sitja við orðin tóm. Hann var forgöngumaður stofnunar RKl ásamt Sveini Björnssyni. Steingrímur hafði kynnst Rauða kross starfi í Danmörku og Bretlandi og kynnst ýmsum for- ystumönnum alþjóðasambands- ins sem þá hafði aðsetur í París. Við starfræktum á Akureyri berklavarnastöð ásamt Jónasi Rafnar lækni. Steingrímur lagði mikla áherslu á hjúkrun sjúkra í heimahúsum. Erfitt var að koma sjúklingum á spítala og dýrt þannig að fjöldi manna var í heimahúsum rúmliggjandi og þurfti á aðhlynningu að halda. Kristín Thoroddsen hafði verið hjúkrunarkona RKÍ en réðst á Laugarnesspítala þar til hún tók við Landspítalanum. Það lá beint við að ég tæki við henn- ar starfi hjá RKl og notfærði kunnáttu mína í heilsuverndar- starfi og kennslu. Um þessar mundir var starf Rauða krossins til hjálpar ver- tíðarmönnum í Sandgerði í full- um gangi, segir Sigríður svo. Mitt starf var fólgið í hjálpar- starfi þar yfir vertíðina á hverju ári. Starfið var fólgið í ýmiss konar aðhlynningu við sjómennina og við hinar verstu aðstæður. Starfið var unnið nánast í fjörunni, ég gekk þar á milli manna, gerði allar smá- aðgerðir í sjóbúðunum þar sem rýmt var fyrir mér hverju sinni. Sjúklingarnir lágu í rúmum sín- um í sjóbúðunum við hin erf- iðustu skilyrði. Mikill munur var þegar sjúkraskýlið komst upp í Sandgerði 1937, en það var baráttumál RKl um langt skeið. Það létti starfið og bætti hag sjómannanna, enda glödd- ust þeir mjög. Þeir áttu líka skýlið ásamt RKÍ, þeir höfðu sjálfir lagt fram fé til þess. Auk starfanna í Sandgerði starfaði ég að námskeiðum í hjálp í viðlögum og heimahjúkr- un um landið. Var ég hvert vor og haust á ferðalögum og í 10 ára starfi hjá RKÍ tókst mér að halda námskeið um Vestur- land, Vestfirði, Norðurland og Skaftafellssýslu. Þetta starf var mjög skemmtilegt. Fólkið var svo þakklátt fyrir að ég skyldi 44 TÍMARIT HJÚKRUNARPÉLAGS ÍSLANDS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.