Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Blaðsíða 47

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Blaðsíða 47
Starf heilsuverndarhjúkrunarkonu í Reykjavík þann áhuga, festu og lipurð í námi sínu og náð svo góðum árangri að það gefur tilefni til þeirra spurningar, hvort ekki væri vel þess vert að kanna áhuga kvenna á aldrinum 30— 45 ára fyrir hjúkrunamámi. ... Þessi nemendahópur, sem nú var að ljúka námi, gæti því með sínu góða fordæmi orðið kveikja að nýjum námstækifær- um fyrir konur sem lengi höfðu haft áhuga á hjúkrunarnámi, en orðið að gefa upp alla von um það vegna heimilisstarfa og barnauppeldis. Ef til vill verða einhverjar ykkar í þeim hópi hjúkrunarkvenna sem hrindir svona námi í framkvæmd? Að lokum kveðjuorð mín til ykkar. Ég óska ykkur þess að þið missið ekki sjónar á þeirri hug- sjón sem leitt hefur flestar ykk- ar til þessa náms, heldur verði hún ykkur leiðarljós í hjúkr- unarstarfinu og hvetji ykkur áfram til stöðugt aukinnar þekkingar". Guðrún Á. Símonar og Þur- íður Pálsdóttir, óperusöngkon- ur, sungu við undirleik Ólafs Vignis Albertssonar. Sigþrúður Ingimundardóttir, h j úkrunar- kennari, Oddur Bjarnason, lækn- ir og séra Jónas Gíslason ávörp- uðu hinar nýju hjúkrunarkonur. Síðan kvaddi Steinunn Hall- dórsdóttir skólann fyrir hönd hinna nýútskrifuðu hjúkrunar- kvenna. Að brautskráningu lokinni voru þær teknar inn í Hjúkr- unarfélagið. Viðstaddar út- skriftina voru hjúkrunarkonur brautskráðar frá HSl fyrir 20 árum og 10 árum og færðu þær skólanum góðar gjafir. 20 ára hjúkrunarkonur færðu skólan- um að gjöf 3 þjóðhátíðarplatta. 10 ára hjúkrunarkonur færðu skólanum fjárupphæð kr. 33.000,00 í minningarsjóð Krist- ínar Thoroddsen til minningar um Lönu Johnson bekkjarsyst- ur sína. □ Eftirfarandi erindi fluttu heilsuvemdarhjúkrunarkon- u'rnar Ástríður Karlsdóttir Tynes og Kolbrún Ágústsdóttir á námskeiói fyrir hjúkrunar- konur er hófst 17. febrúar sl. í Hjúkrunarskóla íslands. Timarit HFÍ fór þess á leit viö þær aS mega birta erindið og var þaö góöfúslega veitt. Fyrst ætla ég að skilgreina hvað átt er við með heilsuvernd. Með heilsuvernd er reynt að koma í veg fyrir sjúkdóma og stuðla að því að viðhalda heilsu manna á sem bestan hátt. Með henni er leitast við að útrýma þeim hættum sem gætu verið heilsuspillandi. Heilsuvernd nær yfir ævi- skeið mannsins frá fósturlífi til dauðadags. Nú langar mig til að gera grein fyrir heilsuverndarnám- inu. Heilsuverndarhj úkrunar- kona hefur almennt hjúkrunar- próf og tveggja ára starfs- reynslu á ýmsum deildum. Framhaldsnámið tekur 9 mán- uði, 5 mán. bóklegt og 4 mán. verklegt. Náminu lýkur með prófi. Aðalkennslugreinar eru starfsaðferð við heilsuvernd, næringarfræði, almenn sálar- fræði og barnasálarfræði, kven- sjúkdómafræði, félagsfræði, uppeldisfræði, erfðafræði, töl- fræði, barnasjúkdómafræði, berklavarnir og heilbrigðiseftir- lit. I skólanum er lögð áhersla á að þjálfa hjúkrunarkonuna í sjálfstæðum vinnubrögðum, m. a. með ýmsum verkefnum, þar sem hún verður að afla sér gagna, vinna úr þeim og draga eigin ályktanir. I verklega nám- inu öðlast hjúkrunarkonan tæki- færi til að prófa og þjálfa sig í ýmsum verkefnum. Þannig getur hún öðlast nauðsynlegt öryggi. Starf heilsuverndarhj úkrun- arkonu miðar að því að bæta velferð einstaklingsins, fjöl- skyldunnar og þjóðfélagsins. Starfssvið heilsuverndar- hjúkrunarkonu er eftirfarandi: a) Hún leiðbeinir um almenna hollustu og heilbrigðishætti og b) hvernig koma á í veg fyrir sjúkdóma og slys og stuðla að líkamlegri, andlegri og félagslegri velferð. c) Hún vinnur að skipulagn- ingu heilsuverndar og heil- brigðisþjónustu. d) Heilsuverndarhjúkrunar- kona starfar með læknum og öðrum heilbrigðisstéttum, en í daglegum störfum vinnur hún sjálfstætt. Starf heilsuverndarhj úkrun- arkonu má skipuleggja á ýmsa vegu og fer það eftir aðstæðum. Hún getur t. d. annast alhliða heilsuvernd og væri það eðlilegt í litlu sveitarfélagi eða fámenni. I þéttbýli gæti hún annast ein- hverja eina grein sérstaklega eða haft tvær til þrjár samhliða, en það fer eftir því hvernig þjónustan er skipulögð. Aðalgreinar heilsuverndar eru TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 75
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.