Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Side 47
Starf heilsuverndarhjúkrunarkonu
í Reykjavík
þann áhuga, festu og lipurð í
námi sínu og náð svo góðum
árangri að það gefur tilefni til
þeirra spurningar, hvort ekki
væri vel þess vert að kanna
áhuga kvenna á aldrinum 30—
45 ára fyrir hjúkrunamámi.
... Þessi nemendahópur, sem
nú var að ljúka námi, gæti því
með sínu góða fordæmi orðið
kveikja að nýjum námstækifær-
um fyrir konur sem lengi höfðu
haft áhuga á hjúkrunarnámi, en
orðið að gefa upp alla von um
það vegna heimilisstarfa og
barnauppeldis. Ef til vill verða
einhverjar ykkar í þeim hópi
hjúkrunarkvenna sem hrindir
svona námi í framkvæmd?
Að lokum kveðjuorð mín til
ykkar.
Ég óska ykkur þess að þið
missið ekki sjónar á þeirri hug-
sjón sem leitt hefur flestar ykk-
ar til þessa náms, heldur verði
hún ykkur leiðarljós í hjúkr-
unarstarfinu og hvetji ykkur
áfram til stöðugt aukinnar
þekkingar".
Guðrún Á. Símonar og Þur-
íður Pálsdóttir, óperusöngkon-
ur, sungu við undirleik Ólafs
Vignis Albertssonar. Sigþrúður
Ingimundardóttir, h j úkrunar-
kennari, Oddur Bjarnason, lækn-
ir og séra Jónas Gíslason ávörp-
uðu hinar nýju hjúkrunarkonur.
Síðan kvaddi Steinunn Hall-
dórsdóttir skólann fyrir hönd
hinna nýútskrifuðu hjúkrunar-
kvenna.
Að brautskráningu lokinni
voru þær teknar inn í Hjúkr-
unarfélagið. Viðstaddar út-
skriftina voru hjúkrunarkonur
brautskráðar frá HSl fyrir 20
árum og 10 árum og færðu þær
skólanum góðar gjafir. 20 ára
hjúkrunarkonur færðu skólan-
um að gjöf 3 þjóðhátíðarplatta.
10 ára hjúkrunarkonur færðu
skólanum fjárupphæð kr.
33.000,00 í minningarsjóð Krist-
ínar Thoroddsen til minningar
um Lönu Johnson bekkjarsyst-
ur sína. □
Eftirfarandi erindi fluttu
heilsuvemdarhjúkrunarkon-
u'rnar Ástríður Karlsdóttir
Tynes og Kolbrún Ágústsdóttir
á námskeiói fyrir hjúkrunar-
konur er hófst 17. febrúar sl. í
Hjúkrunarskóla íslands.
Timarit HFÍ fór þess á leit viö
þær aS mega birta erindið og
var þaö góöfúslega veitt.
Fyrst ætla ég að skilgreina
hvað átt er við með heilsuvernd.
Með heilsuvernd er reynt að
koma í veg fyrir sjúkdóma og
stuðla að því að viðhalda heilsu
manna á sem bestan hátt. Með
henni er leitast við að útrýma
þeim hættum sem gætu verið
heilsuspillandi.
Heilsuvernd nær yfir ævi-
skeið mannsins frá fósturlífi til
dauðadags.
Nú langar mig til að gera
grein fyrir heilsuverndarnám-
inu. Heilsuverndarhj úkrunar-
kona hefur almennt hjúkrunar-
próf og tveggja ára starfs-
reynslu á ýmsum deildum.
Framhaldsnámið tekur 9 mán-
uði, 5 mán. bóklegt og 4 mán.
verklegt. Náminu lýkur með
prófi. Aðalkennslugreinar eru
starfsaðferð við heilsuvernd,
næringarfræði, almenn sálar-
fræði og barnasálarfræði, kven-
sjúkdómafræði, félagsfræði,
uppeldisfræði, erfðafræði, töl-
fræði, barnasjúkdómafræði,
berklavarnir og heilbrigðiseftir-
lit.
I skólanum er lögð áhersla á
að þjálfa hjúkrunarkonuna í
sjálfstæðum vinnubrögðum, m.
a. með ýmsum verkefnum, þar
sem hún verður að afla sér
gagna, vinna úr þeim og draga
eigin ályktanir. I verklega nám-
inu öðlast hjúkrunarkonan tæki-
færi til að prófa og þjálfa sig
í ýmsum verkefnum. Þannig
getur hún öðlast nauðsynlegt
öryggi.
Starf heilsuverndarhj úkrun-
arkonu miðar að því að bæta
velferð einstaklingsins, fjöl-
skyldunnar og þjóðfélagsins.
Starfssvið heilsuverndar-
hjúkrunarkonu er eftirfarandi:
a) Hún leiðbeinir um almenna
hollustu og heilbrigðishætti
og
b) hvernig koma á í veg fyrir
sjúkdóma og slys og stuðla
að líkamlegri, andlegri og
félagslegri velferð.
c) Hún vinnur að skipulagn-
ingu heilsuverndar og heil-
brigðisþjónustu.
d) Heilsuverndarhjúkrunar-
kona starfar með læknum og
öðrum heilbrigðisstéttum, en
í daglegum störfum vinnur
hún sjálfstætt.
Starf heilsuverndarhj úkrun-
arkonu má skipuleggja á ýmsa
vegu og fer það eftir aðstæðum.
Hún getur t. d. annast alhliða
heilsuvernd og væri það eðlilegt
í litlu sveitarfélagi eða fámenni.
I þéttbýli gæti hún annast ein-
hverja eina grein sérstaklega
eða haft tvær til þrjár samhliða,
en það fer eftir því hvernig
þjónustan er skipulögð.
Aðalgreinar heilsuverndar eru
TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 75