Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Blaðsíða 54

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Blaðsíða 54
190 hjúkrunarkomir telja eyðingu lífs brot á siðareglum 190 hjúkrunarkonur og -nemar á Landakoti, Landspítalanum og í Hafnarfirði hafa sent Al- þingi eftirfarandi ályktun: ,,1 júní 1973 kom út nefndarálit og frumvarp til laga um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerð- ir. Olli það miklum umræðum og deilum og eftir eina umræðu á Alþingi fór það í nefnd. 1 janúar 1975 kom frumvarpið aftur fram í breyttri mynd. Undirritaðar hjúkrunarkonur fagna því að grein 9.1 hefur verið felld niður úr frum- varpinu. Skyldustörf hjúkrunarkvenna við fóstureyð- ingu fela í sér eyðingu á lífi, því teljum við að íyrir fóstureyðingu þurfi. að liggja gildar heilsu- fars- og félagslegar ástæður móður. Að öðrum kosti teljum við að vinna við þessi störf sé brot á þeim siðareglum sem okkur ber að virða. 1 alþjóða siðareglum hjúkrunarkvenna segir: „Hjúkrunarkonan skal nota þekkingu sína og þjálfun til þess að vernda líf, lina þjáningar og efla heilbrigði“ og einnig „að taka ábyrgan þátt í störfum annarra þjóðfélagsþegna til eflingar heilbrigðismála og annarra velferðamála". Verði frumvarpið samþykkt í sinni upprunalegu mynd munum við mælast til þess að inn í frumvarþið verði felld ákvæði um að hjúkrunarkonan þurfi ekki að vinna við framkvæmd umræddra að- gerða“. Forgöngu um undirskriftirnar höfðu Vigdís Magnúsdóttir, forstöðukona, Landspítalanum, Bjarney Tryggvadóttir, aðstoðarforstöðukona, Landspítalanum, Guðrún Árnadóttir, deildar- hjúkrunarkona, Fæðingardeild Landspítalans, Dóra Hansen, skurðstofuhjúkrunarkona, Fæð- ingardeild Landspítalans, og María Finnsdóttir, h j úkrunarkona. Reglugerð um breytingu á reglugerð um orlof og veik- indaforföll starfsmanna ríkisins nr. 87/1954, 129/1965, 122/1967. Tímarit HFl vill vekja athygli lesenda sinna á reglugerð þessari en hún birtist í Ásgarði blaði BSRB 1. tölubl. 1975. Samsýning sjúldinga á Borgarspítalanum 1 mars SL. var í Borgarspítalanum sýning á munum, sem sjúklingar á hinum ýmsu deildum hafa unnið sem lið í svokallaðri iðjuþjálfun. Þetta er fyrsta samsýning sjúklinga í spítalan- um, en önnur sýningin, sem Starfsmannaráð Borgarspítalans gengst fyrir. 1 janúar var sýn- ing á málverkum og höggmyndum ýmissa félaga úr Félagi íslenskra myndlistarmanna. Þær deild- ir sem taka þátt í þessari sýningu eru geðdeild Borgarspítalans í Fossvogi, Arnarholti og á Hvítabandinu, og Endurhæfingar- og hjúkrun- ardeild á Heilsuverndarstöðinni. Að sögn Arnai' Smára Arnaldssonar, formanns Starfsmanna- ráðsins, voru tildrög þessarar sýningar undir- búningur fyrir sölusýningu á munum vistmanna í Arnarholti, sem hófst í apríl. Við opnun sýningarinnar sagði Karl Strand yfirlæknir geðdeildar m. a. að iðjuþjálfun- in, sem þessi verk eru ávöxtur af, væri afar mikilvægur liður í viðleitni til að gera óvirka sjúklinga virka, koma þeim út úr einveruheimi þeirra, og veita þeim sjálfstraust og trú á eigin getu. Einnig væru verkin á þessari sýningu eins konar útrás fyrir innibyrgðar tilfinningar, til- raunir sjúklinganna til að tjá sig og spegli því oft sálarástand þeirra er viðkomandi verk varð til. Ásgeir B. Elíasson yfirlæknir endurhæfing- ardeildar sagði, að hjá sjúklingum með vefræna sjúkdóma væri kjarni iðjuþjálfunarinnar sá sami og hjá geðsjúkum, þ. e. að gera óvirkan sjúkling virkan með því að æfa upp hreyfinga- getu og starfshæfni, auk þess sem þessi iðja auðgaði líf sjúklinganna að miklum mun. Trúnaðarráð HFÍ Trúnaðarráð HFÍ kosið á fundi með trúnaðar- mönnum á skrifstofu HFl 25. apríl 1975. (Kosn- ing gildir til aðalfundar trúnaðarmanna haust- ið 1975). Valgerður Jónsdóttir, Landspítala, svæf.d. Guðrún Sveinsdóttir, Heilsuverndarstöð R. Ólína Torfadóttir, Borgarspítala, gjörgæslud. Vígdögg Björgvinsdóttir, Kleppssp., deild 4. Elísabet Kemp, Vífilsstöðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.