Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Page 54
190 hjúkrunarkomir telja
eyðingu lífs brot á siðareglum
190 hjúkrunarkonur og -nemar á Landakoti,
Landspítalanum og í Hafnarfirði hafa sent Al-
þingi eftirfarandi ályktun:
,,1 júní 1973 kom út nefndarálit og frumvarp
til laga um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerð-
ir. Olli það miklum umræðum og deilum og eftir
eina umræðu á Alþingi fór það í nefnd. 1 janúar
1975 kom frumvarpið aftur fram í breyttri
mynd. Undirritaðar hjúkrunarkonur fagna því
að grein 9.1 hefur verið felld niður úr frum-
varpinu.
Skyldustörf hjúkrunarkvenna við fóstureyð-
ingu fela í sér eyðingu á lífi, því teljum við að
íyrir fóstureyðingu þurfi. að liggja gildar heilsu-
fars- og félagslegar ástæður móður. Að öðrum
kosti teljum við að vinna við þessi störf sé brot
á þeim siðareglum sem okkur ber að virða.
1 alþjóða siðareglum hjúkrunarkvenna segir:
„Hjúkrunarkonan skal nota þekkingu sína og
þjálfun til þess að vernda líf, lina þjáningar og
efla heilbrigði“ og einnig „að taka ábyrgan þátt
í störfum annarra þjóðfélagsþegna til eflingar
heilbrigðismála og annarra velferðamála". Verði
frumvarpið samþykkt í sinni upprunalegu mynd
munum við mælast til þess að inn í frumvarþið
verði felld ákvæði um að hjúkrunarkonan þurfi
ekki að vinna við framkvæmd umræddra að-
gerða“.
Forgöngu um undirskriftirnar höfðu Vigdís
Magnúsdóttir, forstöðukona, Landspítalanum,
Bjarney Tryggvadóttir, aðstoðarforstöðukona,
Landspítalanum, Guðrún Árnadóttir, deildar-
hjúkrunarkona, Fæðingardeild Landspítalans,
Dóra Hansen, skurðstofuhjúkrunarkona, Fæð-
ingardeild Landspítalans, og María Finnsdóttir,
h j úkrunarkona.
Reglugerð
um breytingu á reglugerð um orlof og veik-
indaforföll starfsmanna ríkisins nr. 87/1954,
129/1965, 122/1967.
Tímarit HFl vill vekja athygli lesenda sinna
á reglugerð þessari en hún birtist í Ásgarði
blaði BSRB 1. tölubl. 1975.
Samsýning sjúldinga
á Borgarspítalanum
1 mars SL. var í Borgarspítalanum sýning á
munum, sem sjúklingar á hinum ýmsu deildum
hafa unnið sem lið í svokallaðri iðjuþjálfun.
Þetta er fyrsta samsýning sjúklinga í spítalan-
um, en önnur sýningin, sem Starfsmannaráð
Borgarspítalans gengst fyrir. 1 janúar var sýn-
ing á málverkum og höggmyndum ýmissa félaga
úr Félagi íslenskra myndlistarmanna. Þær deild-
ir sem taka þátt í þessari sýningu eru geðdeild
Borgarspítalans í Fossvogi, Arnarholti og á
Hvítabandinu, og Endurhæfingar- og hjúkrun-
ardeild á Heilsuverndarstöðinni. Að sögn Arnai'
Smára Arnaldssonar, formanns Starfsmanna-
ráðsins, voru tildrög þessarar sýningar undir-
búningur fyrir sölusýningu á munum vistmanna
í Arnarholti, sem hófst í apríl.
Við opnun sýningarinnar sagði Karl Strand
yfirlæknir geðdeildar m. a. að iðjuþjálfun-
in, sem þessi verk eru ávöxtur af, væri afar
mikilvægur liður í viðleitni til að gera óvirka
sjúklinga virka, koma þeim út úr einveruheimi
þeirra, og veita þeim sjálfstraust og trú á eigin
getu. Einnig væru verkin á þessari sýningu eins
konar útrás fyrir innibyrgðar tilfinningar, til-
raunir sjúklinganna til að tjá sig og spegli því
oft sálarástand þeirra er viðkomandi verk varð
til.
Ásgeir B. Elíasson yfirlæknir endurhæfing-
ardeildar sagði, að hjá sjúklingum með vefræna
sjúkdóma væri kjarni iðjuþjálfunarinnar sá
sami og hjá geðsjúkum, þ. e. að gera óvirkan
sjúkling virkan með því að æfa upp hreyfinga-
getu og starfshæfni, auk þess sem þessi iðja
auðgaði líf sjúklinganna að miklum mun.
Trúnaðarráð HFÍ
Trúnaðarráð HFÍ kosið á fundi með trúnaðar-
mönnum á skrifstofu HFl 25. apríl 1975. (Kosn-
ing gildir til aðalfundar trúnaðarmanna haust-
ið 1975).
Valgerður Jónsdóttir, Landspítala, svæf.d.
Guðrún Sveinsdóttir, Heilsuverndarstöð R.
Ólína Torfadóttir, Borgarspítala, gjörgæslud.
Vígdögg Björgvinsdóttir, Kleppssp., deild 4.
Elísabet Kemp, Vífilsstöðum.