Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1976, Side 12

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1976, Side 12
3. mgr. Vinnuvökur skulu vera 6-10 klst. og skulu líða minnst 9 klst. til næstu vinnuvöku. Breytingar frá þessu eru heimilar með samkomulagi starfsmanna og forráðamanna stofnunar og samþykki viðkomandi starfsmannafélags, sbr. 9. gr. 4. mgr. Þeir, sem vinna vinnuvökur á sunnudögum eiga rétt á leyfi í sömu viku þannig, að næturfrí komi jafnan fyrir og eftir frídaginn, eða eigi skemmri en 36 klst. samfleytt. 5. mgr. Sé eigi unnt að veita frídag í stað sunnudags í sömu viku vegna þess að vakt verði að hafa á sérstök- um frídegi skv. 15. gr., skal bæta sunnudaginn með öðr- um frídegi eða með yfirvinnukaupi í 7 klukkustundir. Falli sérstakur frídagur á sunnudag er ekki veittur ann- ar frídagur í stað sunnudagsins. 6. mgr. Einstök aðildarfélög eiga rétt á að semja um, að þeir (starfsmenn í fullu starfi) sem vinna á reglu- bundnum vinnuvökum (og skila til jafnaðar 40 klst. vinnu á viku allt árið) geti í stað greiðslna skv. 2. mgr. 10. gr. fengið frí á óskertum föstum launum í 12 daga á ári miðað við heils árs starf. 7. mgr. Vinnu, sem fellur á sérstaka frídaga sbr. framanritað skal auk þess launa með vaktaálagi, sé þessi kostur valinn, og á stórhátíðisdögum og föstudag- inn langa með tvöföldu vaktaálagi. 8. mgr. Aðilar eru sammála um, að þeir vaktavinnu- menn, sem eigi notfæra sér eða njóta heimilda skv. 6. og 7. mgr. þessarar greinar, eigi kost á svofelldum upp- gj örsmáta: Greitt verði skv. varðskrá yfirvinnukaup (tímakaup) skv. 11. gr. fyrir vinnu á almennum frídögum og stór- hátíðardögum skv. 15. gr. Bættur skal hver dagur, sem ekki er merktur vinnudagur á varðskrá og fellur á al- mennan frídag eða stórhátíðardag, annan en sunnudag, með greiðslu yfirvinnukaups í 7 klukkustundir eða með öðrum frídegi. 14. gr. Álag vegna afbrigðilegs vinnutima 1. mgr. Þeir, sem vinna á reglubundnum vinnuvök- um eða vinna hluta af vikulegri vinnuskyldu sinni utan dagvinnutímabils, skulu fá vaktaálag fyrir unnin störf á peim tíma, er fellur utan venjulegs dagvinnutímabils. 2. mgr. Vaktaálag fyrir hverja klst. skal vera 33,33% af dagvinnutímakaupi í lfl. B 11, sbr. 2. gr. Álag þetta greiðist á sama hátt og yfirvinnukaup. 18.gr. Orlof 1. mgr. Lágmarksorlof skal vera 24 virkir dagar (að laugardögum meðtöldum), þ. e. 160 vinnuskyldustund- 50 ir miðað við fullt ársstarf. Starfsmaður, sem unnið hef- ur hluta af fullu starfi eða hluta úr ári skal fá orlof í 2 virka daga fyrir hvern mánuð, þ. e. 13Ys vinnuskyldu- stund fyrir fullt mánaðarstarf. Þegar starfsmaður í vaktavinnu fer í orlof skal hann fá óyggjandi upplýs- ingar um hvenær hann skuli mæta á vakt að orlofi loknu og skal þá að jafnaði miðað við að varðskrá haldist óbreytt. 2. mgr. Starfsmaður, sem náð hefur 10 ára starfs- aldri eða 40 ára aldri á því almanaksári, sem tímabil sumarorlofs tilheyrir, fær að auki orlof, sem svarar til 24 vinnuskyldustunda í dagvinnu. Við 20 ára starfs- aldur eða 50 ára aldur fær hann enn að auki orlof, sem svarar til 24 vinnuskyldustunda í dagvinnu. Starfsaldur til orlofs skal reiknaður eftir sömu reglum og starfs- aldur til launa, sbr. 4. og 5. mgr. 5. gr. 3. mgr. Starfsmaður skal fá 8,33% í orlofsfé á yfir- vinnu og álagsgreiðslur samkvæmt samningi þessum. Reglur samkvæmt samningi þessum koma til fram- kvæmda 1. maí 1976. 4. mgr. Ávinni starfsmaður sér ekki orlofsfé á or- lofsárinu svo nemi 15.000 kr. skal hann fá greitt orlofs- framlag, 1.250 kr. fyrir fullt mánaðarstarf að frádregn- um tólfta hluta áunnins orlofsfjár. Ekki skiptir hér máli hjá hvaða vinnuveitanda starfsmaðurinn ávann sér or- lofsféð eða fyrir hvaða starfa það var greitt. Inneign á orlofsreikningi er almennt nægileg sönnun fyrir á- unnu orlofsfé. Gjalddagi orlofsframlags er 1. júní. 5. mgr. Orlofsárið er frá 1. maí til 30. apríl. 6. mgr. Tímabil sumarorlofs er frá 1. júní til 30. september. 7. mgr. Starfsmaður á rétt á að fá 160 vinnuskyldu- stunda orlof á sumarorlofstímabilinu og allt að fullu orlofi á sama tíma verði því við komið vegna starfa stofnunarinnar. Sé orlof eða hluti orlofs tekið á öðrum árstima skal sá hluti orlofsins lengjast um einn fjórða. 8. mgr. Veikist starfsmaður í orlofi telst sá tími, sem veikindum nemur ekki til orlofs, enda sanni starfsmað- ur með læknisvottorði, að hann geti ekki notið orlofs. 9. mgr. Nú tekur starfsmaður ekki orlof eitthvert ár, og á hann þá rétt á, með samþykki yfirmanns, að leggja saman orlof þess árs og hins næsta til orlofstöku síðara árið. 10. mgr. Greiða skal dánarbúi áunnin orlofsrétt lát- ins starfsmanns. 11. mgr. Yfirmaður ákveður í samráði við starfs- menn, hvenær orlof skuli veitt. Honum er skylt að verða við óskum starfsmanns um, hvenær orlof skuli veitt, að svo miklu leyti sem unnt er vegna starfseminnar. Yfirmaður skal að lokinni könnun á vilja starfsmanna tilkynna svo fljótt sem unnt er og í síðasta lagi mánuði TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.