Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1976, Qupperneq 13

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1976, Qupperneq 13
fyrir byrjun orlofs, hvenær orlof skuli hefjast, nema sér- stakar ástæður hamli. 20. gr. Ýmis ákvæði T ryggingar: 1. rngr. Bókun I með samningi 10. mars gildi. Nefnd skv. 12. mgr. 19. gr. endurskoði tryggingafjárhæðir einu sinni á ári miðað við áramót og sé endurskoðun lokið fyrir árslok. Aðbúnaður og hollustuhœttir: 1. mgr. Vinnustaðir skulu vera bjartir og þrifalegir og hafa góða loftræstingu, þannig að andrúmsloft meng- ist ekki. Kaffi- og matstofur skulu vera búnar skv. kröfum Heilbrigðiseftirlits ríkisins. 2. mgr. Handlaugar, salerni og böð á vinnustað skulu vera fullnægjandi að dómi Heilhrigðiseftirlits ríkisins. 3. mgr. Starfsmenn, sem stunda óþrifaleg störf. skulu hafa aðgang að böðum eftir því sem aðstæður leyfa. 4. mgr. Algengustu lyf og sjúkragögn skulu vera fyr- ir hendi á vinnustað til nota við fyrstu aðgerð í slysa- tilfellum. Lyfja- og sjúkragögn skulu vera í vörslu og á ábyrgð verkstjóra og trúnaðarmanna. 5. mgr. Á vinnustöðum skal vera fyrir hendi til af- nota tæki og öryggisbúnaður, sem öryggiseftirlit ríkis- ins telur nauðsynlegan. 6. mgr. Sé nauðsynlegt að skipta um föt á vinnustað skal starfsmaður hafa aðgang að fataskáp. Gisting: 1. mgr. Sé starfsmanni, sem er við störf fjarri heim- ili sínu, gert að gista í húsnæði, sem er í eigu eða um- ráði ríkisins, skal það gistirými vera hlýtt og hreinlegt og viðlegubúnaður sambærilegur við það, sem gerist á gistihúsum, eftir því sem við verður komið. Aðgangur skal vera að hreinlætistækjum, þar á meðal steypibaði. 2. mgr. Ef gistirými er skáli í óbyggðum skal gisti- aðstaða eigi vera lakari en tíðkast í sæluhúsum Ferða- félags Islands. Hlífðarföt: 1. mgr. Þar sem krafist er einkennisfatnaðar eða sér- stök hlífðarföt eru nauðsynleg, t. d. vinnusloppar, skal starfsmönnum séð fyrir slíkum fatnaði, þeim að kostn- aðarlausu. Sama gildir um hlífðarföt vegna óþrifalegra starfa. 2. mgr. Starfsmönnum skal lagður til þeim að kostn- aðarlausu sá hlífðarútbúnaður, sem krafist er skv. ör- yggisreglum, enda er starfsmönnum skylt að nota hann. 21. gr. 1. mgr. Samningur þessi gildir til 30. júní 1978 og er uppsegjanlegur af hendi beggja aðila með fjögurra mánaða uppsagnarfresti miðað við 1. janúar 1978. 2. mgr. Þessu til staðfestingar eru undirskriftir fjár- málaráðherra f. h. ríkissjóðs og formanns Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, ásamt samninganefndum aðila. Reykjavík, 1. apríl 1976. Matthías A. Mathiesen, fjúrmálaráðherra. Kristján Thorlacius, jormaður B.S.R.B. FYLGISKJAL I með kjarasamningi fjármálaráðherra og Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, 1. apríl 1976. Samsvörun launaflokka í kjarasamningi frá 15. des. 1973 og samningi 31. mars 1976. Samningur 15.12.1973 Samningur 31. 3.1976 Lfl. 10 Lfl. B 1 — 11 — B 2 — 12 — B 3 — 13 — B 4 — 14 — B 5 — 15 — B 6 — 16 — B 7 — 17 — B 8 — 18 — B 9 — 19 — B 10 — 20 — B 11 — 21 — B 12 — 22 — B 13 — 23 — B 14 — 24 — B 15 — 25 — B 16 — 26 — B 17 — 27 — B 18 — 28 — B 19 — B 1 — B 20 — B 2 — B 22 — B 3 — B 23 — B 4 — B 25 — B 5 — B 27 — B 6 — B 28 — B 7 — B 29 — B 8 — B 30 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 51

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.