Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1976, Síða 14

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1976, Síða 14
FYLGISKJAL II Bókun IV 1. mgr. Fjármálaráðuneytiff mun beita sér fyrir, að allt orlof verði veitt á sumarorlofstíma sé þess óskað af hálfu starfsmanns og því verður við komið vegna starfa stofnunarinnar. Bókun VII 1. mgr. Þrátt fyrir ákvæði 1. og 2. mgr. 11. gr. skulu þeir starfsmenn, sem eru í starfi við gildistöku þessa samnings og eigi hafa náð 2. launaþrepi halda yfir- vinnukaupi skv. 2. launaþrepi. Framangreindar bókanir eru hér með staðfestar. Reykjavík, 1. apríl 1976. Matthías A. Mathiesen, fjármálaráðherra. Kristján Thorlacius, formaður B.S.R.B. KJARASAMNINGUR milli Reykjavíkurborgar og Hjúkrunar- félags íslands fyrir tímabilið 1. júli 1976 til 30. júní 1978. 1. gr. Um laun og önnur kjör hjúkrunarfræðinga í starfi hjá sjúkrastofnunum Reykjavíkurborgar skulu gilda ákvæði kjarasamninga B.S.R.B og ríkisins frá 1. apríl 1976 og eftir því sem við á með eftirtöldum frávikum. 2. gr. Frá 1. júlí 1976 til 30. september 1976 skulu laun samkv. 3. launaþrepi 13. lfl. vera kr. 95.926,00 og á tímabilinu 1. okt. 1976 til 1. febrúar 1977 skulu launin vera kr. 101.681,00. Persónuuppbót skal greiða í einu lagi í desember- mánuði fyrir umliðið ár. Persónuuppbót fyrir 1977 skal greidd með álagi sem svarar breytingu á launum skv. 3. launaþrepi 11. launa- flokks frá 1. desember 1976 til jafnlengdar 1977. Starfsmaður sem hlotið hefur persónuuppbót fyrir umliðið ár og fer á eftirlaun skal fá greidda fulla per- sónuuppbót í desember, enda liafi hann skilað fullu starfi í a. m. k. hálft ár á síðasta starfsárinu. Framan- greind regla gildir einnig um þá sem sökum heilsubrests minnka við sig starf, enda liggi fyrir um það vottorð trúnaðarlæknis borgarinnar. I báðum þessum tilfellum greiðist persónuuppbótin í síðasta skipti í desember það ár sem starfsbreytingin á sér stað. Reykjavik, 9. april 1976. F. h. Hjúkrunarfélags íslands, Aslaug Björnsdóttir, Ingibjörg Helgadóltir, Oddjríður L. Harðardóttir, Guðbjörg Andrésdóttir, Sigríður Þorvaldsdóttir. Launamálanefnd Reykjavíkurborgar að áskildu samþykki borgarráðs, Albert Guðmundsson, Kristján Benediktsson, Sigurjón Pétursson. 3. gr. í stað „20 ára starfsaldurs“ í 2. mgr. 18. gr. kjara- samnings B.S.R.B. og ríkisins komi .18 ára starfsald- 4. gr. Nú hefur starfsmaður verið í föstu og fullu starfi hjá Reykjavíkurborg í samtals 18 ár og skal hann þá fá greidda árlega persónuuppbót, kr. 30.000,00. 52 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.