Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1976, Side 21

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1976, Side 21
Menntun hjúkrunarfræðings María Finnsdóttir Tímarit HFÍ fór þess á leit við Maríu Finnsdóttur, er kennir við námsbraut í hjúkrunarfræði við Háskóla íslands, að hún fjallaði lítillega um menntunarmál hjúkrunarfræðinga og möguleika á framhalds- námi — Til gamans má geta þess að María lauk BA prófi í sálarfræði s.l. haust. Menntunarmál hjúkrunarstéttarinn- ar hafa verið í sviðsljósinu að und- anförnu. Með tilkomu námsbrautar í hjúkrunarfræði við Háskóla Is- lands hafa hjúkrunarfræðingar velt fyrir sér hvaða möguleikar opnuðusl jreim þar til áframhaldandi náms. A síðastliðnu ári bar Þórarinn Þórarinsson alþingism. fram fyrir- spurn á Alþingi þar að lútandi. Fyr- irspurnin er á þessa leið: „Hvenær má vænta ráðstafana til að tryggja hjúkrunarfræðingum rétt til fram- haldsnáms við Háskóla Islands í hj úkrunarfræði ? “1 Eg vil leyfa mér að taka hér upp orðrétt hluta af svari Vilhjálms Hj álmarssonar menntamálaráðherra. „Samkvæmt drögum að reglugerð, sem samin hefur verið fyrir náms- hraut í hjúkrunarfræði við Háskóla íslands er kennsluhlutverk náms- brautarinnar tvíþætt. I fyrsta lagi að annast kennslu í hjúkrunarfræði til B.S. prófs og í öðru lagi að annast framhaldsnám í hjúkrunarfræði fyr- ir þá, sem lokið hafa prófi frá við- urkenndum hjúkrunarskóla. 1 reglu- gerðardrögunum er gert ráð fyrir að framhaldsnám joetta fari fram í nám- skeiðum, en verði minnst eitt ár og skiptist á almennar undirstöðugrein- ar og eina sérgrein. Reglugerð hefur ennþá ekki verið staðfest fyrir náms- brautina, en fyrrgreind reglugerðar- drög eru nú til meðferðar hjá Há- skólanum."1 Til þess að hægt sé að skipuleggja framhaldsnám innan og í tengslum við námsbrautina þarf tveim skil- yrðum að vera fullnægt: 1. Að reglugerð námsbrautarinnar hafi verið samþykkt. 2. Að námshrautin hafi starfað í fjögur ár, svo námsefni hennar liggi ljóst fyrir. Þegar þessum skilyrðum er full- nægt má teljast sjálfsagt að hafist verði handa um skipulagningu fram- haldsnáms fyrir þá hjúkrunarfræð- inga sem nú eru starfandi. Séu þeim gefnir tveir valkostir: 1. Hjúkrunarfræðingar, sem auk þess að hafa lokið námi frá við- urkenndum hjúkrunarskóla, og uppfylla kröfur Háskóla íslands um aðfaranám, eigi kost á við- bótarnámi er leiði til B.S. prófs. 2. Aðrir hjúkrunarfræðingar eigi kost á framhaldsnámi í tengslum við Háskóla íslands, án þess að þurfa að bæta við sig undirbún- ingsmenntun. Þegar þessu marki er náð er lími til kominn að fara að huga að fram- haldsnámi fyrir þá hjúkrunarfræð- inga sem lokið hafa B.S. prófi. Er þar um að ræða meistarapróf í hjúkr- unarfræði. Það nám stendur nú opið hjúkrunarfræðingum í Englandi og Bandaríkjunum. I hverri starfsstétt eru alltaf ein- staklingar, sem hafa misjafnlega mikla menntun. Ákveðnar kröfur eru gerðar til grunnmenntunar. Síðan byggir hver einstaklingur ofan á þann grunn samkvæmt eigin áhuga- sviði. I dag eru tvenns konar kröfur gerðar til grunnmenntunar í hjúkr- unarfræði hér á landi. 1. Kröfur til menntunar í hjúkrunar- skóla á framhaldsskólastigi. 2. Kröfur til menntunar á háskóla- stigi. TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 59

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.