Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1976, Page 25

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1976, Page 25
ins auk þess sem sjúkrahúsið sé óhjákvæmilega kennslu- staður allra þeirra sem í heilbrigðisþjónustu vinna. Þessi nýi skilningur á því hvert hlutverk sjúkrahúss eigi að vera í þjóðfélaginu hefur verið meira og meira að ryðj a sér til rúms undanfarin ár, og það er reynt að taka fullt tillit til hans í þeirri nýju löggjöf um heil- brigðisþjónustu, sem nú gildir á Islandi. Sérstök áætlun um sjúkrahúsmál í landinu er ekki til. Þegar lög um heilbrigðisþjónustu, sem tóku gildi 1. jan- úar 1974, voru sett, voru sett mjög ákveðin ákvæði um það hvar heilsugæslustöðvar skyldu starfa, en þar var ekki á sama hátt tekið fram hvar sjúkrahús skyldi starfa, eða hvernig sjúkrahús skyldu vera í landinu. Það var hins vegar reynt að gera sér grein fyrir því hvers konar sjúkrahús skyldu vera starfandi og var upp- talning þeirra eftir starfi tekin upp í lögin. Hins vegar var gert ráð fyrir því, að hin raunveru- lega heildarskipulagning sjúkrahúsmála yrði gerð með reglugerð og er engin vafi á því að menn drógu við sig að ákvarða staðsetningu og stærð sjúkrahúsa á sama hátt og heilsugæslustöðva vegna þess að lagasetning af því tagi hefði orðið umdeild á Alþingi. Aður en lög um heilbrigðisþjónustu voru samþykkt, var lögð fram af hálfu ráðuneytisins greinargerð um vistunarrýmisþörf sjúkrahúsa, og var þar reynt að gera sér grein fyrir því hvaða þörf væri á hinum ýmsu teg- undum sjúkrahússtofnana. Þetta rit var unnið af Kjartani Jóhannssyni verkfræð- ingi í samráði við undirritaðan, en sá staðall um vist- unarrýmisþörf sem þar er settur fram, hefur ekki verið viðurkenndur af ráðuneytinu sem slíku og verður því að skoðast einungis sem leiðbeinandi enn sem komið er. í þessu riti, sem um margt má teljast áætlun í sam- bandi við sjúkrahúsmál, er gert ráð fyrir því, að sjúkrahúsþjónusta skiptist í þrennt eftir tegund sinni: 1. Heimabyggðarþjónusta. 2. Möndulþjónusta. 3. Höfuðborgarþjónusta. 1. Heimabyggðarþjónusta Með heimabyggðarþjónustu er átt við þá þjónustu á sjúkrabúsum sem skipulögð er í heimabyggð sjúklings eða næsta nágrenni hans, og sýnt fram á hve mörg sjúkrarúm þurfi til þess. 2. Möndulþjónusta Með möndulþjónustu er átt við sjúkrahúsþjónustu, sem eingöngu sé veitt á 2 stöðum á landinu, í Reykja- vík og á Akureyri, og til þess að sinna þeirri þjónustu TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS sé komið upp sérhæfðri sjúkradeildaþjónustu á flestum sviðum. 3. HöfuSborgarþjónusta Með þessari sjúkrahúsþjónustu er átt við þá sjúkra- húsþjónustu, sem eingöngu yrði framkvæmd í Reykja- vík og er þar átt við mjög sérhæfðar deildir og starf- semi, sem er í svo litlum mæli, að óhugsandi er, að hún verði í sérdeildum nema á einum stað í landinu, a. m. k. fyrst um sinn. Með því að skipta þjónustunni eftir þessum þjónustu- stigum og skipta landinu niður í ákveðin þjónustu- svæði, þ. e. 1. Höfuðborgarsvæði, 2. Akureyrarsvæði, 3. Borgarfjarðarsvæði, 4. Snæfellsnessvæði, 5. Barða- strandarsvæði, 6. ísafjarðarsvæði, 7. Húnaflóasvæði, 8. Skagafjarðarsvæði, 9. Þingeyjarsvæði, 10. Austur- land, 11. Suðurland, 12. Vestmannaeyjar, þá kom í ljós það sem menn höfðu kannski ekki átt von á, að miðað við þá staðla um vistunarrýmisþörf, sem eðlileg- ast þótti að miða við, þ. e. a. s. þeir sem Norðurlanda- þjóðir nota í dag, þá var ekki skortur sjúkrarúma nema innan ákveðinna takmarkaðra greina. VISTRÝMISÞÖRF — STAÐALL Rými/100 þús. BRÁÐIR SJÚKDÓMAR 842 1.1. Lyflækningar 243 1.1.1. Almennar 134 1.1.2. Sérgreindar 109 1.2. Handlækningar 195 1.2.1. Almennar 125 1.2.2. Sérgreindar 70 1.3. Kvenl. og fæðingar 100 1.4. Barnalækningar 55 1.5. Ymsar sérgreinar 39 1.6. Geðlækningar 210 HJÚKRUN OG ENDURHÆFING 505 2.1. Alm. hjúkrunarheimili 2.2. Geðhjúkrun 2.3. Sérhjúkrun, endurhæfing 350 VINNU OG DVALARHEIMILI 300 3.1. Vangefnir 200 3.2. Geðveilir 50 3.3. Drykkjusjúkir 50 DVALARHEIMILI ALDRAÐRA 550 Samtals 2197 63

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.