Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1976, Side 27

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1976, Side 27
Heilsugæslustöð í Borgarnesi Laugardaginn 10. janúar s.l. tók formlega til starfa Heilsugæslustöð í Borgarnesi. Hús Heilsugæslustöðvarinnar er tvær hæðir og kjallari undir hluta, gólfflötur alls 1020 fm. Við stöðina starfa þrír heilsugæslulæknar, tanlæknir, þrír hjúkrunarfræðingar, Ijósmóðir, meinatæknir, læknaritari, móttöku- og síma- stúlka og sjúkrabílstjóri, sem jafnframt er hús- vörður, en stöðin sér um framkvæmd allra sjúkra- flutninga í umdæminu. Stjórn stöðvarinnar skipa: Guðmundur Ingi- mundarson oddviti, Borgarnesi, formaður, Hauk- ur Sveinbjarnarson oddviti, Snorrastöðum, Björn Jónsson, Deildartungu, Valgarð Björnsson lækn- ir og Erla Ingadóttir hjúkrunarfræðingur. Til heilsugæsluumdæmis Borgarness teljast fimmtán hreppar með samtals um 3400 íbúum. Samningsréttarlög og verkfalls- réttur Fundur í Hjúkrunarfélagi íslands 23. mars. s.l. samþykkti eftirfarandi ályktun: Undanfarna mánuði hafa farið fram viðræður milli Bandalags starfsmanna ríkis og bæja og fulltrúa ríkisstjórnarinnar um samningsréttarmál opinberra starfsmanna. Viðræðurnar hafa nú stöðvast vegna þess að ríkisstjórnin hefur á lokastigi málsins sett óað- gengileg skilyrði, m. a. um atriði, sem viðræðu- nefndir beggja aðila töldu að þegar hefði náðst samkomulag um - og ber að átelja slík vinnu- brögð. BSRB hefur lýst því yfir að ekki verði framar unað úrskurði gerðardóma sem lokastigi í kjara- deilum og í því skyni dregið fulltrúa sína út úr Kjaradómi og Kjaranefnd. Félagar ( Hjúkrunarfélagi íslands lita því svo á að ekki sé unnt að gera kjarasamninga á grund- velli samningsréttarlaganna frá 1973. Fundurinn er sammála um að reynt skuli til þrautar að ná samkomulagi við ríkisvaldið um ný samningsréttarlög og verkfallsrétt, svo og nýj- an kjarasamning. Takist það ekki, telur fundurinn að opinberir starfsmenn eigi ekki annarra kosta völ en að grípa til félagslegra aðgerða til að knýja fram samninga sem þeir geti við unað. Hjúkrunarfélag íslands mun fyrir sitt leyti jafn- an hafa forgöngu um að lífi og heilsu fólks verði aldrei stefnt í hættu í verkfallsaðgerðum. Kerfisbundin kennsla í slysavörnum í desember s.l. sendi Ólafur Ólafsson landlækn- ir, menntamálaráðuneytinu og heilbrigðis- og tryggingarmálaráðuneytinu eftirfarandi tillögu um skipulagða kennslu í slysavörnum og slysa- hjálp í grunnskólum: Ýmis félagssamtök, svo sem Rauði Kross ís- lands, Slysavarnarfélag íslands, skátar og fleiri hafa með aðstoð hins opinbera, til dæmis Al- mannavarnarráðs, beitt sér fyrir fræðslunám- skeiðum um slysavarnir og neyðarhjálp. Þessi námskeið eru þó yfirleitt haldin fyrir takmark- aða hópa. Verulegu fjármagni er nú varið til þess að stuðla að bættri neyðarþjónustu fyrir almenn- ing. í skólum landsins er heilsufræði kennd sem skyldugrein og er það lofsvert framtak. Ljóst er þó að skipuleg kennsla í hagnýtri neyðarhjálp er ekki nægilega ýtarleg. Ég legg til að heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið í samvinnu við menntamálaráðuneytið beiti sér fyrir aö hafin verði kerfisbundin kennsla i slysavörnum og þar á meðal neyðarhjálp, til dæmis á síðasta náms- ári skyldunámsins. Reyndar sé ég ekkert því til fyrirstöðu að kennd verði í skólum ýmis atriði hagnýtrar læknishjálpar sem skyldunámsgrein. Það er skoðun lækna, að ein algengasta á- stæðan fyrir því að dauðsföll hljótast af slysum sé sú, að hjálpin berist of seint. Ennfremur telja læknar að fólk með nokkra þekkingu í neyðar- hjálp geti fengið miklu áorkað ef skjótt er við brugðið. Ef sjúklingur kemst lifandi á sjúkrahús eða í læknishendur í tæka tíð má oft forða ótíma- bærum dauða. Landlæknir leitaði álits Læknafélags islands, Hjúkrunarfélags íslands, Samtaka heilbrigðis- stétta, Slysavarnarfélags íslands, Bandalags ís- lenskra skáta, Rauða Kross Islands, Brunamála- stofnunar ríkisins, Sambands íslenskra barna- skólakennara og Landssambands framhalds- skólakennara. Stjórn Hjúkrunarfélags islands hefur lýst sig hlynnta efni tillögunnar og væntir þess að hjúkr- unarfræðingar bregðist vel við, verði leitað eftir aðstoð þeirra til að koma tillögunni í framkvæmd.

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.