Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1976, Side 34

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1976, Side 34
Útborgunardagur í Tryggingastojnun. En jiað er líka hægt að fá líjeyrinn i hvaða banka sem menn vilja skipta við. - Ljósm.: Imynd. að vera á sjúkra- eða hjúkrunardeild, er gengið þannig frá greiðslum hans, að Tryggingastofnun ríkisins greiðir uppbót á ellilífeyrinn eins og til þarf, svo að nægi fyrir dvölinni á elliheim- ilinu. Og hafi vistmaðurinn þá eng- ar tekjur, á hann rétt á „vasapening- um“. Annast skrifstofur elliheimil- anna umsóknir um þá. Sé vistmaðurinn með eftirlaun úr lífeyrissjóði, verður uppbótin frá Tryggingastofnuninni minni og jafn- vel engin, ef eftirlaunin ogellilífeyrir- inn nægja fyrir dvölinni. Þó er ævin- lega séð um, að vistmaðurinn hafi a. m. k. 4000,00, eða sem svarar vasa- peningunum, í afgang. Því er ekki að neita, að mörgum eftirlaunamönn- um hefur þótt það harður kostur, að eftirlaunin þeirra skuli ganga upp í dvöl á elliheimili, en þar þarf laga- breytingu til, ef úr á að bæta. Og vissulega má það kostulegt heita, að maður sem er á sjúkradeild og fyrir hann er þar með greitt úr sjúkratryggingum, skuli halda eftir- launum óskertum, en sá, sem dvelst á venjulegri vist, skuli missa sín eftir- laun upp í dvölina. En skýringin er sú, að sjúkratryggingar greiða dvöl- ina á sjúkradeild að fullu, þar sem ellilífeyrir fellur þá niður með öllu, en eftirlaun haldast óskert. Væri sannarlega ekki úr vegi að lagfæra þetta. Þá ættu allir þeir, sem dveljast á venjulegri vist á elliheimili, að hafa í huga, að hafi þeir frestað töku líf- eyris og eiga þar með að fá aldurs- hækkun, eiga þeir ævinlega að fá ald- urshækkunina óskerta. Elliheimilis- uppbótin er greidd að fullu, þó að aldurshækkunin sé fyrir hendi, og á hún að greiðast vistmanninum sjálf- um. Samkvæmt lögum frá 1974 eiga allir ellilífeyrisþegar að fá greiddan helming af kostnaði við tannlœkn- ingar, og gildir hið sama um gervi- tennur. Tryggingastofnun ríkisins tekur þátt í greiðslu margs konar hjálpar- tækja, en kanna verður þar hverja umsókn fyrir sig. Eina meginreglu ættu allir ellilíf- eyrisþegar að hafa, ef þeir eru í minnsta vafa um rétt sinn: að snúa sér til Tryggingastofnunar ríkisins eða umboða hennar utan Reykjavík- ur. Það er skylda okkar sem þar vinn- um að veita allar þær upplýsingar, sem um er beðið, og benda við- skiptavinum okkar á, hvernig mál þeirra verði best afgreidd. Gefnir hafa verið út bæklingar, sem auðvelt á að vera að nálgast, og þar höfum við reynt að upplýsa þessi marg- slungnu mál í sem skýrustu máli. Það mætti skrifa langt mál um kjör aldraðra í landi hér, en í þessu spjalli hef ég reynt að halda mig við það sem lýtur að almannatrygging- unum. En vitaskuld eru almanna- tryggingar aðeins einn þáttur í hinu mikla félagi okkar allra, þjóðfélag- inu, og fjölmörg mál þarfnast ræki- legrar endurskoðunar, svo sem hús- næðismál hinna öldruðu, dvalarstofn- anir, atvinnumál þeirra og margt fleira. Því fyrr sem allir fram- kvæmdaaðilar þessara málaflokka taka höndum saman um betri kjör hinum öldruðu til handa, því betra. Það er til lítils sóma, ef við sem nú búum að dagsverki þeirra, reynumst ekki menn til að greiða þeim þau eftirlaun, sem þeir verðskulda. 9. 4. 1976. 68 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.