Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1976, Qupperneq 37

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1976, Qupperneq 37
Victoiia Geiiatiic Unit (dagspítali jyrir aldraða). hverjum og einum hentar. Hins vegar eru Jreir það hressir, að hægt er að flytja þá heim að degi loknum. Algengt er, að sjúklingar komi á spítala Jrennan tvisvar-Jjrisvar í viku. Til þess að þjónusta spítalans komi sjúklingum að gagni, Jrarf að sjá þeim fyrir flutningi til spítalans og frá honum aftur og hefur því spítal- inn yfir að ráða nokkrum bílum í því augnamiði. Eins og áður sagði er þessi dag- spítali hluti af Victoria spítalanum. Sé álitið nauðsynlegt, að sjúklingar njóti frekari Jrjónustu en þarna er veitt, t. d. lengri vistunar en dagvist- unar, eru þeir fluttir á þann spílala til frekari meðferðar. Að lokum vil ég geta um sjálfboða- þjónustu, sem er á þessum spítala svo sem sölu á veitingum - kaffi, te og ávaxtadrykkjum. Sölubúð með ýmsan varning, sem sjúklingum hent- ar, er þarna einnig í sambandi við veitingasöluna. Sjálfboðaliðar hafa líka gefið margt til þessa spítala, áhöld og sitt- hvað fleira, og á þetta jafnframt við um aðra spítala. III. DAGÞJÓNUSTUSTOFNUN (Day centre) David Cargill Club Þessi klúbbur ber nafn manns þess, sem eftirlét eigur sínar til stofnunar sjóðs, sem varið skyldi í þágu aldr- aðs fólks. Sjóðurinn gerði byggingu klúbbhússins mögulega, en hugmynd- ina að þessari starfsemi átti velferð- arnefnd fyrir aldrað fólk (Glasgow Old People’s Welfare Committee). Sóknarnefnd kirkju einnar (Battle- field West Parish Church) lét lóð í té undir klúbbhúsið, en hún hafði ein- mitt á stefnuskrá sinni að hjálpa öldruðum í borginni. Húsakynni eru einkar hentug, enda hönnuð sérstaklega fyrir þessa starfsemi. Húsið er einnar hæðar, út frá aðalbyggingunni eru tvær álm- ur með skjólgóðum garði á milli. Salarkynni, ákaflega vistleg og blómum prýdd, eru til ýmissa nota - spila, leikja o. þ. h. Sérstakir salir eru fyrir þá, sem hlusta vilja á út- varp eða horfa á sjónvarp og sömu- leiðis vistarverur fyrir þá, sem vilja vera í ró og næði og J)ar er ekki reykt. Möguleikar eru á leiksýningum, tónleikum og dansi. Margs konar þjónusta er þarna á boðstólum, fótsnyrting o. fl. Smá sölubúð var þarna með ýmsan varn- ing. Bókasafn, bæði til notkunar á staðnum og til útlána bóka, var þarna. Sumar bókanna voru prent- aðar stóru letri og ætlaðar þeim, sem sjóndaprir eru. Klúbburinn er opinn alla virka daga frá 10 að morgni til 4-5 síð- degis. Hádegisverður (3 réttir) er fram- reiddur gegn vægu gjaldi enda nið- urgreiddur af opinberum aðilum (Social Work Dept.). Eins og komið hefur fram er þetta klúbbur, þ. e. fólk gerist félagar og greiðir mánaðargjöld. Því er mjög í hóf stillt eða 20 pence mánaðar- gjald (Vð úr £). Klúbburinn er fyrir aldrað fólk — samsvarandi ellilífeyrisþegum hér. Klúbburinn er undir stjórn sér- stakrar nefndar, velferðarnefndar þeirrar, sem að framan getur, en al- gerlega rekinn af sjálfboðaliðum — aðallega konum. Starfsemin, sem þarna fór fram, minnti í flestum greinum á þá starf- semi, sem hér fer fram á vegum elli- máladeildar félagsmálastofnunar Reykj avíkurborgar. Heimsókninni á elliheimilið ætla ég ekki að gera skil að öðru leyti en því, að mér fannst athyglisvert, að nær öll herbergin voru einbýli, en örfá þó tvíbýli. Lokaorð Heimsókn mín í framantaldar stofnanir, þó stutt væri, og viðtöl við forráðamenn þeirra var einkar fróð- leg og á margan hátt lærdómsrik. Oldrunardeildir og dagspítalar gegna og hafa gegnt mikilvægu hlut- verki við lækningu, endurhæfingu og heilsugæslu aldraðs fólks, á því er enginn vafi. Stöðugt eftirlit með heilsufari og hag aldraðra og mögu- leikar á vistun á þessum stofnunum, ef þörf krefur, gerir öldruðum kleift að dvelja lengur heima. En það er einmitt markmiðið, að þetta fólk eins og aðrir dvelji sem lengst í sínu eðli- lega umhverfi, þ. e. heimahúsum. Aðrar stofnanir og margvísleg þjónusta, sem bæði opinberir aðilar og sjálfboðaliðar hafa tekið höndum saman um að veita, hafa á margan Framh. á bls. 73. TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 71

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.