Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1978, Blaðsíða 8

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1978, Blaðsíða 8
M-yndin er úr „EUB-h(indbog jor sygeplejesker“. Umræðuhóparnir voru að þessu sinni 5, það er að segja fulltrúar livers lands fyrir sig voru í einum hópi. Hlutverk niðurstöðunefndar- innar var að draga saman niðurstöð- ur hópanna og gera tillögu til álykt- unar fundarins, sem lögð var fyrir fundinn og samþykkt. Að þessu sinni var þetta ekki svo erfitl verk, þar sem niðurstöður hópanna voru mjög líkar og hóparnir voru allir með sömu meginþættina í sínum niður- stöðum. Nefndin vann mjög málefna- lega að þessu, og fannst mér störf hennar endurspegla störf fundarins í heild, sem að mínu mati var mjög málefnalegur og góður. Anna Maria Andrésdóttir, hjúkr- unarfræöingur. Hver er staða hjúkrunarjrœðinga á Islandi hvað viðvíkur tölvunotkun? Eg hygg að tölvur og notkun þeirra snerti íslenska hjúkrunarfræðinga mjög lítið ennþá. Þess vegna er ekki ólíklegt að umræða um þau vanda- mál sem tölvunotkun eru samfara sé mjög lítil enn sem komið er. Þess utan er, mér vitanlega, engin fræðslu- starfsemi í notkun tölva fyrir hendi, hvorki af hálfu skólanna né vinnu- staða þar sem hjúkrunarfræðingar starfa. Af framansögðu má vera Ijóst, að tölvuvæðing er mjög skammt á veg komin innan heilbrigðisþjónustunnar hér. Er gott að menn halda að sér höndum hvað hana snertir. Það er þá meiri möguleiki að forðast þau mis- lök sem aðrir hafa gert. Hvað er að jnnu mati það mikilvœg- asta í niðurstöðum jundarins? Það sem ég tel hafa verið mest áber- andi í umræðum á fundinum og speglasl í niðurstöðum hans, er að mikla áherslu verður að leggja á, að það fólk sem nota á tölvur og vinna með niðurstöður úr tölvum, sé með í ráðum við skipulagningu tölvuvæð- ingar. Ef við viljum vera með í skipulagningu verður að fræða hjúkrunárfræðinga og verðandi hjúkrunarfræðinga um tölvunotkun, kosti hennar og galla. Það er nefni- lega ekki nóg að eiga sæti í nefndum og ráðum sem um tölvuvæðingu fjalla, ef fólk veit ekki um hvað er að tefla. Nú á ég ekki við að allir hjúkr- unarfræðingar verði tölvusérfræðing- ar, heldur hitt að tölvumál og tækni- brellur séu fólki skiljanlegar ef það hefur fyrirfram ákveðna grundvallar- þekkingu á málinu. Annað sem lögð var mikil áhersla á og við megum aldrei gleyma, er að skjólstæðingar okkar eiga rétt á per- sónuvernd og við hjúkrunarfræðing- ar eigum líka rétt á þeirri sömu vernd. Síðast en ekki síst er ég mjög ánægð með þá áherslu sem lögð var á sam- vinnu við aðrar heilbrigðisstéttir á þessum fundi. Ása St. Atladóttir varaform. HFÍ. Hvaða lærdóm hejur jní dregið aj umrœðum jressa fundar? Að mínum dómi var þetta vel heppn- aður fundur og þarfur. Hvaða lær- dóm ég dró af þessum umræðum finnst mér erfitt að skýrgreina, en svo sannarlega hafa þær opnað augu mín fyrir hlutum sem ég hef lítið hugsað um áður, þ. e. tölvuvæðing innan sjúkrahúsanna. Það getur og hefur oft á tiðum kom- ið okkur Islendingum til góða að vera „aftarlega á merinni“ varðandi ýmsar framkvæmdir. Þá ættum við frekar að geta lært af góðri eða bit- urri reynslu annarra og notfært okk- ur það af reynslunni sem okkur hent- ar. Aukin tölvuvæðing innan sjúkrahús- anna tel ég að hljóti að vera fram- tiðin hér á íslandi, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Því tel ég það mjög mikilsvert, að þeir sem vinna eiga við/með tölvunum, hver á sínu sérsviði, séu hafðir með í ráðum frá upphafi skipulagningarinnar á slíkri vélvæðingu. Tölva/tölvuvæðing þarf ekki að vera neikvæð, ef hún er notuð skynsam- lega. Þvert á móti er hægt að auka með henni hagkvæmni og tryggja betri rekstur á ýmsum sviðum, ekki síður á sjúkrahúsunum en annars staðar. Á þessum SSN-fundi var tíð- ræddara um neikvæðu hliðarnar á tölvuvæðingunni en þær jákvæðu. Maður var því illilega minntur á hve 6 HJUKRUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.