Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1978, Síða 27

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1978, Síða 27
húsi í Reykjavík. Það sem einkum réði því var að mun ódýrara var að leggjast inn á sjúkrahús en áður og eins hafði hagur fólks batnað. St. Jósepssystur höfðu áður hjúkrað fólki í gamalli kirkju í Landakoti og eins höfðu tvær þeirra dvalið á Fáskrúðsfirði og byggðu þar sex rúma sjúkraskýli einkum ætlað frönskum skútu- sjómönnum. Systurnar stunduðu einnig hjúkrun í heimahúsum í Reykjavík. í upphafi taldist Landakotsspítalinn rúma 40 sjúkl- inga en vegna mikillar aðsóknar voru starfsfólksher- bergi tekin undir sjúkrarými, þannig að árið 1911 eru sjúkrarúm 60 og er það óbreytt til ársins 1931, en þá teljast rúmin 70. Árið 1933 er byrjað að endurbyggja St. Jósepsspítalann með viðbyggingu vestur úr gamla sjúkrahúsinu. Reis það nýja sjúkrahús í tveimur aðal- áföngum. Var hinn fyrri vígður 28. ágúst 1935 og voru í honum 30 sjúkrarúm. Viðbyggingin var síðan aukin og var sá áfangi tekinn í notkun 15. september 1950 sem íbúð systranna og annars starfsfólks og við það vannst rými fyrir nýja sjúkradeild með 21 rúmi. I íbúðum starfsfólksins var síðan komið fyrir 30 rúma barnadeild 12. janaúr 1961. 1956 var byrjað á síðari hluta viðbyggingar. Viðbygging þessi var austur úr hinni fyrri. Þessi húshluti reis norðan bins gamla sjúkrahúss. Nýja húsið var tekið í gagnið í áföngum og voru fyrstu sjúklingarnir vistaðir 7. janúar 1962. Síðan var smám saman flutt inn í nýja húsið og siðast var flutt inn í skurðstofur sjúkrahússins 15. mars 1963. Gamla sjúkrahúsið var siðan rifið 1964, en endurbygg- ingunni lauk með því að á hluta hússtæðis gamla spítal- ans var reist einnar hæðar hús fyrir skrifstofur spítal- ans og voru síðast lagðar hendur að því verki í október 1966. Rúmatala sjúkrahúsins hefur verið skráð sem hér segir: 1935-38: 100 1939^.9: 120 1950-59: 152 1960-61: 180 1. janúar 1977 keypti systrunum. 1962 : 195 1963-64: 190 1965 : 185 1977 : 187 íkið Landakotsspítalann af Arið 1935 er fyrsta íslenska hjúkrunarkonan ráðin til Landakotsspítalans (eins og hann er nefndur í dag), en St. Jósepssystur höfðu einar annast hjúkrun þar, fram að þeim tíma. 1926 stofnuðu þær sjúkrahús í Hafnarfirði og nunnur úr reglu Frans frá Assisí stofn- uðu spitala í Stykkishólmi árið 1936. Segja má að Hjukrun 25

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.