Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1978, Blaðsíða 4

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1978, Blaðsíða 4
Barnagæsla Einstæðir foreldrar (ekki hvað síst hjúkrunarfræðingar) standa ærið oft frammi fyrir vandamál- um í sambandi við gæslu barna sinna, þegar þeir eru á kvöld-, nætur- og útkallsvöktum. Er sólarhringsgæsla á barna- heimilum sjúkrahúsanna æski- leg lausn? Þessari spurningu velti ritstjórn blaðsins fyrir sér og leitaði svara hjá nokkrum hjúkrunarfræðingum, sem eru einir með sín börn, ásamt fóstr- um sem starfa við barnaheim- ilin. Hvernig leysir þú vandann í sam- bandi við gœslu barnanna, þegar þd ert á kvöld-, nœtur- og útkallsvökt- um ? Hjúkrunarfræðingur starfandi á Landspítalanum svarar: Þar sem ég bý hjá foreldrum mín- um eins og stendur, hafa j)au gætl barnsins fyrir mig og þess vegna hef ég getað unnið vaktavinnu. En á næstunni flyt ég í eigin íhúð og þá get ég ekki tekið kvöld- eða nætur- vaktir, nema að kaupa sérstaka gæslu fyrir barnið, sem oft reynist erfitt að útvega. Hjúkrunarfræðingar starfandi á Landakotsspítala svara sömu spurn- ingu: 1. Þann tíma sem ég hef verið á út- kallsvöktum, hef ég verið með einkapössun (er liætt að taka vakt- ir um óákveðinn tíma). 2. Ég fer með barnið á harnaheim- ili kl. 15.00, síðan er náð í það kl. 17.30 og eru þetta mikil hlaup fyr- ir stuttan tíma. 3. Ég tek tvær kvöldvaktir í viku, fer þá með börnin á dagheimilið. Hjúkrunarfræðingur á Kleppsspít- ala svarar: Ég nota harnaheimilið þann tíma sem það er opið. Kvöldvaktir get ég ekki unnið, þar eð harnaheimilið lokar kl. 19.30. Næturvaktir get ég alls ekki unnið því ég hef ekki pössun. Um helgar get ég aðeins unnið morgunvaktir og á sunnudögum á harnaheimilið að loka kl. 15.30, en þá á ég eftir að gefa rapport og verða þær á barnaheimilinu þá að bíða eftir mér til kl 16.00, en því er misjafnlega tekið. Mundir þú taka slíkar vaktir ef þú hefðir örugga vörslu fyrir börnin á þeini tíma? Hjúkrunarfræðingar á Landspít- ala: 1. Ég tel æskilegra að börnin geti dvalið heima hjá sér með því að hægt sé að útvega góða barnfóstru, heldur en að þau þurfi að dvelja heilan sólarhring eða eina helgi á gæsluheimili. 2. Ég gæti hugsað mér að koma barninu fyrir á gæsluheimili á kvöldin og nóttunni til jiess að J)au gætu átt vísan samastað, frekar en að fá Pétur eða Pál til að passa jjað, en hins vegar tel ég nærri ó- gjörning að hafa barnið í gæslu á kvöldin og þurfa að taka það heim kl. 23.30-24.00, rífa það upp úr fasta svefni og þurfa e. t. v. að mæta á morgunvakt daginn eftir og vekja það aftur kl. 6.30. Ég get aðeins tekið útkallsvaktir (verið á bakvakt) með því að ráða harnfóstru til að vera heima hjá mér þau kvöld - nætur eða helgar sem ég er á vakt og borga henni sérstaklega. I seinni tíð höf- um við tveir hjúkrunarfræðingar gætt harna okkar til skiptis j)egar annar hvor okkar er á vakt. Hjúkrunarfræðingar á Landakoti: 1. Já að öllum líkindum, en eins og málin standa í dag, svarar það ekki kostnaði. 2. Ég á ekki gott með að vinna meira en þetta í bili. 3. Ég tek vaktir og er með barnið á harnaheimili þann tíma sem það er opið. Hjúkrunarfræðingur á Kleppsspít- ala: Ég mundi gera það ef ég hefði það örugga vörslu að hörnin Jjyrftu ekki alltaf að vera að aðlagast nýrri og nýrri manneskju. Telur þú œskilegt að sú gœsla vœri jyrir hendi á barnaheimiluni sjúkra- húsanna - þ. e. a. s. allan sólarhring- inn? Hjúkrunarfræðingur á Landspít- ala: Ég mundi ekki óska eftir slíkri þjónustu }). e. sólarhringsbarnaheim- ili. Hentugra væri ef hægt væri að 2 HJÚKRUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.