Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1978, Blaðsíða 28

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1978, Blaðsíða 28
nunnur hafi unnið ómetanlegt brautryðjendastarf á ís- landi í hjúkrunar- og líknarmálum. 1960 gengu nunnur í Hjúkrunarfélag Islands. Nú verður getið nokkurra atriða sem hafa haft mikil áhrif á framþróun heilsuverndar frá aldamótum. Stofn- un sjúkrahúsa annarra en að framan er getið. Sjúkrahús Akureyrar Eins og áður sagði var sjúkrahús Akureyrar opnað árið 1873. Var það húið 8 sjúkrarúmum. Sjúkrahúsið var hins vegar ekki vígt fyrr en 8. júlí 1874 og var rek- ið í þessu húsnæði (Aðalstræti 14) til ársloka 1898, en þá var tekið í notkun nýtt húsnæði, sem að vísu var ekki fullfrágengið þegar flutt var inn í það. Sjúkrahús- ið taldist rúma 12 sjúklinga, en gat þó vel rúmað 16 eins og talið er frá árinu 1907. Árið 1920 var húsrými sjúkrahússins aukið mjög með viðbyggingu og jókst þá tala sjúkrarúma í 40. Á næstu árum var sjúkrarými aukið með ýmsu móti s. s. með kaupum á sóttvarnarhúsi ríkisins á Akureyri og húsi fráfarandi spítalaráðsmanns (1935). Einnig stóð til að hefja endurbyggingu sj úkrahússins (1938-40) með húsi sem reist var sunnan sjúkrahússins, en þar var starfandi heilsuverndarstöð, skurðstofa og röntgen- deild, 11-12 rúma geðdeild tók til starfa 1945 í húsi sem reist var vestan við sjúkrahúsið 1929-1945, en sjúkrarúm í sjúkrahúsi Akureyrar talin 50-54, en 1946 -1953 voru þau talin 61. 1946 hófst bygging nýs húss og var það tekið í notk- un 15. desemebr 1953. Það starfar í tveimur deildum, lyflækningadeild með áhangandi smádeildum og hand- lækningadeild með tilheyrandi fæðingardeild. Árið 1966 töldust 132 rúm í sjúkrahúsinu, lyflækn- ingadeild: 78 sjúkrarúm, þar af 12 rúma barnadeild og 12 rúma geðdeild. Handlækningadeild: 54 sjúkrarúm, þar af 14 rúm á fæðingardeild. Árið 1978 teljast rúm 130, þar af 20 úti í hæ og er það mun minna en árið 1966. Aðstaða fyrir þjónustu- greinar hefur batnað mjög á síðustu 10 árum og þess má einnig geta að á sjúkrahúsinu er nú kominn vísir að háls-, nef- og eyrnadeild. Geta má þess til gamans að gamla sjúkrahúsið (byggt 1898) var rifið 1954 og gert upp úr því skíðahótel í Hlíðarfjalli. Sjúkrahús Sauðárkróks Hjón á Sauðárkróki ráku sjúkraskýli á árunum 1895 -1900 og átti svo að heita að Skagafjarðarsýsla greiddi kostnaðinn. Síðan líða 6 ár og á sýslufundi 1906 er samþykkt að reisa sjúkrahús. 1907 hefst reksturinn með 10 rúmum, 1911 eru þar 15 rúm. 1913 er bætt við 1-2 manna sjúkrastofu, 1922 er byggt við og nam aukning- in 2 sjúkrastofum. 1926-1930 teljast rúm 22. 1931-41: 18, en 1942 og síðan 16. Rekstri lauk í árslok 1960. Bygging nýs húss hófst 1956 og hófst rekstur þess í ársbyrjun 1961; það telst 44 rúma sjúkrahús. Sjúkraliús Isafjarðar var opnað 1897, talið rúma 8-10 sjúklinga í upp- hafi. 1911 er aukið við 4 rúmum. Hægt var að nýta sjúkrahúsið fyrir 20 sjúklinga síðustu tvö árin sem það var rekið í hinuni gömlu húsakynnum. í júlímánuði 1925 hófst rekstur í nýreistu liúsi og er það svo til óbreytt enn í dag. Upphaflega eru 50 rúm í húsinu, 1932 er tveimur rúmum bætt við, en eftir 1956 eru tal- in 42 rúm í sjúkrahúsinu. Eftir 21. maí 1958 kallaðist sjúkrahúsið Fjórðungssjúkrahús Isafjarðar samkvæmt lögum. Sjúkrahúsið rúmar nú 30 sjúklinga, en fækkun á rúmafjölda stafar af því að þjónustugreinum hefur verið veitt aðstaða í hluta hússins. Sjúkrahús Seyðisjjarðar tck til starfa 1. júlí 1900 og taldist rúma 10 sjúkl- inga. 1925 teljast sjúkrarúm 14 og 1926-1938 eru þau talin 20. 1935-1955 rúmast 25 sjúklingar, en 23 árin 1956-1963. 1963 er sjúkrahúsið stækkað og rúmar eft- ir 1964 25 sjúklinga. Nú er í byggingu heilsugæslustöð og verður í henni rúm fyrir 25 sjúklinga, en gamla sjúkrahúsið verður lagt niður. Með nýbyggingu þessari eykst mjög að- staða til allrar þjónustu og er áætlað að ljúka heilsu- gæslustöðinni á 5 árum. Sjúkrahús Patreksjjarðar hóf störf 1902 og er þá talið rúma 7 sjúklinga. 1926 er fjclgað um 2 rúm. Á árabilinu 1926-1939 telst það 9 rúma sjúkrahús, en 1940 og síðan 10 rúma. 1946 lýk- ur rekstrinum í hinu gamla húsnæði, en í sama mund er opnað nýtt sjúkrahús. Það telst rúma 19 sjúklinga og er enn óbreytt að kalla. 1976 hófsl bygging heilsugæslustöðvar í sambandi við sjúkrahúsið og er áformað að ljúka þeirri bygg- ingu árið 1979. Franski spítalinn í Reykjavík var opnaður 1903. Taldist hafa 20 sjúkrarúm. Það var einkum ætlað frönskum skútusjómönnum, en ís- lendingar áttu þó greiðan aðgang þar að. Leigt Reykja- víkurbæ 1917 og 1918 vegna taugaveikisfaraldurs og spönsku veikinnar .Síðan dregur mjög úr starfsemi og er spitalinn seldur Reykjavíkurbæ árið 1929. 26 HJÚKRUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.