Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1978, Blaðsíða 36

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1978, Blaðsíða 36
verið skráð sem hér segir: 1949-55 175, 1956 180, 1957-59 219, 1960 221, 1961-62 219, 1963 238, 1964 240, 1965 272. í dag (1977) eru sjúkrarúm Landspítal- ans talin vera 560 og fjölgar mjög með nýju geðdeild- inni. Sjúkrahús Hvítahandsins í Reykjavík Hvítabandið var stofnað 1895 af konum í Reykjavík og sinnti einkum bindindisstarfsemi auk almennra líkn- armál. Sjúkrahús félagsins var opnað 1934 og taldist rúma 33 sjúklinga. Sjúkrahúsreksturinn var í höndum félagsins þangað til seint á árinu 1943, en þá afsalaði Hvitahandið húseign sinni, Skólavörðustíg 37, ásamt öllum sjúkrahúsbúnaði í hendur Reykjavíkurbæjar án endurgjalds. Bærinn tók við rekstrinum og hefur haft hann með höndum síðan. Arið 1956 teljast sjúkrarúm 43 og 1963 og síðan 44 .Sjúkrahúsið er nú rekið sem nokkurs konar útibú frá Borgarspítalanum og er hluti geðdeildarinnar þar til húsa. Sjúkrahús Akraness Starfsemi hófst 1952. Upphaflega skráð með 25 sjúkrarúmum. 1958 er bætt við 8 rúmum og eftir það telst það 33 rúma sjúkrahús eða allt til dagsins í dag, en síðastliðið vor var opnuð ný deild og eru nú 90 sjúkrarúm í sjúkrahúsinu. Hjúkrunarheimilið Sólvangur í Hafnarjirði Hóf starfsemi 1953, en þá voru tilbúin 80-90 rúma elli- og hjúkrunardeild og 20 rúma fæðingardeild; auk þess var fyrirhugaðri heilsuverndarstarfsemi staðarins húið þar húsnæði. Starfsemin hófst með því að þangað voru fluttir 29 vistmenn af elliheimili bæjarins. Sjúkra- starfsemi og elliheimilisstarfsemi hefur illa tekist að halda sundurgreindum ,eins og verða vill í slíku ná- býli, svo torvelt sem það er að gera upp á milli sjúk- legrar og heilbrigðrar elli. Starfsemi fæðingardeildar hefur lítil orðið og upphaflegur rúmafjöldi hefur reynst langt umfram þarfir. Geta má þess að Sólvangur hefur gegnt því mikla hlutverki, að létta á aðalsjúkrahúsum Reykjavikur með því að taka við sjúklingum að lokn- um rannsóknum og virkum aðgerðum til framhalds- meðferðar og hjúkrunar. Fjöldi rúma í Sólvangi hefur verið eins og hér segir: 1953-61 100 rúm, 1962 134, 1963 er rúmafjöldinn fyrst sundurliðaður og telst á hjúkrunarheimilinu 110, en á fæðingardeild 7; lækkun- in nemur áætluðum fjölda heilhrigðra vistmanna. 30. júní 1975 var fæðingardeild lokað. Upphaflega var gert ráð fyrir að á Sólvangi væri fólk sem gæti hjálpað sér sjálft, en nú er svo komið að þar er nær eingöngu sjúkradeild fyrir gamalt fólk, þ .e. langlegu- deild. Breytingar á húsnæði á síðustu 10 árum hafa einkum orðið þær að aðstaða öll, s. s. fyrir starfsfólk, hefur stórbatnað. Sjúkrahús Keflavíkur Sjúkrahúsið var vígt 1954 og taldist lengi vel rúma 25 sjúklinga, en nú rúmast þar 30 sjúklingar. 1972 var aukin aðstaða fyrir þjónustugreinar sjúkrahússins, en nú er í byggingu viðhót og er 1. áfangi hálfnaður, en þar á að vera þjónustuaðstaða fyrir 120 rúma sjúkra- hús. Bœjar/Borgarspítalinn í Reykjavík Rekstur hans hófst 1955 til bráðabirgða í Heilsu- verndarstöðinni sem mænusóttardeild vegna illvígs mænusóttarfaraldurs í október 1955. 30 sjúkrarúm töldust það ár. 1956 var samþykkt í bæjarráði að sjúkradeildin skyldi vera lyflækninga- og farsótta- deild. 1956-67 er spítalinn skráður með 60 rúmum. Nýi spítalinn var opnaður 13. maí 1966, en þá var opnuð röntgendeild. 1968 hættust tvær deildir við: lyflækn- ingadeild (57 rúm af 76 fyrirhuguðum) ásamt lækn- ingarannsóknadeild. Nú eru starfræktar 8 sjúkradeildir með gjörgæsludeild í sjúkrahúsbyggingunni við Sléttu- veg. Auk þess má nefna slysadeild, sem starfandi er í sömu byggingu. Þar að auki starfrækir spítalinn ýmis útibú s. s. Hvítabandið, Grensásdeild (endurhæfingar- deild), Ilafnarbúðir og Arnarholt á Kjalarnesi, auk hjúkrunar- og endurhæfingardeildar sem er til húsa í Heilsuverndarstöðinni. Samtals teljast vera 425 sjúkra- rúm á Borgarspítalanum og er þá allt meðtalið. Sjúkraliús Selfoss Opnað 1958. Sjúkrarúm eru talin 1958-59 11, en 1960 og síðan með 30 rúmum. í byggingu er nýtt sjúkrahús á Selfossi, sem mun bera nafnið Sjúkrahús Suðurlands og verður það í eigu Árnessýslu, Rangárvallasýslu og Skaftafellssýslu, ásamt Selfosshreppi og Selfosslæknishéraði. 1. áfangi verður tilbúinn á sumri komanda og er fyrirhugað að þar verði aðstaða fyrir heilsuverndarstarfsemi o. fl. Talað hefur verið um að gamla sjúkrahúsið verði rek- ið áfram, en óánægjuraddir hafa heyrst frá starfsliði, vegna þess að viðhald sjúkrahússins hefur verið í lág- marki upp á síðkastið. Það skal sérstaklega tekið fram að allur kaflinn um sjúkrahúsin er tekinn úr bók Vilmundar Jónssonar, „Sjúkrahús og sjúkraskýli á íslandi í hundrað ár“, ým- 30 IIJÚKRUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.